Velferð - 01.05.2018, Síða 5
Hjartaheill og fræðslumyndir
Hjartaheill hafa á síðustu tveimur árum staðið að gerð og útgáfu á fræðslumyndum um hjartasjúkdóma, hjartaaðgerðir,
endurhæfingu, fræðslu um hvernig beri að hegða sér og hvernig helst megi forðast að fá slíka sjúkdóma.
Fræðslumynd „Með hjartað úr takti" - fræðslumynd um gáttatif
I þessari nýju íslensku heimildarmynd fjalla læknar um orsakir gáttatifs, einkenni þess og meðferðarúrræði og sjúklingar
segja frá áralangri glímu sinni við sjúkdóminn.
Dagskrárgerð: Páll Kristinn Pálsson og Ólafur Sölvi Pálsson.
Framleiðandi: Epos kvikmyndagerð fyrir Hjartaheill.
Fræðslumynd um skaðsemi reykinga „Bara að ég hefði aldrei byrjað"
í myndinni segja fjórir einstaklingar frá afleiðingum reykinga á líf þeirra. Að myndinni standa Astma- og ofnæmisfélag
Islands, Hjartaheill, Hjartavernd, Krabbameinsfélag Reykjavíkur og Samtök lungnasjúklinga. Styrktaraðilar myndarinnar
voru ÁTVR, Embætti landlæknis, Nicorette og Pfizer.
Dagskrárgerð: Páll Kristinn Pálsson og Ólafur Sölvi Pálsson.
Framleiðandi: Epos kvikmyndagerð fyrir ofangreind félög.
Fræðslumynd „Lífæðar hjartans" - fræðslumynd um kransæðasjúkdóm
Ný íslensk fræðslumynd um hjarta- og æðasjúkdóma. Þrátt fyrir góðan árangur í forvörnum og meðferð eru hjarta- og æða-
sjúkdómar enn helsta dánarorsök Islendinga. Þessir sjúkdómar geta verið af ýmsum toga en algengastur er kransæðasjúk-
dómurinn.
Dagskrárgerð: Páll Kristinn Pálsson og Aðalgeir Gestur Vignisson.
Framleiðandi: Epos kvikmyndagerð fyrir Hjartaheill.
Skoðið myndirnar á vefnum
Þessar myndir auk eldra efnis svo sem Hjartans mál, fræðslumynd, Grettir, þroskasaga hjartasjúklings, og Annað líf, mynd
um líffæragjafir eru allar aðgengilegar á vef Hjartaheilla: www.hiartaheill.is/fraedsla
Þar er einnig að finna ágætt myndband sem Hjartaheill gerði í samstarfi við ÖBÍ til að kynna aðildarfélögin og starfsemi
þeirra. Það heitir: Bíllinn fer í skoðun árlega, hvað meðþig?
ÚRVAL TÆKJA TIL BJARGAR MANNSLÍFUM
LUCAS hjartahnoðtæki
Sjálfvirk hjartastuðtæki
fyrir almenning Vscan Extend ómtæki
LIFEPAK 15 hjartastuðtæki
HealthCo
Hlíðasmára 1 • 201 Kópavogur
Sími: 534-3600 • healthco.is
PHYSIO
CONTROL
Velferð 5