Velferð - 01.05.2018, Blaðsíða 6
Skyndidauc i hjá ungu fólki
Davíð O. Arnar# yfirlæknir hjartalækninga Landspítala
Skyndilegt ófyrirséð andlát hjá ungum einstaklingum vekur
alltaf mikinn óhug enda oftast um að ræða fólk sem hefur
borið með sér að vera hraust og í blóma lífsins. Auk þeirrar
sorgar sem aðstandendur þurfa að takast á við, glíma þeir
gjarnan við ótta um að þeirra kunni mögulega að bíða sömu
örlög. Það er því mikið í húfi við að reyna að greina hvaða
vandamál leiddi til skyndidauða, vegna þess að það getur í
ákveðnum tilvikum leitt til markvissra fyrirbyggjandi að-
gerða hjá ættingjum.
Skyndidauði er nokkuð algengur á Vesturlöndum og hér-
lendis er áætlað að allt að 200 einstaklingar látist með þess-
um hætti á ári hverju. Skyndidauði er gjarnan skilgreindur
sem óvænt andlát sem á sér stað innan klukkustundar frá
upphafi einkenna. Langoftast verður skyndidauði vegna
hjartastopps í kjölfar hraðtakts frá sleglum eða neðri hólfum
hjartans. Þó flest tilfelli skyndidauða verði hjá einstaklingum
yfir fimmtugt, eru hjartastopp hjá þeim sem yngri eru alls
ekki sjaldgæf. Um fimmtungur þeirra sem látast á aldrinum
1-13 ára deyja skyndilega og um þriðjungur þeirra sem láta
lífið á aldrinum 14-21 árs.
Ef vitni verða að hjartastoppi leiðir það yfirleitt til endur-
lífgunartilraunar. Af þeim sem fara í hjartastopp utan
sjúkrahúss á Reykjavíkursvæðinu nær um það bil fjórðungur
að útskrifast eftir árangursríka endurlífgun. Við hjartastopp
skipta fyrstu viðbrögð vitna að atburðinum höfuðmáli. Líkur
einstaklings á að lifa af hjartastopp minnka um 10% með
hverri mínútu sem frá líður. Fyrstu viðbrögðin eiga að vera
sú að hringja í Neyðarlínuna (112) og fá faglega aðstoð á
staðinn sem fyrst. Meðan beðið er eftir sjúkrabíl skal fram-
kvæma kröftugt hjartahnoð á mitt brjóstholið með hraðan-
um 100 hnoð á mínútu. Hjartahnoðið eykur líkur á að hægt
sé að bjarga einstaklingnum með rafstuðsgjöf á brjósthol
þegar sjúkrabíll kemur á staðinn og sömuleiðis getur það
dregið úr líkum á varanlegum heilskemmdum, lifi einstak-
lingurinn af. Endurlífgunarráð íslands var með herferð um
viðbrögð almennings við hjartastoppi fyrir nokkrum árum
undir kjörorðunum „Hringja - hnoða" sem er auðveld leið til
að muna þessi afar mikilvægu skilaboð.
Undanfarin ár hafa víða hérlendis verið tekin í notkun sjálf-
virk hjartarafstuðtæki. Þessum tækjum hefur verið komið
fyrir meðal annars á flugvöllum, líkamsræktarstöðum,
sundstöðum og víðar þar sem margir koma gjarnan saman.
Þau eru einföld í notkun og handhæg, jafnvel þeim sem ekki
hafa hlotið neina sérstaka þjálfun í að beita þeim. Það skiptir
höfuðmáli að gefa rafstuð á brjóstkassa sem allra fyrst eftir
hjartastopp og því mikilvægt við svoleiðis kringumstæður að
beita sjálfvirku hjartarafstuðtæki sé það til staðar.
Hjá eldri einstaklingum tengist hjartastopp yfirleitt
kransæðasjúkdómi, ýmist bráðri kransæðastíflu eða af-
leiðingum hennar, en það eru oftast aðrar orsakir en
kransæðasjúkdómur sem leiða til skyndidauða hjá yngra
fólki. Grunnorsökum hjartastopps hjá ungu fólki má gróft
séð skipta í tvo meginhópa, hjartavöðvasjúkdóma og svo það
sem kallast frumkomnar raflífeðlisfræðilegar raskanir. Þetta
er flókið samheiti yfir nokkra sjúkdóma sem valda göllum í
rafkerfi hjartans og geta leitt til hjartsláttartruflana í slegl-
um og skyndidauða. í báðum tilvikum hafa þessi vandamál
sterka tilhneigingu til ættlægni og það eru allmargar þekktar
stökkbreytingar í erfðamenginu sem valda þeim. Það er rétt
að taka fram að í tæplega þriðjungi tilvika hjartastopps hjá
yngri einstaklingum getur ástæðan verið óútskýrð þrátt fyrir
ítarlega skoðun, þar á meðal krufningu.
Ofþykktarhjartavöðvakvilli (þykknun á vinstri slegli án
viðhlítandi skýringa) er algengasti hjartavöðvasjúkdómur-
inn hjá ungu fólki og er tíðni hans á Vesturlöndum einn af
hverjum 500. Helstu einkenni hans geta verið mæði og hjart-
sláttaróþægindi. Ef alvarlegar takttruflanir frá sleglum sjást
geta þær leitt til yfirliðs eða jafnvel hjartastopps. Merki um
hjartavöðvaþykknun sjást stundum á hefðbundnu hjarta-
línuriti en það þarf þó ómskoðun af hjarta til staðfestingar
á greiningunni. Eftir því sem hjartavöðvinn er þykkari þeim
6 Málgagn Hjartaheilla