Velferð - 01.05.2018, Síða 10

Velferð - 01.05.2018, Síða 10
skimunum. Verkefnið hefur auk þess alla burði til að verða eitt mikilvægasta tæki okkar í dag í forvörnum gegn hættu- legasta sjúkdómi 21. aldarinnar - hjarta- og æðasjúkdómum - það sýna tölurnar yfir þátttakendur sem mæta á hverjum stað. Einnig var gott samstarf við Ólöfu Guðnýju Geirsdóttur, doktor í næringarfræði við LHS um sérstakt mælinga- og rannsóknarverkefni innan Oddfellowreglunnar, þar sem Hjartaheill sá um mælingaþáttinn. Gerð er grein fyrir þessu mælingaverkefni á öðrum stað í blaðinu. Golfmót Hjartaheilla 2017 Golfmót Hjartaheilla fór fram á Bakkakotsvelli í Mosfellsdal. Alls voru 28 keppendur skráðir í mótið og var þeim skipt upp í 7 fjögurra manna lið og spilað Texas scramble. Sagt var frá mótinu í desemberblaði Velferðar. Stuðningsnet sjúklingasamtakanna Allmörg sjúklingafélög tóku sig saman í ársbyrjun 2017 um að mynda stuðningsnet um jafningjastuðning fyrir sjúklinga og aðstandendur þeirra. Félögin ákváðu í kjölfarið að vinna saman að því verkefni. Samtals standa 16 félög með um 15.000 félagsmenn á bak við stuðningsnetið. Námskeið fyrir verðandi stuðningsfulltrúa voru haldin dag- ana 15. og 22. ágúst og 11. og 18. september í SÍBS húsinu að Síðumúla 6. Námskeiðin eru án kostnaðar fyrir stuðningsfull- trúa en sjúklingafélag viðkomandi fulltrúa greiðir kostnaðinn. StarfsmennHjartaheilla tóku þátt í þessum námskeiðum. Sýningin Fit og Run var haldin í Laugardalshöllinni dagana 17. og 18. ágúst í til- efni af Reykjavíkurmaraþoni íslandsbanka og tók Hjartaheill þátt í sýningunni. Sameiginlegur bás Neistans og Hjartaheilla var að vanda vel skipulagður og útbýttu Hjartaheill bolum sem Margt smátt gaf samtökunum. Reykjavíkurmaraþon íslandsbanka Yfir 14 þúsund hlauparar tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoni íslandsbanka sem hlaupið var laugardaginn 20. ágúst 2017. Hjartaheill hefur ávallt verið eitt af góðgerðarfélögunum sem hægt hefur verið að heita á. Mikil stemning var meðal hlaupara og áhorfenda á meðan hlaupið fór fram og söfnuð- ust kr. 363.571,- til Hjartaheilla. „Who Wants To Live Forever" - Hvernig vilt þú eldast? I Háskólabíó þann 8. september s.l. var haldin ráðstefna „Who Wants To Live Forever" með þekktum alþjóðlegum fyrirlesur- um þar sem þetta mál var tekið fyrir. Að hversu miklu leyti Fáðu góðar vörur á góðu verði og láttu gott af þér Leiða - þá virina alLir! Kíktu á heimasíðu múlalundar - www.mulalundur.is Þú pantar og vió sendum til þin hvert á land sem er Múlalundur I Vinnustofa SIBS Reykjalundur I 270 Mosfetlsbær Sími 562 8500 www.mutalundur.is MULALUNDUR Handavinna Við getum pakkað, brotið, merkt og ýmistegt annað Allt fyrir skrifstofuna Ritföng, pappír og aðrar skrifstofuvörur 10 Málgagn Hjartaheilla

x

Velferð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.