Velferð - 01.05.2018, Page 13
THE LlflDE GROUP
studningsnet.is
Stuðningsnetið er samstarfsverkefni margra stærstu
sjúklingafálaga landsins og byggir á faglegum verkferlum við
jafningjastuðning við sjúklinga og aðstandendur þeirra
SÍBS viðurkenndur
framhaldsfræðsluaðili
Menntamálastofnun hefur samþykkt umsókn SÍBS um að
hljóta viðurkenningu sem framhaldsfræðsluaðili í samræmi
við lög 27/2010 um Framhaldsfræðslu. í slíkri viðurkenningu
felst staðfesting á að starfsemi fræðsluaðilans uppfylli almenn
skilyrði lagana.
SÍBS bætist þar með í fjölbreyttan hóp framhaldsfræðsluaðila á
íslandi og getur tekið enn virkari þátt í þróun á námi fyrir fulh
orðina með áherslu á forvarnir og lýðheilsu. SÍBS býður upp á
fjölbreytt námskeið tengd heilsu og lífsstíl þar á meðal Reykja-
lundarnámskeið SÍBS sem eru aðlöguð útgáfa af námskeiðum
sem notuð eru í endurhæfingu á Reykjalundi.
SÍBS hefur jafnframt haldið utan um verkefnið „Stuðningsnet
sjúklingafélaganna" og í tengslum við það boðið upp á nám-
skeið fyrir stuðningsfulltrúa. í undirbúningi eru námsskrár
fyrir lífsstílsþjálfun og námskeið fyrir lífsstílsþjálfara, byggð á
fyrirmynd frá Smitsjúkdóma- og forvarnarstofnun Bandaríkj-
anna í samstarfi við Heilsuborg, SidekickHealth og Ferðafélag
íslands með stuðningi frá Lýðheilsusjóði.
AGÁ
www.linde-healthcare.is
ÍSLENSK
ERFÐAGREINING
íslandsspil
inter Medica.
Dedicated to People Flow
Skipulagsbreytingar á skrifstofu Hjartaheilla
Guðrún Bergmann Franzdóttir.
Guðrún Bergmann Franzdóttir, sem verið hefur starfsmaður Hjartaheilla frá árinu
2004, lét af störfum frá og með 1. desember s.l. vegna skipulagsbreytinga. Óvíst er
um mannaráðningar í hennar stað en leitað verður eftir starfsmanni í almenn skrif-
stofustörf með áherslu á fjáraflanir, félagsmál og fjölgun félagsmanna.
Guðrún Bergmann hefur starfað frá árinu 2004 hjá samtökunum - fyrst sem formað-
ur Neistans og síðan starfsmaður Hjartaheilla og gegnt mörgum trúnaðarstörfum
fyrir Hjartaheill. Hún mun áfram verða í sjálfboðaliði Hjartaheilla ásamt því að starfa
fyrir Neistann.
Stjórn og starfsmenn Hjartaheilla héldu Guðrúnu kveðjuhóf, þökkuðu henni hjartan-
lega fyrir samstarfið og óskuðu henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.
Velferð 13