Velferð - 01.05.2018, Side 23
Eftir vel heppnaða mælingaferð í Hnífsdal var ekið eins
hratt og hægt var til ísafjarðar og má eiginlega segja að við
rétt náðum að byrja mælingar þar kl. 11:00. Á ísafirði stóðu
mælingar langt fram yfir auglýstan tíma og þurfti því að
skipta liði og senda bílinn með tvo mælingamenn á Súðavík
en þar áttu mælingar að hefjast kl. 17:00. Fjöldi mælinga á
ísafirði eru áætlaðar 218 en þar lauk mælingum kl. 19:45 og
á Súðavík lauk mælingum um kl. 20:00 þar sem 33 einstak-
lingar fengu mælingu.
Föstudaginn 26. maí kom Guðmundur Löve fram-
kvæmdastjóri SÍBS fljúgandi til ísafjarðar en hann hélt fyr-
irlestur í hádeginu fyrir stjórnendur sjúkrahússins á ísafirði
- fyrirlesturinn var um stóru myndina í heilbrigðiskerfinu
okkar.
Þennan sama dag fóru fram mælingar á Þingeyri þar sem
71 einstaklingur var mældur og á Flateyri fengu 24 mæl-
ingu. Að mælingum flugu tveir suður, en hópurinn sem var
akandi náði heim í Síðumúla kl. 23:00.
í þessari ferð voru: Aldfs Jónsdóttir og Guðný Linda Ola-
dóttir frá Samtökum lungnasjúklinga. Frá SÍBS Stefanía
Guðrún Kristinsdóttir, Jónína Jóhannsdóttir og Sigurbjörg
Jóhannesdóttir. Frá Hjartaheillum Kjartan Birgisson og
Ásgeir Þór Árnason.
Mæling Eyjafjarðarsvæðið
Dagana 5. til og með 7. október fóru fram mælingar í Ólafs-
firði, Siglufirði, Dalvík og Akureyri.
Þessa dagana fengu 531 einstaklingar mælingu og var einn
sendur beint á bráðamóttökuna til nánari skoðunar. Okkur
var vel tekið og mikil ánægja var meðal þátttakenda yfir
þessu framtaki oklor.
í þessari ferð voru: Aldís Jónsdóttir frá Samtökum lungna-
sjúklinga. Frá SÍBS Stefanía Guðrún Kristinsdóttir, Gestur
Helgason, Kristín Rut Jónsdóttir og Sigurbjörg Jóhannes-
dóttir. Frá Samtökum sykursjúkra Sigríður Jóhannsdóttir.
Frá Hjartaheillum Valgerður Hermannsdóttir, Kjartan
Birgisson, Guðrún Bergmann Franzdóttir, Guðrún Kristín
Jóhannesdóttir, Halldóra Ingólfsdóttir og Ásgeir Þór Árna-
son.
Mælingar Norðurland - vestra
Dagana 16. til og með 18. október fóru fram mælingar á
Hvammstanga, Blönduósi, Hofsósi, Skagaströnd og Sauðár-
króki.
Þessa dagana fengu 524 einstaklingar mælingu, margir voru
sendir til áframhaldandi slcoðunar og var sem fyrr mikil
ánægja og þakklætið ofarlega hjá þeim sem lcomu í mæl-
ingarnar.
í þessari ferð voru: Aldís Jónsdóttir frá Samtökum lungna-
sjúklinga. Frá SfBS Stefanía Guðrún Kristinsdóttir, Kristín
Rut Jónsdóttir, Jónína Jóhannesdóttir og Sigurbjörg Jóhann-
esdóttir. Frá Samtökum sykursjúkra Fríða Bragadóttir og
frá Hjartaheillum Ásgeir Þór Árnason.
Mæling Hveragerði
Fimmtudaginn 23. nóvember s.l. fóru fram mælingar í
Hveragerði. Þennan dag voru 184 einstaklingar mældir, en
nokkuð margir voru sendir til áframhaldandi sl<oðunar.
Sjónvarpsþátturinn Landinn á RÚV kom og gerði mæl-
ingunni skil í þætti sem sýndur var sunnudaginn 26. nóv-
ember og kom mikilvægi verkefnisins vel til skila í þættin-
um.
í þessari ferð voru: Guðný Óladóttir, Aldís Jónsdóttir og
Katrín Ingjaldsdóttir frá Samtökum lungnasjúklinga. Frá
SÍBS Guðmundur Löve, Stefanía Guðrún Kristinsdóttir,
Kristín Rut Jónsdóttir, Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir og
Adda María Óttarsdóttir hjúkrunarfræðinemi HÍ. Frá
Samtökum sykursjúkra Valgeir Jónsson og frá Hjartaheill-
um Valgerður Hermannsdóttir, Kjartan Birgisson og Ásgeir
Þór Árnason.
Velferð 23