Velferð - 01.05.2018, Side 26
Gangráðsaðgerðir eru um 300 á ári á Landspítala. Þessi nýi
gangráður hefur komið vel út úr prófunum og hefur verið
tekinn í notkun á nokkrum sjúkrahúsum á heimsvísu, þar
með talið á Landspítala.
Sigfús Gizurarson, sérfræðingur í hjartalækningum hefur
haft forystu um að taka þessa nýju tækni upp hérlendis.
Gangráður græddur í hund
Hundurinn Buska skráði sig á spjöld íslandssögunnar í
læknavísindum þegar hún varð fyrsti hundurinn hér á landi
til að fá hjartagangráð. Eigandi hundsins var eiginkona Hjart-
ar Oddssonar læknis, en Hjörtur og kollegar hans, dýra- og
mannalæknar framkvæmdu aðgerðina. Buska er rúmlega
þriggja ára íslenskur hundur.
Eftir áramót fór að líða yfir hundinn og var þá farið með
hann til dýralæknis. Þar fannst að hundurinn var mjög lágur
í púls. Þegar það var athugað frekar kom í ljós að hann var
með blokk í hjartanu. „Ég er sérfræðingur í gangráðum en ef
við hefðum ekki gert neitt fyrir hundinn hefði hann dáið á
næstu mánuðum," sagði Hjörtur og því var aðeins eitt í stöð-
unni; aðgerð.
Hjartadeild Landspítalans
Hjartadeild Landspítala er eina hjartadeildin á landinu og
starfsemin þar í senn fjölbreytt, umfangsmikil og sérhæfð.
Starfsemin fer fram á nokkrum einingum, m.a. Hjartagátt,
hjartaþræðingarstofum og á legudeild 14EG.
Um 200 manns starfa á hjartadeildinni og er mikið lagt upp
úr öflugri liðsheild og góðum starfsanda, en sjúklingarnir
eru alltaf í fyrirrúmi. Það varð mikil viðbót við starfsemina
þegar Hjartagátt var höfð opin um helgar jafnt sem virka
daga. Þá var nýlega opnuð ný og stórendurbætt aðstaða til
hjartaómunar.
Tækjakostur er allgóður á deildinni en stöðugt þarf að endur-
nýja hann og þar hefur gjafafé komið sér vel á undanförnum
árum. Kennsla í heilbrigðisgreinum og vísindarannsóknir
eru stór og mikilvægur þáttur í starfi hjartadeildarinnar.
Meðal verkefna framundan er að stytta biðlista í brennslu-
aðgerðir vegna hjartsláttartruflana og í hjartaþræðingar
ásamt eflingu göngudeildarþjónustu. Efla þarf nýliðun og
halda í núverandi starfsmenn deildarinnar. Mannauðurinn
er deildinni afar mikilvægur.
Komur í hjartarannsókn voru alls 23.967 og hjarta- og æða-
þræðingaraðgerðir voru 2.686.
Tæplega 2.000 manns lögðust inn vegna hjartalækninga og
legudagar voru alls 12.967.
Gangráðsísetningar voru 305 talsins. og bjargráðsígræðslur
48. Alls 11.275 hjartalínurit voru tekin og 4,776 hjartaóman-
ir framkvæmdar.
Af þessu má sjá að það er ekki að furða þó oft sé annasamt á
Landspítalanum, því hér eru einungis tölur frá einni deild af
fjöldamörgum sem þar eru.
Heimildir: Heimasíða Landspítala og Ársskýrsla hjartadeild-
ar Landspítala 2017. Myndir eru fengnar frá hjartadeildinni.
Hjartadeildin í tölum
Hér að neðan eru nokkrar tölur úr ársskýrslu Hjartadeildar
Landspítala, sem varpa nokkru ljósi á umfang starfseminnar:
Á Hjartagáttina voru alls 12.366 komur. Þar af komu 8.498 á
bráðamóttöku.
26 Málgagn Hjartaheilla