Mosfellingur - 11.01.2018, Blaðsíða 10
- Fréttir úr bæjarlífinu10
Efsta röð frá vinstri: Erla Dögg Birgisdóttir, Sandra Rós Pétursdóttir, Karl Héðinn Kristjánsson, Anton Hugi Kjartansson, Jón Valgeir Aðalsteinsson,
Jóhann Gestur Heiðarsson, Einar Pálmarsson, Brynjólfur Helgi T Björnsson, Atli Freyr Egilsson, Alti Freyr Hjaltson, Magnús Þór Sveinsson, Sigursteinn
Sævar Hermannsson. Miðröð frá vinstri: Indiana Nicole Taroni, Telma Rut Sigurðardóttir, Sandra Kristín Davíðsdóttir Lynch, Línhildur Sif Hrafnsdóttir,
Alexía Gerður Valgeirsdóttir, Sonja Rún Guðmundsdóttir, Thelma Ósk Þrastardóttir, Daníel Arnar Sigurjónsson, Einar Aron Fjalarsson, Einar Þór
Þrastarson, Erlendur Guðni Erluson, Einar Loki Eiðsson. Neðsta röð frá vinstri: Guðrún Guðjónsdóttir aðstoðarskólameistari, Sæunn Reynisdóttir,
Elín Ósk Blomsterberg, Dagmar Ýr Sigurdórsdóttir, Margrét Dís Stefánsdóttir, Ásta Lilja Sigurðardóttir, Kolka Máney Magnúsdóttir, Sara Erludóttir,
Auður Ilona Henttinen, Sigríður Ósk Sigurrósardóttir, Jón Ingi Ólafsson, Guðbjörg Aðalbergsdóttir skólameistari.
Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mos-
fellsbæ fór fram miðvikudaginn 20. desem-
ber við hátíðlega athöfn í húsnæði skólans.
Að þessu sinni voru alls þrjátíu og sex
nemendur brautskráðir, fjórtán af félags-
og hugvísindabraut og fjórir af náttúruvís-
indabraut. Af opinni stúdentsbraut braut-
skráðust átján nemendur.
Útskriftarnemendum voru veittar við-
urkenningar fyrir góðan námsárangur:
Daníel Arnar Sigurjónsson fékk viður-
kenningu fyrir góðan árangur í kvikmynda-
fræði og sögu. Sigríður Ósk Sigurrósardóttir
fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur
í jarðfræði, umhverfisfræði og dönsku.
Viðurkenningu fyrir góðan árangur í fé-
lagsfræði og heimspeki fékk Atli Freyr
Hjaltason og Telma Rut Sigurðardóttir
fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í
listgreinum. Fyrir góðan árangur í ensku,
félagsgreinum, hestagreinum, spænsku og
stærðfræði fékk Sandra Kristín Davíðsdóttir
Lynch viðurkenningu.
Viðurkenningu fyrir störf í þágu nem-
endafélagsins fengu Karl Héðinn Kristjáns-
son og Sigríður Ósk Sigurrósardóttir.
Mosfellsbær veitti jafnframt Söndru
Kristínu Davíðsdóttur Lynch viðurkenningu
fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi.
Útskriftarhátíð FMOS • Enn fjölgar stúdentum • Sandra Kristín fékk hæstu einkunn
36 nemendur brautskráðir
Dúx skólans
sanDra kristín
RAKABOMBA
Moisture Surge Extended Thirst Gel
Létt gelkrem sem veitir húðinni fullkom-
inn raka í 24 stundir. Húðin ljómar innan
frá og út. Kremið er olíulaust en vinnur
upp rakatap húðarinnar.
20%
afsláttur
af Clinique
snyrtivörum 20. janúar
í Apótek MOS.
Sérfræðingar frá Clinique farða og veita
ráðgjöf laugardaginn 20. janúar í Apótek MOS.
Bjóðum upp á fría förðun ef verslað er
fyrir 6.900 kr. eða meira. Hægt er að
bóka förðun í síma 416 0100.
Clinique dagar
í Apótek MOS þann 20. janúar.
reykjabraut
fyrir neðan reyki
tilkynnt var um bruna
aðfaranótt 10. janúar
húsið brann
til kalDra kola
Mildi að
ekki fór verr
í eldsvoða á
Reykjabraut
Fimm manna fjölskylda náði að brjóta
sér leið út um glugga í brennandi húsi á
Reykjabraut aðfaranótt þriðjudagsins 10.
janúar.
Tilkynnt var um um eldinn rétt fyrir kl.
3 en fólkið hafði vaknað við reykskynjara
á heimilinu. Náði fólkið þá að flýja í nær-
liggjandi hús og bíða eftir frekari aðstoð.
Að sögn sjónarvotta var þeim mikið létt
að sjá að fjölskyldan hafði komist lífs af en
húsið varð alelda á svipstundu. Ljóst er að
reykskynjari hefur bjargað lífi þeirra.
Um er að ræða gamalt timburhús sem
breski herinn hóf að byggja í kringum
1940. Við húsið var heitur hver og var
húsið því notað sem þvottahús fyrstu árin.
Síðar var byggt við húsið og það stækkað.
Mikill samhugur er á meðal íbúa í ná-
grenninunu en í Facebook-hóp hverfisins
er byrjað að safna fyrir ýmsum hlutum í
nýtt innbú. Margir eru boðnir og búnir til
að rétt fram hjálparhönd.
Fjölskyldan dvelur nú í athvarfi hjá
Rauða Krossinum.