Mosfellingur - 11.01.2018, Blaðsíða 23

Mosfellingur - 11.01.2018, Blaðsíða 23
skóla hornið M yn di r/ Ra gg iÓ la Rithöfundar lásu fyrir börnin Listasalur Mosfellsbæjar Bókmenntahlaðborð barnanna var haldið í fyrsta skipti laugardaginn 16. des. síðastliðinn. Mörg börn mættu til að hlusta á rithöfunda lesa upp úr bókum sínum, en þeir voru: Bergrún Íris Sævarsdóttir með Lang-elstur í bekknum, Ástríður Sólrún Grímsdóttir með Sögur af Týra og Bimbó, Eva Rún Þorgeirsdóttir með Lukka og hugmyndavélin í svakaleg- um sjávarháska og Ingibjörg Valsdóttir með Pétur og Halla við hliðina: Fjöruferðin. Eftir upplestur sungu börnin nokkur jólalög undir stjórn Berglindar Björgúlfsdóttur og fengu að spila með á bjölluhljóðfæri. Síðan var börnunum boðið upp á piparkökur á meðan þau föndruðu jólakort með foreldrum sínum. Takk fyrir komuna og hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári. Gleðilegt ár. rétt upp hönd sem hefur farið í fjöruferð? Íslenska ullin er einstök Íslenskt sauðfé hefur gefið Íslendingum skjólmikla ull sem náttúran hefur þróað eftir veðri og vindum í meira en 1000 ár. Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni FaMos auglýsir Heimasíða: www.famos.is - Netfang: famos@famos.is Portoroz í Slóveníu Ferðanefnd FaMos hefur skipulagt ferð til Slóveníu, Króatíu og Ítalíu dagana 26. maí – 2. júní 2018. Verðið er kr. 188.800 á mann í tvíbýli en aukagjald fyrir einbýli er kr. 22.800. Nokkur sæti eru enn laus í ferðina. Skráningarblöð eru hjá félagsstarfinu að Eirhömrum. Í ferðinni er í boði 5 stjörnu hótel eða Grand Hótel Portorož Sjá vefslóð hótelsins: www.grandhotelportoroz.com/en/index.php Ferðalýsing er á slóðinni: www.famos.is Nánari upplýsingar gefur Margrét Jakobína Ólafsdóttir, form. ferða- nefndar FaMos. sími: 863 3359 – netfang: margretjako@gmail.com Nýtt sýningarár Listasalar Mosfellsbæjar hófst á föstudagin með einkasýningu Stein- gríms Gauta Ingólfssonar, Undir. Steingrímur Gauti er ungur og upprennandi listamaður sem hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir abstrakt olíumálverk sín undanfarin misseri. Fjöldi fólks mætti á opnunina og þáði kaffi og hvítvín á meðan það naut myndlistarinn- ar. Sýning Steingríms Gauta stendur til 9. febrúar og eru allir velkomnir. Steingrímur Gauti sýnir abstrakt olíumálverk gestir á fyrstu sýningu ársins Bókasafnsfréttir - 23

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.