Mosfellingur - 11.01.2018, Blaðsíða 2

Mosfellingur - 11.01.2018, Blaðsíða 2
Áfram Afturelding Umsjón: Birgir D. Sveinsson (birgird@simnet.is) Í þá gömlu góðu... héðan og þaðan þRETTÁnDagLEðI Í MoSFELLSSVEIT Dagrenningur-Aldarsaga Ungmennafélagsins Aftureldingar (UMFA) eftir Bjarka Bjarnason og Magnús Guðmundsson hefur m.a. að geyma skemmtilega frásögn (bls. 168) um þrettándagleði sveitunga um 1960. Félagar UMFA voru stórhuga við hátíða- höldin, seldu aðgang að hátíðarsvæðinu og minnist undirritaður sölumanns í Austurstræti í Reykjavík klædd- um riddarabúningi að selja í forsölu aðgöngumiða og var mikil örtröð í kringum hann. Nú á dögum er þrettándagleðin einn vinsælasti árlegi viðburður í Mosfellsbæ þegar 4.000-5.000 sveitungar og gestir þeirra safnast saman í brekkunum neðan Holta- hverfis við Leirvoginn. Mynd: Skjalasafn Mosfellsbæjar. Ljósmyndin er nær 60 ára gömul. Það eru þau Gerður Lárusdóttir frá Brúarlandi og Þórður Guð- mundsson frá Reykjum sem eru í hlutverkum álfadrottningar og álfakonungs. Heimild: Dagrenningur. MOSFELLINGUR www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is Næsti Mosfellingur kemur út 1. febrúar Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar Gunnarsson, hilmar@mosfellingur.is Ritstjórn: Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is Prentun: Landsprent. Upplag: 4.000 eintök. Dreifing: Pósturinn. Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf. Próförk: Ingibjörg Valsdóttir Tekið er við aðsendum greinum á mosfellingur@mosfellingur.is og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag. Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti. Jón Kalman er Mosfellingur ársins. Við erum að tala um rithöfund á heimsmælikvarða. Jón Kalman hefur búið ásamt fjölskyldu sinni í Mosfells- bæ í rúma tvo áratugi. Hann er vel að þessari nafnbót kominn. Fyrir jólin gaf hann út enn eina bókina sem sló rækilega í gegn. Þá hefur nafn hans verið nefnt í tengslum við Nóbelsverðlaunin. Það kemur ekki óvart enda Kalm- an oft nefndur sem næsti Laxness. Nú er unnið að fjölmiðlaskýrslu sem bæta á rekstur einkarekinna fjölmiðla. Það er falleg hugsun og væri gott ef hægt væri t.d. að sporna við fækkun héraðsfréttablaða á landinu enda reksturinn oft á tíðum erfiður. Næsta sem heyrðist var að um væri að ræða afnám virðisaukaskatts af áskriftum prent-, ljósvaka- og netmiðla. Þar fór það. Áskriftarblöðin geta þá hugsað sér gott til glóðarinnar. Við höfum gefið Mosfelling út í 15 ár. Alltaf hefur blaðinu verið dreift frítt inn um allar lúgur og stendur til að halda því áfram eins lengi sem Guð lofar. Kalman heiðraður Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings www.isfugl.is Fasteignasala Mosfellsbæjar • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • fax 586 8081 • www.fastmos.is • Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali - Frítt, frjálst og óháð bæjarblað2 álfadrottning og -kóngur árið 1960

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.