Mosfellingur - 11.01.2018, Blaðsíða 20

Mosfellingur - 11.01.2018, Blaðsíða 20
Kraftlyftingakona Mosfellsbæjar Arna Ösp Gunnarsdóttir hefur náð ótrúlegum árangri á skömmum tíma og þegar sett tvö met í réttstöðulyftu, 152,5 kg í 63 kg flokki. Einnig er hún Íslandsmeistari í réttstöðulyftu. Hún hefur verið valin í landslið Íslands sem keppir á Reykjavíkurleikunum í janúar 2018, sem er alþjóðlegt mót. Arna er með grunn úr handbolta og hafði átt í vandræðum með meiðsli þegar hún ákvað að taka skrefið inn í kraftasportið með ótrúlegum árangri. Arna er gríðarlega skipulögð og vandvirk í æfingum og það verður ekki langt í að hún fari að minna á sig á alþjóðlegum vettvangi. Arna Ösp Gunnarsdóttir kraftlyftingar Sundkona Aftureldingar Aþena er 17 ára og hefur æft sund með UMFA í 10 ár. Helstu afrek Aþenu á árinu voru að ná lágmörkum inn á Íslandsmeistaramótið í sundi, bæði í 25 m laug í apríl og í 50 m laug í nóvember (ÍM25 og ÍM50). Hún stóð sig mjög vel á mótunum og hafnaði til að mynda í 10. sæti í 50 m baksundi og 12. sæti í 50 m bringu- sundi. Aþena æfir 8 sinnum í viku, þar af 6 sinnum í lauginni og 2 þrekæfingar. Aþena Karaolani sund Frjálsíþróttakona Aftureldingar Erna Sóley byrjaði að æfa frjálsar íþróttir 10 ára. Erna hefur verið í hópi afreksíþróttamanna í nokkur ár. Einnig keppti hún á EM-móti í Þýskalandi og setti Íslandsmet í kúluvarpi, 13,91 m. Í ár hefur Erna verið valin í landsliðs- ferðir á EM fyrir 19 ára og yngri á Ítalíu. Helsti árangur 2017: Unglingalandsmótsmeistari í þremur kastgreinum þ.e. kringla 34,90 m – spjótkast 40,91 m - kúla 15,30 m. (innanhúss) Íslandsmeistari 16-17 ára í kúluvarpi með 15,65m. (utanhúss) Íslandsmeistari 13,70 m. (utanhúss) Íslandsmeistari 16-17 ára í kringlukasti 35,77m Erna Sóley Gunnarsdóttir frjálsíþróttir Íþróttakona Golfklúbbs Mosfellsbæjar Heiða Guðnadóttir er á 29. aldursári og hefur verið meðlimur í GM í áraraðir. Varð klúbbmeistari árið 2017, vann með 10 högga mun og lék frábært golf. Þar að auki keppti hún í fjölmörgum mótum fyrir hönd klúbbsins, en þar má nefna Íslandsmót golfklúbba þar sem Heiða var lykilmaður í liði GM sem endaði í fimmta sæti í fyrstu deild. Heiða er frábær kylfingur og fyrirmynd fyrir alla yngri iðkendur klúbbsins. Hún er afar áhugasöm og virk í vetrar- starfi klúbbsins og hefur unnið nokkur innanfélagsmót. Heiða er jákvæð, dugleg og með íþróttamannslega framkomu og klúbbnum til fyrirmyndar. Heiða Guðnadóttir golf Dansíþróttakona Marta er fædd árið 1999 og æfir af fullum krafti eða að meðaltali 20 tíma á viku. Hún er mikil fyrirmynd fyrir yngri dansara. Markmið hennar er að keppa og æfa meðal þeirra allra bestu í heiminum. Hún er í A–landsliði DSÍ og hefur tekið þátt í öllum mótum hér heima. Hér heima keppti hún alltaf til úrslita og var jafnan á verðlaunapalli. Hún keppti á Evrópu- og heimsmeist- aramóti og auk þess á fjölmörgum opnum mótum erlendis. Hennar besti árangur var á heimsmeistarmóti í 10 dönsum í Rússlandi en þar náði hún 6. sæti, auk þess að vera í 1. og 2. sæti á opnu móti í Boston. Marta Carrasco dansíþróttir Skautaíþróttakona Eva Dögg æfir með Skautafélaginu Birninum. Hún lauk keppnistímabili sínu í Junior-flokki í vor og er nú á sínu fyrsta keppnisári í Senior-flokki tímabilið 2017-2018. Meðaltal af heildarskori Evu Daggar á tímabilinu er nú 81,2 stig. Hún keppti í Junior-flokki á RIG 2017 þar sem hún lenti í 4. sæti með 97,85 stig sem og á Norðurlandamóti 2017 þar sem hún hafnaði í 12. sæti með 87,86 stig. Fyrir utan þátttöku sína á innlendum mótum nú í haust keppti Eva Dögg fyrir hönd Íslands í Senior-flokki á Golden Bear í Zagreb í Króatíu þar sem hún lenti í 13. sæti með 79,85 stig sem og í Volvo Open Cup í Riga í Lettlandi með 84,44 stig sem skilaði henni 14. sæti. Eva Dögg Sæmundsdóttir skautar Skotíþróttakona Bára Einarsdóttir æfir hjá Skotíþrótta- félagi Kópavogs en hefur búið í Mosfellsbæ frá árinu 2003. Bára er Íslands- og bikarmeistari í 50 m liggjandi riffli 22. cal, setti Íslandsmet 9. desember 2017. Íslandsmeistari í 3 fl. í þrístöðu 22. cal riffli ásamt því að hafa sett nokkur Íslandsmet í þessum tveimur greinum (50 m riffli og þrístöðu) í liðakeppni með stöllum sínum á tíma- bilinu. Íslandsmeistari í 1 fl. í loftriffli. Kópavogsmeistari í loftriffli og loft- skammbyssu. Sigurvegari í mótaröðum innan félags í kvennaflokki í loftskamm- byssu, 50 m liggjandi riffli og Silhouette. Skotíþróttakona síðustu þriggja ára hjá í Skotíþróttafélagi Kópavogs Bára Einarsdóttir skotíþróttir Hestaíþróttakona Harðar Aðalheiður hefur verið í hestum alla sína ævi og unnið við tamningar og þjálfun í fjölda ára. Hún hefur alltaf verið í hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ. Árangurinn á árinu var mjög góður, en hún varð Íslandsmeistari í gæðinga- skeiði meistara, fyrst kvenna, og var oft í efstu sætum á hinum ýmsu mótum á árinu í mismunandi greinum, ásamt því að ná gríðarlega góðum árangri með kynbótahross á árinu. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir hestaíþróttir

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.