Mosfellingur - 11.01.2018, Blaðsíða 22

Mosfellingur - 11.01.2018, Blaðsíða 22
 - Þrettándinn22 Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni FaMos auglýsir Heimasíða: www.famos.is - Netfang: famos@famos.is Aðalfundur FaMos 2018 Aðalfundur Félags aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni verður haldinn mánudaginn 19. febrúar klukkan 20:00 í Hlégarði. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Örþorrablót í boði félagsins að loknum aðalfundarstörfum. Geymið auglýsinguna - Stjórnin Þegar rætt er um sjálfsstjórn er gjarnan verið að vísa til þess hvernig fólk stjórn- ar hugsunum sínum, tilfinningum og hegðun við mismunandi aðstæður. Almennt má segja að sjálfsstjórn lýsi hæfni fólks til að breyta, stýra eða halda aftur af viðbrögðum sínum. Sem dæmi má nefna ungling sem (enn) eitt kvöldið fær skilaboð frá vinum um að hittast og gera eitthvað skemmtilegt. Foreldr- arnir minna unglinginn staðfastlega á að hann verði að vera heima að vinna heimanám frekar en að fara út með vinunum. Svona tilvik geta reynt verulega á unglinginn að stjórna tilfinningum sem gjarnan koma fram eins og vonbrigði, leiða, reiði, öfund o.s.frv. Unglingurinn þarf að ná að stjórna tilfinningum sín- um, sætta sig við niðurstöðuna, vinna heimavinnu og forðast að eiga í leiðin- legum samskiptum við foreldra. Ein leið til þess að auðvelda þetta fyrir unglinginn er að aðstoða hann við að setja sér markmið. Markmiðasetning getur verið mikilvægur þáttur til þess að æfa sjálfsstjórn hvort sem það er í námi eða öðru sem hugurinn stefnir að. Ef unglingurinn í dæminu hér væri búinn að setja sér markmið varðandi námið þá væri hann með skýrari mynd af því sem hann stefnir að. Rannsóknir hafa sýnt að skýr markmið í námi, hvort heldur sem þau eru stór eða smá, hjálpa börnum og unglingum að gera sér grein fyrir þeim tíma, vinnu og jafnvel fórnum sem fylgja því að ná þangað sem þau vilja fara. Á þennan hátt verður til hvati sem unglingurinn hefur búið til og er mikils virði fyrir hann sjálfan. Þegar markmiðin eru skýr er auðveldara að ná stjórn með því að minna sig á markmiðin og efla viljann til að standa sig vel. Mikilvægur þáttur í markmiðasetn- ingu í námi barna og unglinga er að hafa foreldra og kennara með í ráðum og ávallt hafa í huga að markmiðin verða að vera raunsæ og klæðskerasniðin að hverjum og einum. Farsælast er að skipta markmiðum niður í nokkur smærri markmið eða skref og nærri í tíma og ALLS EKKI gleyma að verðlauna fyrir sjálfsstjórn og skref í átt að lokamarkmiði. Ert þú búin(n) að hjálpa þínu barni að setja sér markmið í námi?  SigríðurJónaSigurjónsdóttir,  sálfræðinemiviðfræðslu-  ogfrístundasviðMosfellsbæjar. Hlutverk markmiða- setningar í sjálfsstjórn SkólaSkrifStofa moSfellSbæjar Skóla hornið þrettándabrennu svipmyndir frá starfsmenn mosfellsbæjar stóðu vaktina fjölskylduskemmtun á síðasta degi jóla grýla og leppalúði jólasveinarnir kveðja mosfellinga álfadrottning og -kóngur kveikt á síðustu stjörnuljósunum gaman á brennuallskyns kynjaverur M yn di r/ Ra gg iÓ la

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.