Mosfellingur - 29.11.2018, Blaðsíða 47

Mosfellingur - 29.11.2018, Blaðsíða 47
Við hjónin fluttu í Mosfellssveit fyrir 35 árum, keyptum lítið raðhús í Arnartanganum. Ég man fyrstu árin okkar á nýja staðnum og hversu skelkuð ég var oft þegar óveðrin gengu yfir á vet- urna og ég var alltaf að bíða eftir að rúðurnar myndu splundrast þegar þær bylgjuðust út og inn. Þá var lít- ið um hávaxinn gróður og frekar skjóllítið. Við búum ennþá á sama staðnum en í dag er mjög skjólgott hérna og maður finnur varla fyrir óveðrum lengur. Hvað veldur? Jú, í flestum görðum hér í kring eru tré, sum jafnvel há og krónumikil. Austan við Arnartanga er þreföld röð af háum og fal- legum öspum sem tekur allan mátt úr aust- anrokinu sem er aðalóveðursáttin hér. Í Varmárskólanum þar sem ég vann lengi vel var oft erfitt að hafa börnin úti í frímínútunum. Það var nefnilega efnis- náma austan við skólann og í hvassviðri var mikið sandfok yfir svæðið, alveg inn í Holtahverfið. Þá var ekki verandi úti. Í dag er þarna fallegt útivistarsvæði, svonefndur Ævintýragarður sem býður upp á marga möguleika. Bærinn hefur gert mjög gott á sínum tíma að kaupa þetta land og græða upp. Sandfok og skaflamyndun við skólann og í Holtahverfinu heyrir að mestu sögunni til. Það er vitað mál að ræktun á skógi og skjólbeltum hefur veruleg áhrif á nær- veðrið. Og svo tölum við ekki einu sinni hér um alla kolefnisbindingu sem skógræktin skapar. „Græni trefillinn” á höfuðborgar- svæðinu tekur á sig betri og betri mynd. Þar leggja bæjarfélögin sitt af mörkum að græða upp og skapa skjól á stærri skalan- um. Víðar í bæjarlandinu okkar vaxa upp myndarlegir skógar. Skógræktarfélagið okkar hefur mestan heiðurinn af því. En undanfarið hefur bærinn einnig komið að þessu. Það er ekki lengur á færi fámenns hóps áhugamanna að sinna öllu því sem fellur til við umhirðu skógana. Skiptar skoðunar eru um það hvar á að rækta tré og hvaða tegundir. Hávaxin tré eins og ösp og greni eiga ekki allstaðar heima. Ekki í litlum görðum og ekki á stöð- um þar sem við viljum njóta útsýnisins. Ösp og greni eru hins vegar afar gagnleg til skjólmyndunar á opnum svæðum, þau vaxa hratt og þola flest allt. Til að losna við leiðinlega fræullaþekju frá öspunum má passa sig á að nota karlkyns plöntur. Öspin er nefnilega sérbýlistré, sem sagt annað- hvort karl eða kona. Þeir sem vilja ekki há tré í görðunum sínum ættu að huga vel að tegundarvali. Ekkert er ljótara en að sjá tré sem er búið að „kolla“, saga ofan af. Og öspin sem er búið að misþyrma þannig „þakkar fyrir sig“ með því að mynda ótal rótarskot. Þar sem ég á heima er örstutt á göngu- stíg með frábæru útsýni á Esju og Leiru- voginn. Þarna geng ég oft við sólarlag eða stjörnubjartan himin og norðurljós. Á svona stöðum á ekki að planta trjám sem munu skyggja fyrir útsýni. Því miður hafa menn þarna plantað, meira af kappi en forsjá, sitkagreni sem eru núna að ná metrahæð. Eftir nokkur ár munu þau spilla útsýninu. Þá er hætta á að menn taki lögin í sínar hendur og fella eða skemma þessi tré. Nú þegar ber svolítið á því. Metra há tré eru verðmæt og hægt væri að flytja þau annað, á staði þar sem vantar skjól, t.d. við skóla, leikvelli og útikennnslusvæði. Eða allavega leyfa skógræktarfélaginu að taka fallegustu trén og selja sem jólatré og bjarga þar með verðmætum. Það má segja að skógrækt á Íslandi sé að slíta barnskónum. Hún er ennþá ung grein en á sér greinilega mikla framtíð. Fagþekk- ingin er að aukast og aðferðir verða sífellt betri og árangursríkari. Mosfellsbærinn okkar er fallegur og grænn bær með marga möguleika til úti- vistar. Höldum áfram að rækta skóg og bæta landið á þar til heppilegum stöðum með heppilegum tegundum. Úrsúla Jünemann, kennari á eftirlaunum, leiðsögumaður og náttúruvinur. Sitthvað um trjárækt Skólum í Mosfellsbæ fer ört fjölg- andi samhliða íbúafjölgun. Fyrir þessari fjölgun hlýtur að vera ástæða en bæjarfélagið laðar til sín fjölda fólks árlega sem að stórum hluta er barnafólk, en al- mennt er vel haldið utan um skóla bæjarins - það hefur fræðslunefnd verið kynnt á undanförnum vetri þar sem undirrituð er nýr áheyrnarfull- trúi. Við lifum í heimi þar sem tækninni fleygir hraðar fram en mínútunum. Til þess að halda í við þennan hraða heim er mikilvægt að fylgjast sífellt með skóla- haldi ásamt öryggi, aðbúnaði og velferð nemenda, en því hlutverki gegnir skólaráð skólanna samkvæmt reglugerð um skólaráð við grunnskóla. Skólaráð starfar í náinni sam- vinnu við stjórn foreldrafélags en vert er að minnast einnig á mik- ilvægi þess félags því það tryggir meðal annars samvinnu heimili og skóla, þá tvo staði sem barnið eyðir mestum tíma sínum á og mikilvægt er að samhljómur sé þar á milli. Barnið lærir það sem fyrir því er haft, bæði í skólanum og heima fyrir. Það að aðilar í þessum ráðum séu sífellt á tánum tryggir starfsumhverfi starfsfólks og nemenda og styður við foreldra, og með því má auka gæði skólahalds, starfs- og náms- ferla svo um munar. Lilja Kjartansdóttir áheyrnarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar í fræðslunefnd Hraður heimur - Mikilvægi skólaráðs og foreldrafélags Að­send­Ar greinAr Tekið er við aðsendum greinum með tölvupósti á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Grein­um skal fylgja fullt n­afn­ ásamt myn­d af höfun­di. MOSFELLINGUR Aðsen­dar grein­ar - 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.