Mosfellingur - 29.11.2018, Blaðsíða 48
- Aðsendar greinar48
Að birta skoðanir mínar hefur ver-
ið mér fjarlægt til þessa, en lengur
get ég ekki setið hjá. Ég hef starfað
í bænum í rúmt ár og kynnst hluta
fólksins í Aftureldingu, mannvirkj-
um og aðstöðunni að Varmá.
Að þjálfa meistaraflokk karla í
knattspyrnu hefur fært mér mikla
ánægju. Meistaraflokkurinn sam-
anstendur að miklu leyti af uppöldum
leikmönnum. Sumir krakkanna í bænum
þekkja þá með nafni og krakkarnir hrein-
lega elska að geta heilsað strákunum í lið-
inu og vera heilsað til baka með nafni. Yngri
flokkar og meistaraflokkar félagsins mynda
órjúfanlega heild. Meistaraflokkurinn skap-
ar mikilvægar fyrirmyndir í nærumhverfi
barnanna og krakkarnir veita ómetanlega
endurgjöf til leikmannanna. Íþróttalíf er
sameiningartákn og er hluti menningar
hverfa og bæjarfélaga hérlendis.
Nýlega gaf ég mér tíma í að lesa stefnu
bæjarins í íþrótta- og tómstundamálum.
Þar kemur m.a. fram að gildi bæjarins séu:
Virðing, Jákvæðni, Framsækni, Umhyggja.
Ennfremur er þar fullyrt að í Mosfellsbæ sé
frábær aðstaða og framúrskarandi
íþrótta- og tómstundastarfsemi.
Starfsemin er vissulega blómleg á
mörgum sviðum, á því leikur eng-
inn vafi. Aðstaðan er hins vegar því
miður allt annað en frábær.
Eins og sumir bæjarbúar vita þá
lék meistaraflokkur karla í knatt-
spyrnu í 2. deild á síðustu leiktíð
og ferðaðist vítt og breitt um landið. Ég get
því fullyrt kinnroðalaust að mun smærri
bæjarfélög um allt land sinna íþróttastarfi
af meiri virðingu, framsækni og umhyggju
en gert er í Mosfellsbæ. Ef við horfum á
aðstöðuna í bæjarfélögum í kringum okk-
ur t.d. Kaplakrika í Hafnarfirði, Ásgarð í
Garðabæ, Kórinn og Fífuna í Kópavogi þá
kemur samanburðurinn illa út. Ef horft er
til aðstöðunnar á Sauðárkróki, í Grindavík
og á Húsavík, mun smærri bæjarfélög með
mun færri iðkendur, er samanburðurinn
pínlegur.
Íþróttamannvirki að Varmá í eigu Mos-
fellsbæjar eru í slíkri niðurníðslu að leit er
að öðru eins. Keppnisvöllurinn er ónýtur,
grasrótin er að mestu dauð og völlurinn
ónothæfur. Frjálsíþróttabrautin er stór-
skemmd og í mikilli niðurníðslu. Tungu-
bakkasvæðið er orðið að nothæfu beitilandi
fyrir hross en vart nothæft til íþróttaiðkunar
því það er svo óslétt að iðkendum beinlín-
is stafar hætta af. Búningsklefum hefur
ekki verið haldið við í áraraðir og anna
engan veginn þeirri fjölbreyttu og miklu
íþróttastarfsemi sem er í gangi í bænum.
Ungir knattspyrnuiðkendur mega mæta
fullklæddir á æfingar og geta ekki farið í
sturtu að þeim loknum. Búningsaðstaða
meistaraflokks karla og kvenna í knatt-
spyrnu er með því óþrifalegra og sorglegra
sem finnst hérlendis. Búningsklefi meist-
araflokks karla í handknattleik er sennilega
gróðrarstía myglu því fúgunni í sturtuklef-
anum hefur fyrir löngu skolað burt. Rétt er
að halda því til haga að nýlega var skipt um
gervigras á æfingavelli félagsins og að sama
skapi rétt að láta fylgja að það var þá eitt
elsta og versta gervigras landsins.
Mikið er talað um uppbyggingu á fjölnota
íþróttahúsi sem eigi að breyta öllu. Já, það
mun breyta miklu til að börnin geti hrein-
lega stundað knattspyrnu en verði ekki
vísað frá sökum skorts á plássi til æfinga.
En að mínu viti er bygging hússins senni-
lega þremur árum á eftir þörfinni og snertir
ekkert á því hroðalega búningsklefahallæri
sem í gangi er né því að engin félagsaðstaða
er til staðar að Varmá.
Sé stefna bæjarins svo skýr, gildi bæjar-
ins svo háleit og sé vilji bæjarbúa til öflugs
íþróttastarfs svo mikill þá hljóta áleitnar
spurningar að vakna. Af hverju er ástandið
svo slæmt? Af hverju er framsæknin eng-
in? Af hverju er virðing bæjaryfirvalda fyrir
starfinu svo lítil? Af hverju er nauðsynlegu
viðhaldi mannvirkja vísað í nefndir? Og
síðast en ekki síst hvernig getur íþrótta- og
félagsstarfið blómstrað ef hvergi er hægt
að setjast niður á félagssvæðinu og upplifa
okkur í sama liðinu eða hreinlega þrífa sig
eftir æfingar?
Af hverju skiptir þetta allt máli? Í mínum
huga er orsakasamhengið einfalt. Umhverf-
ið mótar sjálfsmynd okkar og sjálfsmyndin
mótar sjálfstraust okkar og sjálfstraustið
hefur afgerandi áhrif á árangurinn.
Þetta eru mínar skoðanir og má ekki
túlka sem skoðanir þeirra sem í forsvari
eru fyrir Aftureldingu.
Arnar Hallsson þjálfari
meistaraflokks karla í knattspyrnu.
Af hverju?
FRÁ KL 11:30 - 14:30
HLÉGARÐUR KYNNIR:
Verð: 4.390kr kr. á mann
Lifandi tónlist
SKÖTUHLAÐBORÐ
Á ÞORLÁKSMESSU
HLÉGARÐUR
Borðapantanir: hlegardur@hlegardur.is
Upplýsingar í síma: 868-1298
Hlaðborð
Kæst og söltuð skata
Tindabikkja (sterk)
Skötustappa
Plokkfiskur
Saltfiskur
Meðlæti
Kartöflur, rófur, hamsatólg, hnoðmör,
rúgbrauð, flatkökur og úrval af síld.
Hlökkum til að sjá þig�
Starfsfólk Hlégarðs
Rakel Pálsdóttir syngur og
Birgir Þórisson er með píanóleik
Kæru Mosfellingar, mig langar að byrja á
því að þakka fyrir það traust sem okkur í
Vinum Mosfellbæjar var veitt í kosningun-
um síðastliðið vor.
Nýlega fór fram fyrsti
fundur í nýrri menning-
ar- og nýsköpunarnefnd
Mosfellsbæjar, þar sem
farið var yfir þau mál
sem efst eru á baugi hjá
nefndinni. Opinn fundur
íbúa í Hlégarði í október
sl., þar sem leitað var
hugmynda að áherslum um menningarmál
var mjög áhugaverður og verður spennandi
að sjá samantekt og helstu niðurstöður þess
fundar þegar sú vinna er tilbúin.
Mikilvægt er að íbúar hafi tækifæri til
að koma skoðunum sínum á framfæri í
öllum aldurshópum. Það er gott að búa í
Mosfellsbæ og mikilvægt að íbúar geti verið
með í skoðanaskiptum í stefnumótun eins
og menningarmálum þar sem það erum jú
við sem búum hér sem munum taka þátt í
og sækja viðburði.
Gróska í menningarmálum er flestum
mikilvæg, því að búa í góðu menningarlegu
samfélagi þroskar okkur, veitir gleði og
minnkar samfélagslega einangrun. Einnig
höfum við mörg tækifæri til nýsköpunar
á sviði menningar- og atvinnumála með
frjóum huga, áhuga og elju.
Óska ykkur öllum gleði og friðsældar á
aðventunni.
Olga J. Stefánsdóttir
áheyrnarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar í
Menningar- og nýsköpunarnefnd
Hugleiðing
um menning-
armálefni
www.motandi.is