Mosfellingur - 29.11.2018, Blaðsíða 16
- Stærsti auglýsinga- og fréttamiðill í Mosfellsbæ16
Í sögulegu samhengi er það nú
ekki svo ýkja langt síðan stórir
hópar Íslendinga fluttust af
landi brott í leit að betra lífi.
Leiðin lá alla leið til Vestur-
heims og í flestum tilfellum var
með öllu ómögulegt að snúa
aftur til gamla landsins. Allir
kannast við sögur um heimþrá
og rómantík og allmargir, ef ekki þjóðin
öll, getur rakið ættir sínar til einhverra
sem settust að vestur í Kanada eftir
miklar hrakningar.
Þetta eru spennandi og athyglis-
verðar frásagnir og þær koma okkur
við. Sammerkt öllu því fólki sem leggur
land undir fót og flyst langar leiðir burt
frá heimkynnum sínum er: leitin að
betra lífi.
Hér í Mosfellsbænum hafa búið Ís-
lendingar og útlendingar hlið við hlið
í sátt og samlyndi um langt skeið. Nú
er svo komið að Mosfellsbær tekur við
nýjum íbúum af erlendum uppruna
nær í hverjum mánuði. Fólkið kemur úr
öllum heimshornum, af mismunandi
uppruna með mismunandi
forsögur en hver og einn
með sömu framtíðar-
löngun, að lífið verði
betra en það var
áður.
Á síðustu mán-
uðum hafa ný
börn byrjað í skólum Mosfells-
bæjar í hverri viku. Börn sem
þurfa ekki eingöngu íslensku-
kennslu heldur einnig faðmlag
til aðlögunar. Lettland, Lithá-
en, Sýrland, Úganda, Gana,
Pólland, Rússland, Afganistan,
Kúrdistan, Slóvakía og fleiri og
fleiri lönd eiga nú sína sendi-
herra á mismunandi aldri í bænum.
Verkefnin sem fylgja þessum nýja
veruleika eru ærin. Börnin fá góða
þjónustu í skólunum. Lítil stúlka frá
Lettlandi með enga enskukunnáttu
þarf aðra þjónustu en piltur frá fjarlægu
landi sem er vel talandi á enska tungu.
Þetta segir sig sjálft, en er sett hér fram
til að varpa ljósi á þá staðreynd að hver
einasti nýr erlendur einstaklingur þarf
kennslu við sitt hæfi.
Á mörgum heimilum heyra börnin
aðeins sitt móðurmál sem þýðir að
íslenskan er bara skólamál. Til þess að
fyrirbyggja árekstra, fordóma og ein-
angrun þurfa allir í þessu samfélagi að
vita, skynja og skilja að markmið hvers
og eins er nákvæmlega það
sama. Það er leitin að
hamingjunni.
ElísabetBrekkan
nýbúakennarivið
Varmárskólaí
Mosfellsbæ
Örlítil hugleiðing
um nýja íbúa frá
fjarlægum slóðum
skóla
hornið
fræðsluskrifstofa mosfellsbæjar
kíkid á okkur á Facebook - roskvinnustofa@gmail.com - s: 6924005
RÖSK
vinnustofa
Sérhæfum okkur í prentun á persónulegum gjöfum
- púdar - veggplattar - ísskápsseglar -
Formiðdagur í kyrrð í Mosfellskirkju
8. desember og 15. desember milli kl 09:00 til kl. 11:00
“Gríptu daginn” - í kyrrð -
Íhugun – kyrrð – útivera
Á kyrrðardeginum förum við í hvarf og tökum okkur hlé frá daglegri önn.
Þögnin og kyrrðin veita tækifæri til íhugunar, að mæta sjálfum sér og Guði, að
sjá líf sitt í nýju ljósi, vinda ofan af og láta uppbyggjast og endurnærast á sál og
líkama. Að ganga út út myrkrinu og inn í birtu dagsins.
Umsjón hafa: Sr. Ragnheiður Jónsdóttir og sr. Arndís Linn
Skráning í síma 566 7113 eða í gegnum netfangið:
lagafellskirkja@lagafellskirkja.is
Formiðdagur
í kyrrð
í Mosfellskirkju
8. desember
og 15. desember
milli kl. 09:00
til kl. 11:00
„Gríptu daginn“ - í kyrrð
íhugun
kyrrð
útivera