Mosfellingur - 29.11.2018, Blaðsíða 22

Mosfellingur - 29.11.2018, Blaðsíða 22
 - Bókajól 201822 Gott að komast í ró og næði á Bókasafninu Nafn: Lára Margrét Arnarsdóttir. Aldur: 20 ára. Staða: Stuðningsfulltrúi. Hvað er það besta við Bókasafnið? Held það sé bara róin og næðið sem maður fær þar. Lestu mikið? Jájá, eða reyni það allavega þegar ég hef tíma. Uppáhaldsrithöfundur? Einn af mínum uppáhalds- höfundum er Dan Brown. Uppáhaldsbók? Mér fannst bókin Með lífið að veði eftir Yenomi Park mjög góð, annars er Uppruninn eftir Dan Brown líka ofarlega á lista hjá mér. Uppáhaldspersóna í bók? Robert Langdon. Hvað bækur langar þig að lesa sem koma út nú fyrir jólin? Mér finnst Stúlkan hjá brúnni eftir Arnald Indriða- son lúkka frekar spennandi. Mosfellingar deila með okkur áhugverðum bókum• Anna Ólöf kannaði stemmninguna á Bókasafni Mosfellsbæjar Margar spennandi bækur í boði Finnst skemmtilegt að lesa góða ævisögu Nafn: Sigurður Hansson. Aldur: 47 ára. Staða: Framkvæmdastjóri. Hvað er það besta við Bókasafnið? Nota það allt- of sjaldan upp á síðkastið en það besta við það er að ég er velkomin þangað næst þegar ég fer. Lestu mikið? Alltof lítið en ég tek tarnir. Sérstaklega þegar ég fer í frí. Uppáhaldsrithöfundur? Einar Kárason. Uppáhaldsbók? Sjálfstætt fólk en ég er líka mjög hrifin af bókum sem fjalla um raunverulega atburði. Ég sækist í að lesa góðar ævisögur og ein sú besta sem ég hef lesið í þeim geira er ævisaga Sonju Zorilla. Uppáhaldspersóna í bók? Baddi í Djöflaeyjunni. Hvað bækur langar þig að lesa sem koma út nú fyrir jólin? Listamannalaun eftir Ólaf Gunnarsson, Krýsuvík eftir Stefán Mána, Hornauga eftir Ásdísi Höllu og fleiri. Alltaf vel tekið á móti manni á Bókasafninu Nafn: Sigrún Axelsdóttir. Aldur: Fædd 1947, er 71 árs. Staða: Eldri borgari. Hvað er það besta við Bókasafnið? Það er gott að koma í Bókasafnið og fínt og hjálpsamt starfsfólkið þar. Lestu mikið? Ég myndi segja að ég lesi mikið, bæði íslenskar og enskar bækur. Uppáhaldsrithöfundur? Það eru nokkrir en Auður Ava Ólafsdóttir, Jill Mansell og Alexander McCall Smith eru ofarlega á vinsældar- listanum. Uppáhaldspersóna í bók? Það mun vera Ísabella Dalhousie í The Sunday Philosophy Club. Hvað bækur langar þig að lesa sem koma út nú fyrir jólin? Það eru þó nokkrar sem mig langar að lesa eins og Ungfrú Ísland eftir Auði Övu og Stúlkan hjá brúnni eftir Arnald Indriðason. Jólablað Mosfellings kemur út: Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudaginn 17. desember - mosfellingur@mosfellingur.is 20. desember Frábærar uppákomur fyrir börnin á safninu Nafn: Birna Kristín Jónsdóttir. Aldur: 47 ára. Staða: Formaður Aftureldingar. Hvað er það besta við Bóka- safnið? Yndislegt starfsfólk sem tekur einstaklega vel á móti manni svo ég tali ekki um móttökurnar sem börnin fá. Svo eru þau svo dugleg að vera með uppákomur fyrir börnin. Dóttir mín 9 ára elskar að fara á bókasafnið. Lestu mikið? Já, ég les töluvert mikið, ég les til að mynda alltaf fyrir svefninn sem er frábær leið til að loka deginum og þá verður góður krimmi oft fyrir valinu. Uppáhaldsrithöfundur? Það væri löng upptalning og eiginlega ómögulegt að gera upp á milli. Uppáhaldsbók? Kristnihald undir jökli er efst á náttborð- inu núna og hún eldist vel þó að hún hafi komið út fyrir 50 árum. Uppáhaldspersóna í bók? Karitas var lengi uppáhalds en hún hreyfði vel við mér, svo finnst mér ég þekkja Harry Hole ansi vel. Hvað bækur langar þig að lesa sem koma út nú fyrir jólin? Æskuvinkona mín hún Benný Sif er að gefa út spennandi bók fyrir jólin, „Gríma“, en hún gerist í sjávar- plássi eins og við erum uppaldar í – ég er mjög spennt fyrir henni ásamt mörgum öðrum. Verð alveg heltekin við lestur góðra bóka Nafn: Hildur Pétursdóttir. Aldur: 42 ára. Staða: Enskukennari í Lágafellsskóla. Hvað er það besta við Bókasafnið? Bókasafnið er frábært, notalegt umhverfi og frábært fólk. Lestu mikið? Langar alltaf að lesa meira en ég geri en þegar ég er að lesa þá verð ég heltekin og á erfitt með að hætta. Þess vegna verður alltaf að vera pása á milli svo ég geti gert eitthvað annað. Uppáhaldsrithöfundur? Ég er ekki hliðholl neinum sérstökum rithöfundi en rithöfundar sem hafa rannsakað staðreyndir í kringum skáldskapinn sinn heilla mig. Uppáhaldsbók? Engin ein uppáhaldsbók en þær bækur sem heilla mig eru bækur sem gerast á framandi stöðum og kenna mér eitthvað nýtt um mannlíf og menningu á meðan ég les skáldskapinn. Uppáhaldspersóna í bók? Á enga uppáhalds sögupers- ónu, ætli það sé ekki bara sú persóna sem ég les um hverju sinni. Hvað bækur langar þig að lesa sem koma út nú fyrir jólin? Mig langar að lesa bók Ásdísar Höllu, Hornauga, og bók Auðar Övu, Ungfrú Ísland. Bjartur í Sumarhúsum í miklu uppáhaldi Nafn: Bjarki Bjarnason. Aldur: 66 ára. Staða: Rithöfundur og forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar. Hvað er það besta við Bókasafnið? Mér finnst allt gott við Bókasafnið. Lestu mikið? Já, ég nærist á bókum. Uppáhaldsrithöfundur? Steinar Sigurjónsson. Hann sendi frá sér sínar fyrstu bækur á 6. áratugnum. Þar sló hann nýjan tón og var einstaklega frumlegt utangarðsskáld. Uppáhaldsbók? Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness. Maður kemst aldrei langt frá Bjarti í Sumarhúsum. Uppáhaldspersóna í bók? Það er Jesús frá Nasaret eins og hann birtist í Nýja testa- mentinu. Þessi skoðun mín tengist ekki trú en tungutakið og líkingamálið sem Jesús notar, til dæmis í dæmisög- unum, er einstakt, myndrænt og snjallt og þar við bætast örlög hans sem láta fáa ósnortna. Hvað bækur langar þig að lesa sem koma út nú fyrir jólin? Haustaugu splunkuný ljóðabók eftir Hannes Pétursson. Skúli fógeti – faðir Reykjavíkur eftir Þórunni Valdimarsdóttur. Víti eftir Dante í þýðingu Einars Thoroddsens. 111, ljósmyndabók eftir Spessa. Fornar ferðaleiðir í Vestur-Skaftafellssýslu um aldamótin 1900 eftir Veru Roth.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.