Mosfellingur - 29.11.2018, Blaðsíða 2

Mosfellingur - 29.11.2018, Blaðsíða 2
Í þá gömlu góðu... héðan og þaðan MOSFELLINGUR www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is Næsti Mosfellingur kemur út 20. desember Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar Gunnarsson, hilmar@mosfellingur.is Ritstjórn: Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is Prentun: Landsprent. Upplag: 4.500 eintök. Dreifing: Pósturinn. Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf. Próförk: Einar Lövdahl Tekið er við aðsendum greinum á mosfellingur@mosfellingur.is og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag. Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti. Í dag mætum við til leiks með stútfullt blað í upphafi aðventu. Kveikt verður á jólatrénu um helgina og jólaskógurinn í Hamrahlíð opnar 9. desember ásamt ótal uppákomum um allan bæ á næstunni. Alltaf ætlar maður að vera skipulagður og klára jólagjafirnar í tæka tíð og njóta aðvent- unnar áður en allt fer í stress. Eitt árið mun það takast. Forsíðuna hjá okkur prýða fjórir flottir rapparar úr félagsmiðstöð- inni Bólinu. Það er gaman að sjá ungt tónlistarfólk á uppleið og þeir segja einmitt að nýja hljómsveitaraðstaðan á neðri hæðinni hafi hjálpað mikið til við undirbúninginn. Mosfellingurinn að þessu sinni er ofurhetjan Júlía Rut sem glímt hefur við erfið veikindi. Hún er aðeins fjögurra ára gömul og greind- ist með bráðahvítblæði í fyrra. Það er mikið lagt í lítinn kropp. Einlægt viðtal við fjölskylduna er að finna í opnu blaðsins og sendum við hlýjar kveðjur með von um góðan bata. Líða fer að jólum Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings www.isfugl.is Umsjón: Birgir D. Sveinsson (birgird@simnet.is) KIRKJUKÓR LÁgaFELLSSÓKnaR Kirkjukór Lágafellssóknar hefur um þessar mundir starfað í 70 ár. Hlutverk hans er að sjá um söng við messur og kirkjulegar athafnir en kórinn tekur einnig þátt í fjölbreyttu tónlistarlífi í Mosfellsbæ. Fjölmarga mætti nefna sem komið hafa að starfi kórsins og yrði það of löng upptalning. Mig langar þó að nefna organistann Hjalta Þórðarson frá Æsustöðum, sem í 45 ár leiddi kórstarfið með miklum ágætum. Og sem tryggð við kórsönginn má nefna feðgana Hreiðar Gottskálksson og Sigurð Hreiðar. Þeir hafa til sam- ans starfað nær óslitið með kórnum allan hans starfstíma eða í 70 ár. - Frítt, frjálst og óháð bæjarblað2 Fasteignasala Mosfellsbæjar • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • fax 586 8081 • www.fastmos.is • Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali Kirkjukór Lágafellssóknar 1959. Fremsta röð frá vinstri: Margrét Sigurðardóttir, Gili, Ólöf Helgadóttir, Bjargastöðum, Hjalti Þórðarson, organisti og kórstjóri, Æsustöðum, Halla Aðalsteinsdóttir, Hlíð, Þuríður Hjaltadóttir, Æsustöðum. Miðröð : Sigríður Birna Ólafsdóttir, Hamrafelli, Guðrún Magnúsdóttir, Mörk, Jón M. Guðmundsson, Reykjum, Þórður Guðmundsson, Reykjum, Klara Bergþórsdóttir, Hlégarði, Jóhanna M. Jónsdóttir, Hömrum. Aftast : Ólafur Jóhannesson, Lyngási, Hreiðar Gottskálksson, Hulduhólum, Viggó Valdimarsson, Hlégarði, Sveinn Guðmundsson, Bjargi, Ólafur Helgason, Hamrafelli, Erlendur Kristinsson, Hömrum, Benedikt Sveinbjörnsson, Bjargastöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.