Mosfellingur - 29.11.2018, Síða 2

Mosfellingur - 29.11.2018, Síða 2
Í þá gömlu góðu... héðan og þaðan MOSFELLINGUR www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is Næsti Mosfellingur kemur út 20. desember Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar Gunnarsson, hilmar@mosfellingur.is Ritstjórn: Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is Prentun: Landsprent. Upplag: 4.500 eintök. Dreifing: Pósturinn. Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf. Próförk: Einar Lövdahl Tekið er við aðsendum greinum á mosfellingur@mosfellingur.is og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag. Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti. Í dag mætum við til leiks með stútfullt blað í upphafi aðventu. Kveikt verður á jólatrénu um helgina og jólaskógurinn í Hamrahlíð opnar 9. desember ásamt ótal uppákomum um allan bæ á næstunni. Alltaf ætlar maður að vera skipulagður og klára jólagjafirnar í tæka tíð og njóta aðvent- unnar áður en allt fer í stress. Eitt árið mun það takast. Forsíðuna hjá okkur prýða fjórir flottir rapparar úr félagsmiðstöð- inni Bólinu. Það er gaman að sjá ungt tónlistarfólk á uppleið og þeir segja einmitt að nýja hljómsveitaraðstaðan á neðri hæðinni hafi hjálpað mikið til við undirbúninginn. Mosfellingurinn að þessu sinni er ofurhetjan Júlía Rut sem glímt hefur við erfið veikindi. Hún er aðeins fjögurra ára gömul og greind- ist með bráðahvítblæði í fyrra. Það er mikið lagt í lítinn kropp. Einlægt viðtal við fjölskylduna er að finna í opnu blaðsins og sendum við hlýjar kveðjur með von um góðan bata. Líða fer að jólum Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings www.isfugl.is Umsjón: Birgir D. Sveinsson (birgird@simnet.is) KIRKJUKÓR LÁgaFELLSSÓKnaR Kirkjukór Lágafellssóknar hefur um þessar mundir starfað í 70 ár. Hlutverk hans er að sjá um söng við messur og kirkjulegar athafnir en kórinn tekur einnig þátt í fjölbreyttu tónlistarlífi í Mosfellsbæ. Fjölmarga mætti nefna sem komið hafa að starfi kórsins og yrði það of löng upptalning. Mig langar þó að nefna organistann Hjalta Þórðarson frá Æsustöðum, sem í 45 ár leiddi kórstarfið með miklum ágætum. Og sem tryggð við kórsönginn má nefna feðgana Hreiðar Gottskálksson og Sigurð Hreiðar. Þeir hafa til sam- ans starfað nær óslitið með kórnum allan hans starfstíma eða í 70 ár. - Frítt, frjálst og óháð bæjarblað2 Fasteignasala Mosfellsbæjar • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • fax 586 8081 • www.fastmos.is • Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali Kirkjukór Lágafellssóknar 1959. Fremsta röð frá vinstri: Margrét Sigurðardóttir, Gili, Ólöf Helgadóttir, Bjargastöðum, Hjalti Þórðarson, organisti og kórstjóri, Æsustöðum, Halla Aðalsteinsdóttir, Hlíð, Þuríður Hjaltadóttir, Æsustöðum. Miðröð : Sigríður Birna Ólafsdóttir, Hamrafelli, Guðrún Magnúsdóttir, Mörk, Jón M. Guðmundsson, Reykjum, Þórður Guðmundsson, Reykjum, Klara Bergþórsdóttir, Hlégarði, Jóhanna M. Jónsdóttir, Hömrum. Aftast : Ólafur Jóhannesson, Lyngási, Hreiðar Gottskálksson, Hulduhólum, Viggó Valdimarsson, Hlégarði, Sveinn Guðmundsson, Bjargi, Ólafur Helgason, Hamrafelli, Erlendur Kristinsson, Hömrum, Benedikt Sveinbjörnsson, Bjargastöðum.

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.