Mosfellingur - 22.02.2018, Blaðsíða 4
www.lagafellskirkja.is
kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna
sunnudagurinn 25. febrúar
Guðsþjónusta í Mosfellskirkju kl. 11:00
Sr. Arndís Linn
sunnudagurinn 4. mars
Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar
Kvöldguðsþjónusta kl. 20:00
í Lágafellskirkju
Sr. Arndís Línn og Guðjón Andri
Rabbevåg Reynisson, æskulýðsfulltrúi
leiða stundina.
sunnudagurinn 11. mars
Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00
Sr. Kristín Pálsdóttir
sunnudagaskólinn
er á sunnudögum kl. 13:00
ttt starf fyrir tíu til tólf ára er í safnaðar-
heimilinu á miðvikudögum kl. 17:00.
sOund æskulýðsstarf fyrir ungmenni
í 8. til 10. bekk er í safnaðarheimilinu á
fimmtudagskvöldum kl. 20:00
- Bæjarblaðið í Mosfellsbæ64
Plast má fara í gráu
tunnurnar 1. mars
Íbúar Mosfellsbæjar geta frá og með
1. mars sett allt plast saman í lokuð-
um plastpoka beint í gráu sorptunn-
una. Plastpokarnir verða flokkaðir
sérstaklega frá öðru rusli og þeim
komið til endurvinnslu. Plastflokk-
un í plastpoka er samstarfsverkefni
Sorpu og fjögurra sveitarfélaga,
Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mos-
fellsbæjar og Seltjarnarness. Gæta
skal þess að halda plastinu frá öðru
sorpi í lokuðum pokum þannig að
tæki Sorpu geti flokkað plastið frá
skilvirknislega. Nýi tækjabúnaður-
inn mun meta eðlisþyngd plastsins
og blæs pokum með flokkuðu
plasti frá öðrum úrgangi. Ekki mun
þurfa neina sérstaka poka undir
plastið heldur bara hefðbundna
plastpoka. Þannig geta íbúar notað
innkaupapoka og aðra plastpoka
sem falla til á heimilum. Markmiðið
er að draga úr urðun plasts og nýta
betur hráefni í plastinu.
Kynntu þér flokkunarvefinn á flokkid.sorpa.is sorpa.is/plastipoka
Frá og með 1. mars geta íbúar Mosfellsbæjar sett
allt plast saman í lokuðum plastpoka í sorptunnuna.
Plastpokarnir verða flokkaðir vélrænt frá öðru rusli og
þeim komið til endurvinnslu.
Engar afsakanir og ekkert vesen —
annars fær umhverfið að kenna á því.
ENGAR AFSAKANIR
– ALLT PLAST Í POKA
Stofnaður hefur verið Samfélagssjóður
Kaupfélags Kjalarnesþings. Sjóðnum er
ætlað að úthluta fjármunum til almenn-
ingsheilla á fyrrum félagssvæði Kaupfélags-
ins og er stofnfé sjóðsins 50 milljónir.
Kaupfélag Kjalarnesþings var stofnað
um miðja síðustu öld og starfaði fyrstu árin
að Fitjakoti á Kjalarnesi en lengst af eða frá
1956 í Mosfellssveit.
Kaupfélagið sjálft hætti verslunarrekstri
um 1997 og leigði verslunarhúsnæði sitt út
eftir það m.a. til Krónunnar og fleiri aðila.
50 milljónir í stofnfé sjóðsins
Á aðalfundi Kaupfélagsins í júlí 2016 var
tekin ákvörðun um að leggja félagið niður
og var sú ákvörðun staðfest á félagsfundi í
ágúst 2016. Kjörin var slitastjórn sem fékk
það verkefni að annast um slit félagsins,
sölu eigna þess og uppgjör við lánadrottna
og skyldi það fé sem afgangs yrði lagt í sjóð
og fénu ráðstafað til almenningsheilla á
fyrrum félagssvæði kaupfélagsins. Þetta
kemur fram í tilkynningu frá Samfélags-
sjóði KKÞ.
Skilanefnd KKÞ boðaði síðan til félags-
fundar 27. desember 2017. Á fundinum var
m.a. samþykkt stofnun sjálfseignarstofnun-
ar sem ber heitið Samfélagssjóður KKÞ og
var stofnfé sjóðsins ákveðið kr. 50 milljónir.
Vonir standa til að þegar skilanefnd hefur
lokið störfum muni koma viðbótarstofnfé
til sjóðsins.
Fimm manna stjórn skipuð um sjóðinn
Félagsfundur kaus eftirtalda sem aðal-
og varamenn í stjórn sjóðsins: Birgi D.
Sveinsson, Stefán Ómar Jónsson og Stein-
dór Hálfdánarson sem aðalmenn og Sigríði
Halldórsdóttur og Svanlaugu Aðalsteins-
dóttur sem varamenn.
Nýkjörin stjórn Samfélagssjóðs KKÞ
hefur haldið sinn fyrsta fund þar sem hún
m.a. skipti með sér verkum þannig að
formaður er Stefán Ómar, ritari er Birgir
og meðstjórnandi er Steindór. Stjórnin
samþykkt á þessum fyrsta fundi sínum að
ávallt skyldi boða bæði aðal- og varamenn
á stórnarfundi.
Úthlutanir fari fram næstu 2-3 ár
Verkefni stjórnar er að úthluta fjármun-
um samfélagssjóðsins til æskulýðs- og
menningarmála, góðgerðar- og líknarmála
og annarrar starfsemi til almenningsheilla
á fyrrum félagssvæði Kaupfélags Kjalarnes-
þings sem nær yfir Mosfellsbæ, Kjalarnes
og Kjósarhrepp.
Gert er ráð fyrir að verkefnið taki eftir at-
vikum 2-3 ár. Þegar úthlutun úr Samfélags-
sjóði KKÞ verður lokið verður sjálfseignar-
stofnunin lögð niður í samræmi við lög nr.
19/1988 um sjóði sem starfa samkvæmt
staðfestri skipulagsskrá. Á næstu misserum
verður auglýst um fyrstu úthlutun og þá
kynnt nánar um fyrirkomulag umsókna.
Kaupfélagið lagt niður • 50 milljónir í samfélagssjóð • Til almenningsheilla í heimabyggð
samfélagssjóður kaupfélags
kjalarnesþings stofnaður
Nánari upplýsingar er hægt að finna
á heimsíðu sjóðsins www.kaupo.is
stjórn sjóðsins: steindór, svanlaug,
stefán ómar, sigríður og Birgir
Kaupfélagið í
fullum reKstri í
háholti árið 1975
Það skiptir máli að
hafa skýra yfirsýn
yfir tryggingarnar.
Á Mínum síðum finnur
þú allar upplýsingar um
þínar tryggingar.
440 2000
Gerum tryggingar betri
sjova.is
hér hóf Kaupfélagið reKstur
árið 1954, nú er hér hlín Blómahús
gamla Kaupfélagssjoppan
Fermingar
í mosfellsprestakalli
hefjast sunnudaginn
18. mars næstkomandi.
Allar nánari upplýsingar um fermingar og
annað safnaðarstarf er að finna á heima-
síðu kirkjunnar www.lagafellskirkja.is
Hugmyndasamkeppni
um aðkomutákn
Mosfellsbær í samvinnu við
Hönnunarmiðstöð Íslands efnir
til samkeppni um hönnun á nýju
aðkomutákni til að marka þær þrjár
aðkomur sem eru að Mosfellsbæ.
Aðkomutákninu er ætlað að vekja
athygli á Mosfellsbæ og marka það
svæði sem honum tilheyrir.
Í ágúst sl. voru 30 ár liðin frá því að
Mosfellsbær fékk kaupstaðarréttindi
og af því tilefni var ákveðið að efna
til þessarar hönnunarsamkeppni
með það að markmiði að vígja
aðkomutáknið í ágúst 2018.
Miðað er við það að unnið verði
með vinningshafa að frekari
hönnun og útfærslu tillögunnar
og þema táknsins geti nýst á
marvíslegan hátt eins og við gerð
listmuna, bréfsefnis, vefsíðu o.s.frv.
Samkeppnin fer fram samkvæmt
samkeppnislýsingu, fylgigögnum
og samkeppnisreglum Hönnun-
armiðstöðvar Íslands og nánari
upplýsingar er að finna á slóðinni
mos.is/honnunarsamkeppni.