Mosfellingur - 22.02.2018, Blaðsíða 24

Mosfellingur - 22.02.2018, Blaðsíða 24
Í byrjun árs var Halldóra Björnsdóttir íþróttafræðingur sæmd riddarakrossi við hátíðlega athöfn á Bessastöðum fyrir framlag sitt til heilsuverndar og lýðheilsu. Hún hefur sinnt margvíslegu fræðslustarfi í gegnum tíðina, flutt erindi víða og talað máli beinverndar í fjölmiðl- um. Áhugamál hennar tengjast íþróttum og heilsu í víðasta skilningi. Hún æfði júdó og fimleika þar til skíðabakterían greip hana heljartökum en hún hefur kennt á skíði bæði hér heima og erlendis. Hjól- reiðar eru nýjasta áhugamál Halldóru en hún hjólar til og frá vinnu eins oft og veður leyfir. Halldóra er fædd í Reykjavík 12. apríl 1961. Foreldrar hennar eru þau Sigríður Jóna Kjartansdóttir fv. skrifstofustjóri og Björn Blöndal Kristmundsson fv. verslunarmaður. Halldóra á tvö systkini, Kjartan Halldór og Kristínu, en Kjartan lést árið 1974. Fékk að leika sér í áhaldageymslunni „Ég er alin upp í Sæviðarsundinu og á góðar minningar þaðan. Mamma æfði handbolta þangað til ég varð 8 ára og ég fór oft með henni á æfingar. Ég fékk að leika mér í áhaldageymslunni innan um bogahesta, kistur og alls kyns leikfimisdót. Ég held að grunnurinn að íþróttafræðunum sem ég lærði síðar og varð minn starfsvett- vangur hafi orðið til þarna. Ég sótti í að vera mest á hreyfingu á æskuárunum og hef verið fremur hreyfan- leg síðan,“ segir Halldóra og brosir. Skíðabakterían greip mig heljartökum Halldóra æfði júdó frá 6-9 ára aldurs og var á þeim tíma sú yngsta sem tekið hafði beltapróf. „Þegar ég var farin að hafa meiri áhuga á að sníkja mér lakkrís í lakkrís- gerðinni sem var í sama húsi og júdóæfingarnar þá létu foreldrar mínir mig hætta og ég skipti yfir í fimleika. Fimleikana stundaði ég af miklum áhuga í tvö ár eða þar til skíðabakterían greip mig heljartökum og ég æfði og keppti á skíðum í rúman áratug.“ Kvennaskólaárin voru dásamleg Ég hóf skólagönguna í Ísaksskóla og þaðan lá leiðin í Langholtsskóla. Ég átti gott með að læra og var bara ánægð með alla kennarana mína. Að loknu barnaskóla- prófi fór ég 13 ára gömul í Kvennaskólann í Reykjavík og lauk þaðan gagnfræðaskóla- námi. Kvennaskólaárin voru dásamleg, en í skólanum kynntist ég skemmtilegum stelpum og ein þeirra er ein af mínum bestu vinkonum í dag.“ Ógleymanlegt í Kerlingarfjöllum „Eftir útskrift úr gagnfræðaskóla fór ég í Verzlunarskólann og útskrifaðist þaðan 1981. Ég æfði á skíðum öll skólaárin sem náði þó ekki að svala minni skíðafíkn því ég hélt áfram á sumrin og vann þá sem skíðakennari í Kerlingarfjöll- um. Þar átti ég ógleymanlegar stundir með yndislegu og skemmtilegu samstarfsfólki. Ég ákvað að fara til Austurríkis, læra þýsku og taka skíðakennarapróf. Ég kenndi á skíði heilan vetur í austurrísku Ölpunum og hafði sett stefnuna á nám við Íþrótta- háskólann í Köln. Áform mín breyttust og fyrr en varði var ég komin hinum megin við Atlantshafið, langleiðina að Kyrrahafinu.“ Í stórbrotnu landslagi Klettafjallana „Vinkona mín úr Verzló hvatti mig til þess að fylgja sér eftir til Edmonton í Albertafylki í Kanada og þangað fór ég haustið 1982 til þess að læra íþróttafræði. Námsárin urðu fjögur en ég útskrifaðist þaðan sem íþrótta- fræðingur með áherslu á íþróttir fatlaðra og líkamsþjálfun. Ég æfði og keppti með skíðaliði skólans og fékk tækifæri til þess að skíða í stórbrotnu landslagi Klettafjallanna.“ Í Edmonton kynntist Hall- dóra samlanda sínum, Birgi Þór Baldvinssyni, sem sótt hafði þangað í framhaldsnám. Hann varð síðar eiginmaður hennar en hann starfar sem kennari við Klettaskóla. Þau eiga fjögur börn, Kjartan Þór fæddan 1987, Sigríði Þóru fædda 1991, Halldóru Þóru fædda 1993 og Kristínu Þóru fædda 1998. Barnabörnin eru þrjú, Áslaug Ýr, Elías Kári og Una Rán. Frábær tími á Reykjalundi „Á háskólaárunum vann ég á sumrin í heilsusporti á Reykjalundi sem var frábær tími. Það var ekki slæmt að fara á hestbak, sigla á Hafravatni, fara í sund og skemmta sér allan daginn. Eftir að ég kom heim frá Kanada þá fór ég í Háskólann til að ná mér í kennsluréttindi til að geta kennt í grunn- og framhalds- skóla. Ég kenndi leikfimi í Stúdíói Jónínu og Ágústu í nokkur ár og einnig í Heilsurækt Seltjarnarness. Eins kenndi ég á mínu sér- sviði íþróttir fatlaðra í Öskjuhlíðarskóla.” Hjá Ríkisútvarpinu í 30 ár Árið 1987 tók Halldóra við morgunleik- fiminni hjá Ríkisútvarpinu og hefur haft umsjón með henni síðan eða í rúm 30 ár. Morgunleikfimin hefur nú verið á dagsskrá Ríkisútvarpsins í 61 ár en það var Valdimar Örnólfsson sem byrjaði með hana. „Mér þykir afar vænt um morgunleik- fimina og gleðst alltaf innilega þegar fólk hefur samband við mig og segist hafa verið samferða mér á þeim vettvangi.“ Fræðslustarf hjá Beinvernd „Árið 2000 tók ég að mér framkvæmda- stjórn hjá Beinvernd sem er félag áhuga- fólks um beinþynningu og afleiðingar hennar en þar starfa ég í hálfu starfi. Hjá félaginu hef ég sinnt margvíslegu fræðslu- starfi, flutt erindi víða í félögum og stofn- unum og talað máli beinverndar. Ég tel mig hafa verið óþreytandi í því að upplýsa fólk um mikilvægi þess að hreyfa sig fyrir beinin og gæta þess að fá nóg af kalki og D-vítamíni.“ Tók virkan þátt í starfi Aftureldingar Halldóra fór í jógakennaranám og kenndi m.a. eldri borgurum jóga á Hlaðhömrum í nokkur ár. Enn leitaði hún sér aukinnar menntunar við Háskóla Íslands, þaðan sem hún útskrifaðist með MA gráðu í menntun- arfræðum árið 2005. Þaðan lá leið hennar á Rannsóknarstofu í öldrunarfræðum þar sem hún starfaði á árunum 2005-2008 sam- hliða starfi sínu hjá Beinvernd. Frá árinu 2008 hefur hún kennt íþróttir við Fjölbraut- arskólann í Breiðholti. „Áhugamál mín tengjast íþróttum og heilsu í víðasta skilningi. Ég tel að hreyfing, hugleiðsla og góð næring sé lykillinn að heilbrigði og hamingju. Ég hef tekið virkan þátt í starfi Aftureldingar, var m.a. í stjórn barna- og unglingaráðs knattspyrnudeild- arinnar til margra ára og starfaði mikið með meistaraflokki kvenna.“ Heilsan það dýrmætasta sem við eigum Í byrjun árs var Halldóra sæmd riddara- krossi við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. „Fálkaorðan kom mér verulega á óvart en gladdi mig vissulega. Hún var veitt fyrir störf í þágu heilsuverndar og lýðheilsu og finnst mér afar ánægjulegt að þau málefni skulu vekja slíka athygli enda er heilsan það dýrmætasta sem við eigum.” - Mosfellingurinn Halldóra Björnsdóttir24 Fjölskyldan. Kristín Þóra, Birgir Þór, Halldóra, Sigríður Þóra, Halldóra Þóra. Í aftari röð eru tengdasynirnir Óli Hörður og Jón Kristinn. Myndir: Ruth Örnólfsdóttir og úr einkasafni. HIN HLIÐIN Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að hjóla og eiga í samskiptum við skemmtilegt fólk. Besta heilsuráðið? Að draga djúpt inn andann og anda hægt og rólega frá. Síðan er alltaf gott að hreyfa sig. Hverju myndir þú breyta á Íslandi ef þú ættir þess kost? Auka réttlæti og sanngirni. Fallegasti staður í Mosfellsbæ? Þeir eru margir, ætli umhverfið í kringum Reykjalund sé ekki hvað fallegast og svo náttúrulega Leirvogurinn á flóði í logni og sól á sumarkveldi. Hvað er neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Að mæta í fimmtugsafmæli vinkonu minnar viku of snemma. Uppáhaldsilmvatnið? Chanel Allure. Draumabílinn? Ég er meira fyrir að ferðast um hjólandi en á bíl en ef ég þarf að velja þá er það Mercedes Benz G class jeppi eða Land Rover. Hvað er fegurð? Fegurð er í senn upplifun og skynjun á sannleikanum og hún býr í okkur sjálfum. Mér þykir afar vænt um morgunleikfimina og gleðst alltaf þegar fólk hefur samband við mig og segist hafa verið samferða mér á þeim vettvangi. MOSFELLINGURINN Eftir Ruth Örnólfsdóttur ruth@mosfellingur.is Sækir í að vera sem mest á hreyfingu Halldóra Björnsdóttir íþróttafræðingur telur að hreyfing, hugleiðsla og góð næring sé lykillinn að heilbrigði og hamingju 13 ára á skíðum morgunleikfimin kjartan þór ásamt unu rán og elíasi kára Pub Quiz Fimmtudaginn 1. mars á Hvíta riddaranum Óvinirnir Heiðar Númi og Þorgeir Leó verða með "Allt milli himins og jarðar" Pub Quiz á Hvíta Riddaranum fimmtudaginn 1.mars. Almennar spurningar um allt og ekkert og því geta allir tekið þátt! Það kostar 500 kr. á lið að vera með, tveir til þrír saman í liði. Glæsilegir vinningar fyrir þrjú efstu sætin 2 fyrir 1 af Carlsberg allt kvöldið! Laugardagskvöldið 3. mars mætir Basic House Effect Spilar frá 23:00 til lokunar RÉTTUR DAGSINS alla mánudaga til fimmtudaga. Okkar sívinsæla HÁDEGISHLAÐBORÐ alla föstudaga. MÁNUDAGUR 26. FEBRÚAR Sænskar kötbollur með kartöflum, brúnni sósu, títuberjasultu og salati. ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR Þorskhnakki með sætum kartöflum, pestó, lauksmjöri og salati. MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR Vínarsnitzel með brúnuðum kartöflum, hrásalati og sósu. FIMMTUDAGUR 1. MARS Mexíkanskur kjúklingur með hrísgrjónum og tortillabrauði. FÖSTUDAGUR 2. MARS Hlaðborð Lambalæri með meðlæti og pizzuhlaðborð

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.