Mosfellingur - 22.02.2018, Blaðsíða 22
HáHolt 14 - sími 586 1210
Vegna alvarlegrar veikinda treysti ég
mér ekki að svo komnu máli að hafa
búðina opna nema stutt hvern dag.
Hef opið frá 14:00-17:00 alla virka daga.
Vona að þetta verði tímabundið.
Miðflokkurinn fyrirhugar framboð til bæjarstjórnar
í Mosfellsbæ í sveitarstjórnarkosningum í maí
og óskar eftir framboðum til lista flokksins.
Áhugasömum er vinsamlegast bent á að hafa
samband við Friðrik Ólafsson formann Miðflokksins
í Mosfellsbæ á fridrik@meter.is
Áhugasamir hafi samband fyrir kl. 24:00 mánudaginn 26. febrúar.
Stjórn Miðflokksins í Mosfellsbæ
Vilt þú taka þátt
í að móta samfélagið okkar?
Hamrar hjúkrunarheimili í Mosfellsbæ
Óskum eftir starfsfólki
við umönnun
Um er að ræða fastar stöður við umönnun
auk tímabundinna afleysinga.
Nánari upplýsingar veita: Kristín Högnadóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar
(kristinh@eir.is) og Edda Björk Arnardóttir í síma 522 5700.
Umsóknir má senda rafrænt í gegnum heimasíðu Eirar
www.eir auðkenndar með: UmönnunHamrar2018
Hjúkrunarheimili og öryggisíbúðir
Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík, sími 522 5700
élsmiðjan
ehf
Verkefnastjóri
Aðalmerki | Samsetning | Mosfellsbæ
Rauði krossinn í Mosfellsbæ auglýsir laust til umsóknar starf
verkefnastjóra. Um er að ræða 60% starf með möguleika
á auknu starfshlutfalli í takt við aukningu verkefna.
Helstu verkefni:
• Móttaka fólks á skrifstofu deildarinnar
• Stuðningur við sjálfboðaliða sem halda utan um
og bera ábyrgð á verkefnum deildarinnar
• Samskipti við áhugasama sjálfboðaliða
• Svörun fyrirspurna í tölvupósti og síma
• Umsjón með bæði Facebook- og heimasíðu deildarinnar
• Umsjón með auglýsingum verkefna og skráningu og öflun sjálfboðaliða
• Skráningar í verkefni og viðburði
• Þrif og rekstur húsnæðis deildarinnar
• Samskipti við ýmsa samstarfsaðila innan og utan Rauða krossins
• Situr stjórnarfundi deildarinnar
Hæfniskröfur:
• Færni í mannlegum samskiptum
• Mikil skipulagsfærni
• Færni í talaðri og ritaðri íslensku og ensku
• Góð tenging við samfélagið í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og/eða Kjósinni
• Góð tölvufærni, m.a. Word, Excel, PowerPoint og Outlook
• Þekking á starfi Rauða krossins kostur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfinu kostur
Umsókn ásamt ferilskrá sendist til formadur.moso@redcross.is. Nánari
upplýsingar veitir Hrönn Pétursdóttur formaður Rauða krossins í Mosfellsbæ
formadur.moso@redcross.is. Umsóknarfrestur er til og með 4. mars 2018.
Sem foreldrar erum við stöðugt
í klappliði barnanna okkar og
gerum okkar besta til að hvetja
börnin til að gera betur á öllum
sviðum. Hegða sér betur, gera
betur í samskiptum, taka meiri
þátt í heimilisstörfum, standa
sig betur í námi, í íþróttum eða
öðrum tómstundum, í vinnu og
þannig mætti lengi telja.
Oftast eru notaðar jákvæðar og sann-
gjarnar aðferðir til að ná þessu fram en
því miður föllum við stundum í þá gryfju
að nota athugasemdir sem geta verið
særandi eða skemmandi. Það á til dæm-
is við þegar við berum börnin neikvætt
saman við önnur börn, hvort heldur sem
er systkini þeirra, skólafélaga, nágranna
eða einhver önnur börn.
„Sjáðu hvað hann er duglegur að gera
[eitthvað sem við viljum að okkar barn
geri líka]“, „það væri nú munur ef þú
værir eins og bróðir þinn/systir þín
sem alltaf hjálpar til/lærir heima
/tekur til í herberginu sínu“,
„hvernig væri nú að þú legðir þig
jafn mikið fram og skólasystkini
þín við heimanámið, hann/hún
lærir alltaf heima“.
Svona samlíkingar eru óþarfar
og valda óhóflegum saman-
burði sem getur skaðað og
valdið óþarfa spennu
í samskiptum milli
systkina, vina eða
foreldra og barna.
Þær búa til neikvæða
samkeppni og hafa neikvæð
áhrif á viðhorf barnanna til
þeirra sem þau eru borin sam-
an við. Samanburðurinn er
heldur ekki alltaf réttlátur því
það er ekkert sjálfgefið að hitt
barnið sé endilega alltaf svona
duglegt eða geri það sem vís-
að er til. Verst af öllu er þó að
samanburður af þessu tagi getur skaðað
samband foreldra við börnin. Gleymum
ekki að allir eiga sína styrk- og veikleika
og barnið okkar er örugglega að standa
sig vel á einhverju sviði. Verum þess í
stað dugleg að benda á það sem barnið
gerir vel.
Vörumst að gera upp á milli barnanna
eða bera þau saman á neikvæðan hátt.
Það getur valdið ójafnvægi og vanlíðan
og aukið sundurlyndi í fjölskyldunni.
Berum hvert barn frekar saman við sig
sjálft og hvetjum það til að gera betur
í dag en í gær, betur í þessari viku
en þeirri síðustu o.s.frv.
Leyfum samanburði ekki að
stela gleðinni frá börnunum
okkar en hvetjum þau áfram á
jákvæðan hátt og njótum lífsins
á eigin forsendum hvern einasta
dag í samvistum við þá sem skipta
okkur mestu máli.
Hulda Sólrún
Guðmundsdóttir,
sálfræðingur
Fræðsluskrifstofu
Mosfellsbæjar.
Samanburður er
þjófur gleðinnar!
SkólaSkrifStofa moSfellSbæjar
Skóla
hornið
- Stærsti auglýsinga- og fréttamiðill í Mosfellsbæ22