Mosfellingur - 22.02.2018, Blaðsíða 23

Mosfellingur - 22.02.2018, Blaðsíða 23
élsmiðjan ehf Sem foreldrar erum við stöðugt í klappliði barnanna okkar og gerum okkar besta til að hvetja börnin til að gera betur á öllum sviðum. Hegða sér betur, gera betur í samskiptum, taka meiri þátt í heimilisstörfum, standa sig betur í námi, í íþróttum eða öðrum tómstundum, í vinnu og þannig mætti lengi telja. Oftast eru notaðar jákvæðar og sann- gjarnar aðferðir til að ná þessu fram en því miður föllum við stundum í þá gryfju að nota athugasemdir sem geta verið særandi eða skemmandi. Það á til dæm- is við þegar við berum börnin neikvætt saman við önnur börn, hvort heldur sem er systkini þeirra, skólafélaga, nágranna eða einhver önnur börn. „Sjáðu hvað hann er duglegur að gera [eitthvað sem við viljum að okkar barn geri líka]“, „það væri nú munur ef þú værir eins og bróðir þinn/systir þín sem alltaf hjálpar til/lærir heima /tekur til í herberginu sínu“, „hvernig væri nú að þú legðir þig jafn mikið fram og skólasystkini þín við heimanámið, hann/hún lærir alltaf heima“. Svona samlíkingar eru óþarfar og valda óhóflegum saman- burði sem getur skaðað og valdið óþarfa spennu í samskiptum milli systkina, vina eða foreldra og barna. Þær búa til neikvæða samkeppni og hafa neikvæð áhrif á viðhorf barnanna til þeirra sem þau eru borin sam- an við. Samanburðurinn er heldur ekki alltaf réttlátur því það er ekkert sjálfgefið að hitt barnið sé endilega alltaf svona duglegt eða geri það sem vís- að er til. Verst af öllu er þó að samanburður af þessu tagi getur skaðað samband foreldra við börnin. Gleymum ekki að allir eiga sína styrk- og veikleika og barnið okkar er örugglega að standa sig vel á einhverju sviði. Verum þess í stað dugleg að benda á það sem barnið gerir vel. Vörumst að gera upp á milli barnanna eða bera þau saman á neikvæðan hátt. Það getur valdið ójafnvægi og vanlíðan og aukið sundurlyndi í fjölskyldunni. Berum hvert barn frekar saman við sig sjálft og hvetjum það til að gera betur í dag en í gær, betur í þessari viku en þeirri síðustu o.s.frv. Leyfum samanburði ekki að stela gleðinni frá börnunum okkar en hvetjum þau áfram á jákvæðan hátt og njótum lífsins á eigin forsendum hvern einasta dag í samvistum við þá sem skipta okkur mestu máli. Hulda Sólrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur Fræðsluskrifstofu Mosfellsbæjar. Samanburður er þjófur gleðinnar! SkólaSkrifStofa moSfellSbæjar Skóla hornið

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.