Mosfellingur - 22.02.2018, Blaðsíða 2

Mosfellingur - 22.02.2018, Blaðsíða 2
Áfram Afturelding Umsjón: Birgir D. Sveinsson (birgird@simnet.is) Í þá gömlu góðu... VEFARINN - KLJÁSTEINN Á árunum 1959-1977 var gólfteppafyrirtækið Vefarinn í Kljásteini við Þverholt. Mosfellshreppur eignaðist húsið 1977 og átti um skeið. Íbúum fjölgaði mjög á þess- um árum og Varmárskóli tvísetinn og dugði ekki til. Kannað var hvort nota mætti Kljástein fyrir barnakennslu en horfið var frá því. Skólahljómsveitin sem var í örum vexti varð að víkja úr Varmárskóla og fékk inni í Kljásteini. Foreldrar nemenda lögðu á sig ómælda vinnu við að gera þetta iðnaðarhús kennsluhæft en starfið hófst þar á haustdögum 1978. Myndirnar sýna nokkra af þeim sem lögðu hönd á plóg. Nú er bílasalan Ísband í Kljásteini. MOSFELLINGUR www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is Næsti Mosfellingur kemur út 15. mars Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar Gunnarsson, hilmar@mosfellingur.is Ritstjórn: Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is Prentun: Landsprent. Upplag: 4.500 eintök. Dreifing: Pósturinn. Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf. Próförk: Ingibjörg Valsdóttir Tekið er við aðsendum greinum á mosfellingur@mosfellingur.is og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag. Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti. Í dag eru tæplega 100 dagar til sveitarstjórnarkosninga. Nú fer helmingurinn af fólkinu að hrósa öllu því sem vel hefur verið gert og hinn helmingurinn að drulla eins mikið og hann getur. Nú þegar er búið að stofna falsaða aðganga á Facebook til að reyna koma höggi á pólitíska andstæðinga. Umræðan á netinu verður skrautleg fram á vorið. Ég treysti hinsvegar Mosfelling- um til að vera málefnalegir og greina muninn á réttu og röngu. Aðdragandi kosninga getur verið skemmtilegur en líka oft á tíðum leiðinlegur. Ég trúi því að þetta geti orðið skemmtilegt. Í næstu blöðum munum við kynna til leiks þau stjórnmálaöfl sem bjóða fram krafta sína. Það stefnir í að þau verði fleiri en nokkru sinni fyrr. Að lokum langar mig að fagna nýstofnuðum samfélagssjóði KKÞ. Flott hjá kaupfélagsfólki að láta gott af sér leiða með þessum hætti. Úthlutanir eiga eftir að verða innspýting í okkar góða samfélag. Kosningavorið hafið Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings www.isfugl.is Fasteignasala Mosfellsbæjar • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • fax 586 8081 • www.fastmos.is • Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali - Frítt, frjálst og óháð bæjarblað2 héðAN og þAðAN Sigvaldi SturlaugSSon Birgir d. SveinSSon Frá vinStri: Pétur BjarnaSon, KaritaS KriStjánSdóttir, guðmundur jóhanneS- Son, Bjarney einarSdóttir, erlingur KriStjánSSon og jón vigFúS BjarnaSon. erlingur KriStjánSSon, Pétur BjarnaSon, jón vigFúS BjarnaSon, grétar hanSSon, Kári SigurBergSSon, einar PálSSon og Páll helgaSon jóhann BjörnSSon

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.