Mosfellingur - 22.02.2018, Síða 10

Mosfellingur - 22.02.2018, Síða 10
 - Fréttir úr bæjarlífinu10 Fimmtudaginn 15. febrúar var haldinn formlegur stofnfundur Miðflokksins í Mosfellsbæ. Fundurinn var haldinn á Hótel Laxnesi. Fjöldi manns sótti fundinn og var fimm manna stjórn kosin og þrír varamenn. Formaður stjórnar er Friðrik Ólafsson verk- fræðingur. Stjórnin er kosin til bráðbirgða eða fram að fyrsta formlega aðalfundi. Fundurinn ákvað að stefnt skuli að því að bjóða fram til bæjarstjórnar í Mosfellsbæ og við val á lista verði uppstilling notuð. Auglýst verður eftir áhugasömum aðilum (sjá auglýsingu annars staðar í blaðinu). Áhugasamir aðilar geta einnig haft sam- band við formann félagins fridrik@meter. is fyrir 26. febrúar. Í tilkynningu frá flokknum segir að Miðflokkurinn vilji virkja rödd fólks í Suð- vesturkjördæmi og býður því fram til sveit- arstjórnarkosninga sem fram fara laugar- daginn 26. maí. Stefnt er að því að bjóða fram í Mosfellsbæ, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Seltjarnarnesi. Ætla að bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum 2018 Miðflokkurinn formlega stofnaður í Mosfellsbæ hluti fundarmanna á stofnfundi flokksins í P r ó f k j ö r i o k k a r S j á l f S t æ ð i S m a n n a þ a n n 1 0 . f e b r ú a r Takk fyrir sTuðninginn í fjórða sætið Hjúkrunarfræðingar óskast Óskum eftir hjúkrunarfræðingum til starfa á hjúkrunarheimilið Hamra í Mosfellsbæ. Um er að ræða fastar stöður og sumarafleysingar. Vinnutími og starfshlutfall eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veita: Kristín Högnadóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar (kristinh@eir.is) og Edda Björk Arnardóttir mannauðsstjóri (edda@eir.is) í síma 522 5700. Hjúkrunarheimili og öryggisíbúðir Hlíðarhúsum 7, 112 Reykjavík, sími 522 5700 Kynntu þér flokkunarvefinn á flokkid.sorpa.is sorpa.is/plastipoka Frá og með 1. mars geta íbúar Mosfellsbæjar sett allt plast saman í lokuðum plastpoka í sorptunnuna. Plastpokarnir verða flokkaðir vélrænt frá öðru rusli og þeim komið til endurvinnslu. Engar afsakanir og ekkert vesen — annars fær umhverfið að kenna á því. ENGAR AFSAKANIR – ALLT PLAST Í POKA Kynntu þér flokkunarvefinn á flokkid.sorpa.is sorpa.is/plastipoka Frá og með 1. mars geta íbúar Mosfellsbæjar sett allt plast saman í lokuðum plastpoka í sorptunnuna. Plastpokarnir verða flokkaðir vélrænt frá öðru rusli og þeim komið til endurvinnslu. Engar afsakanir og ekkert vesen — annars fær umhverfið að kenna á því. ENGAR AFSAKANIR – ALLT PLAST Í POKA Á reitunum á milli Framhaldsskóla Mosfellsbæjar og Krónunnar eru hafnar framkvæmdir við byggingu verslunar- og íbúðarhúsnæðis. Markmið gildandi deiliskipulags er að þétta og efla miðbæ Mosfellsbæjar. Einnig að móta skjólsæla, þétta og sólríka íbúabyggð auk verslunar og þjónustu og styrkja þannig götumyndina. Svæðið er í hjarta bæjarins og því lögð rík áhersla á metnað og vandaða hönnun við gerð og frágang mannvirkja á svæðinu. Allt að 105 íbúðir á milli FMOS og Krónunnar Byggingarnar verða þriggja til fimm hæða háar og verslanir verða á fyrstu hæð á þeim reit sem er næstur Krónunni. Aðrar byggingar á svæðinu verða eingöngu íbúðarhúsnæði og er gert ráð fyrir að unnt verði að byggja allt að 105 íbúðir á þessum þremur reitum í Bjarkarholti. Framkvæmdir munu standa yfir næstu tvö ár og stefnt verður að því að þeim verði að mestu lokið í árslok 2019. Samgöngustígurinn meðfram Bjarkarholti mun á meðan framkvæmdir standa sem hæst verða nýttur fyrir bæði gangandi og hjólandi umferð en hann var áður sérgreindur eftir samgöngumáta. Á næstunni er fyrirhuguð vinna við lagnir í götunni og má því gera ráð fyrir röskun á umferð á því tímabili. Verslunar- og íbúðarhúsnæði rís í Mosfellsbæ • Þétta og efla miðbæinn • Áætlað að framkvæmdum ljúki í árslok 2019 Framkvæmdir hafnar í Bjarkarholti Svona munu fjölbýlishúsin líta út sem nú eru í byggingu næst Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. Deiliskipulagsuppdráttur af fyrirhuguðum byggingum á milli Framhaldsskólans (t.v.) og Krónunnar (t.h.) miklar framkvæmdir standa nú yfir í miðbæ mosfellsbæjar

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.