Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2017, Blaðsíða 23

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2017, Blaðsíða 23
23Ljósmæðrablaðið - júlí 2017 farið bæði í húð- og blóðmælingu á gallrauða og að ekki hafi liðið meira en tvær klukkustundir milli mælinganna. Ef engin húðmæling var framkvæmd, húðmælingin var ekki tímasett eða ef meira en tvær klukkustundir liðu á milli húð- og blóðmælinga var barnið útilokað frá rannsókninni. Eftirfarandi upplýsingum var safnað um börnin í rannsókninni og mæður þeirra: Aldur móður, fjöldi fyrri fæðinga móður, blóðflokkur móður, fjöldi fóstra, fósturstaða, meðgöngulengd, tegund fæðingar, fæðingarár barns, kyn, fæðingarþyngd, fæðingarlengd, höfuðummál, Apgar eftir eina og fimm mínútur frá fæðingu, asískur eða afrískur uppruni barns, blóðflokkur barns, Coombs próf, húðmæling gallrauða, blóðmæling gallrauða og aldur barns þegar mælingar á gallrauða fóru fram. Mælingarnar voru settar í graf sem sýndi blóðmæligildið á x-ás og húðmæligildið á y-ás og fylgnin (r2) var reiknuð út með einfaldri aðhvarfsgreiningu. Þá var Bland-Altman ferill einnig notaður til að meta fylgnina. Útbúið var graf með blóðmælingu á x-ás og mismun mælinganna á y-ás til að sýna hvernig mismunurinn milli húð- og blóðgilda breytist með hækkandi blóðgildum. Samanburður á börnum var gerður þar sem blóðgildi var hærra en húðgildið eftir því hvort húðgildið var ≤250 µmól/L eða >250 µmól/L til að meta hvort nákvæmni húðmælinganna breyttist við styrk umfram 250 µmól/L. Tölfræði og úrvinnsla gagna Öll gögn voru skráð í Excel og tölfræðiforritið JMP® 7 – SAS Institue Inc. var notað við tölfræðilega úrvinnslu. Forritið Excel var notað við gerð grafa og taflna. Lýsandi tölfræði var notuð í lýsandi hluta rannsóknarinnar. Fervikagreining (e. ANOVA) var notuð til að bera saman samfelldar breytur og Kí kvaðratpróf þegar verið var að bera saman flokkabreytur. Niðurstöður voru gefnar upp sem hlutfallstölur, meðaltöl ± staðalfrávik og miðgildi ásamt spönn eftir því sem við átti. Tölfræðileg marktækni var miðuð við P<0.05. Leyfi Leyfi fyrir rannsókninni fengust hjá Siðanefnd Landspítala og framkvæmdastjóra lækninga á Landspítalanum. Niðurstöður Rannsóknin náði til þeirra barna sem gengust bæði undir blóð- og húðmælingu á gallrauða á Landspítalanum frá fyrsta september 2013 til 31. desember 2014. Alls gengust 565 börn undir blóðmælingu á gallrauða á tímabilinu og af þeim undirgengust 122 börn jafnframt húðmælingu og uppfylltu önnur skilyrði rannsóknarinnar. Húð- og blóðgildin höfðu fylgnina R2=0.7075 (mynd 1) með einfaldri aðhvarfsgreiningu. Fylgni samkvæmt Bland-altman ferli var 0.8412. Fylgni milli húðmælinga og blóðmælinga var betri eftir því sem gildin voru lægri. Við húðgildi <250 var R2 0.753 (p<0.001), en við húðgildi >250 var R2 0.4664 (p=0.0014). Í öllum tilvikum þegar húðgildi var <250 µmól/L reyndist samsvarandi blóðgildi vera undir 300 µmól/L (mynd 1). Athugun á sambandi blóðgildis gallrauða annarsvegar og mismunar blóð- og húðgildis hinsvegar sýnir að skekkjan milli mælinganna eykst eftir því sem blóðgildi gallrauða verður hærra. (mynd 2) Þar sem að línan á grafinu vísar upp á við er blóðgildið sífellt hærra en húðgildið því hærra sem blóðgildið er. Einnig var gerður samanburður á nákvæmni húðmælinganna eftir því hvort húðgildið var ≤250 µmól/L eða >250 µmól/L. Mismunur húð- og blóðgildis þegar húðgildið var ≤250 µmól/L var marktækt lægri en þar sem húðgildið var >250 µmól/L (18.9 ± 4.7 og 53.8 ± 5.9; p<0.0001). Umræða Áreiðanleiki húðmælinga eða blossamæla við mat á nýburagulu er samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar ásættanlegur upp að 250 µmól/L, en eftir það fer munurinn á húð- og blóðgildi vaxandi og teljum við að þegar húðgildi er > 250 beri að gera blóðmælingu til staðfestingar. Eftir því sem húðgildið er hærra umfram 250 µmól/L þeim mun ónákvæmari er mælingin og í flestum tilvikum Tafla 1. Klínísk einkenni þýðis. Niðurstöður eru gefnar upp sem fjöldi (%), meðaltal + staðalfrávik eða miðgildi (spönn). Mynd 1. Samanburður á blóðgildi og húðgildi Húð- og blóðgildin höfðu fylgnina R2=0.7075 (mynd 1) með einfaldri aðhvarfsgreiningu. Fylgni samkvæmt Bland-altman ferli var 0.8412. Fylgni milli húðmælinga og blóðmælinga var betri eftir því sem gildin voru lægri. Við húðgildi <250 var R2 0.753 (p<0.001), en við húðgildi >250 var R2 0.4664 (p=0.0014). Í öllum tilvikum þegar húðgildi var <250 µmól/L reyndist samsvarandi blóðgildi vera undir 300 µmól/L (mynd 1). Mynd 2. Samanburður blóðgildis og mismunar blóðgildis og húðgildis Athugun á sambandi blóðgildis gallrauða annarsvegar og mismunar blóð- og húðgildis hinsvegar sýnir að skekkjan milli mælinganna eykst eftir því sem blóðgildi gallrauða verður hærra. (mynd 2) Þar sem að línan á grafinu vísar upp á við e blóðgi dið sífellt hærra en húðgildið því hærra sem blóðgildið er. Einnig var gerður samanburður á nákvæmni húðmælinganna eftir því hvort húðgildið var ≤250 µmól/L eða >250 µmól/L. Mismunur húð- og blóðgildis þegar húðgildið var ≤250 µmól/L var marktækt lægri en þar sem húðgildið var >250 µmól/L (18.9 ± 4.7 og 53.8 ± 5.9; p<0.0001). Steinunn H. Blondal 15.6.2017 14:09 Comment [1]: Kannski samband blóðgildis ??? Tafla 1. Klínísk einkenni þýðis. Niðurstöður eru gefnar upp sem fjöldi (%), meðaltal + staðalfrávik eða miðgildi (spönn). Mynd 1. Samanburður á blóðgildi og húðgildi ynd 2. Samanburður blóðgildis og mismunar blóðgildis og húðgildis

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.