Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2017, Síða 37

Ljósmæðrablaðið - 01.07.2017, Síða 37
37Ljósmæðrablaðið - júlí 2017 frá ferðalögum, veðri og aðstæðum sem hafa áhrif á öryggi allra sem koma að heilbrigðisþjónustunni. Hún vakti okkur til umhugsunar um að virða fjölbreytt starf, sérhæfða þekkingu, styrk og reynslu heilbrigðisstarfsmanna á landsbyggðinni. Sigfríður Inga Karlsdóttir ljósmóðir og dósent við Háskólann á Akureyri varði nýlega doktorsritgerð sína um reynslu og væntingar kvenna til sársauka í fæðingu. Í erindi sínu fjallaði hún um mikilvægi samskipta ljósmóður og verðandi foreldra á meðgöngu, um hvernig hún getur aðstoðað konur við að undirbúa sig fyrir sársaukann til að takast á við hann í fæðingunni. Áhersla á salutogenesis eða heilsueflandi viðhorf var kenningargrunnur í doktorsrannsókninni og markmiðið var að skoða þætti sem hafa áhrif á jákvæða upplifun af sársauka í fæðingu en stuðningur maka skipti þar verulega máli. Hugtakið og orðið meðvirkni er mikið notað í almennri umræðu um samskipti fólks. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir leitaðist við að svara spurningunni um hvað þetta fyrirbæri fæli í sér; að vera háður og virkur með öðrum en sjálfum sér, ástand sem þróast til dæmis í fjölskyldum þar sem ójafnvægi ríkir, fíknivandi og feluleikur væri til staðar. Í erindinu sagði Anna Sigríður okkur frá jákvæðri merkingu orðsins meðvirkni fyrir hvern og einn, það er hvernig orðið gæti þýtt það að vera virkur með og standa með sjálfum sér sem væri sjálfsstyrkjandi og hefði í för með sér vellíðan. Að lokum - Lesley Page brýndi íslenskar ljósmæður til ábyrgðar, að við ættum að vera pólítískar og reyna að hafa áhrif á stjórnvöld til breytinga. Við ættum að vera fyrirmynd ásamt norrænum ljósmæðrum í að efla mannlega barneignarþjónustu í heiminum sem virðir sjálfræði barnshafandi kvenna og réttinn til að upplifa farsæla fæðingu. Hlustum og nemum þessi orð -áfram ljósmæður um allan heim! Ólöf Ásta Ólafsdóttir Uppskeruhátíð vísindastarfs á Landspítala, Vísindi á vordögum, var haldin 4. maí síðast liðinn. Sá ánægjulegi atburður gerðist að; Ungur vísindamaður 2017 úr hópi fjölda ungra vísindamanna á Landspítala var valin dr. Berglind Hálfdánsdóttir, ljósmóðir. Berglind sem varð doktor í ljósmóðurfræði á síðasta ári er lektor við námsbraut í ljósmóðurfræði og ljósmóðir á Fæðingarvakt, þar sem hún sinnir líka verkefna- og rannsóknarvinnu. Hún tekur þátt í samnorrænni rannsókn á útkomu heimafæðinga og er þátttakandi í fjölþjóðlegri rannsókn á tíðni inngripa í fæðingum og tengslum við útkomu fæðinga í ólíkum löndum. Á Fæðingarvakt Landspítala leiðir Berglind rannsókn um heilsufars- og áhættuflokkun í fæðingum en til þessa klíníska rannsóknarverkefnis hlaut Berglind styrk frá Landspítala. Ljósmæðrablaðið óskar Berglindi innilega til hamingju. Ungur vísindamaður á Landspítala 2017 Berglind fékk blómvönd frá Ljósmæðrafélaginu á 5. maí ráð- stefnunni, með henni á myndinni er Áslaug formaður og aðal- fyrirlesarinn Lesley Page.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.