Mosfellingur - 02.02.2017, Blaðsíða 4

Mosfellingur - 02.02.2017, Blaðsíða 4
www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna sunnudagur 5. febrúar Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00. Sr. Arndís Linn. sunnudagur 12. febrúar Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir Fimmtudagur 16. febrúar Heilunarguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 20:00. Sr. Ragnheiður Jónsdóttir. sunnudagur 19. febrúar Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00 Sr. Ragnheiður Jónsdóttir sunnudagaskólinn er í lágaFellskirkju kl. 13:00 á sunnudögum Bænastundir á eirhömrum Miðvikudaginn 8. febrúar kl. 13:30 Miðvikudaginn 22. febrúar kl. 13:30 - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ64 Sólahringsvakt­ þjónustan lögð af Sólarhringsvaktþjónusta Heilsu- gæslu Mosfellsumdæmis, sem læknar stöðvarinnar hafa sinnt undanfarna áratugi, lagðist af í gær, 1. febrúar. Um er að ræða samræmingu á þjónustu Heilsugæslu höfuðborg- arsvæðisins. Almennur þjónustu- tími Heilsu- gæslunnar í Mosfellsumdæmi er alla virka daga frá kl. 08:00-16:00 auk þess sem boðið er upp á síðdegis- vakt frá kl. 16:00- 18:00. Lækna- vaktin á Smáratorgi mun nú sinna vaktþjónustu utan þjónustutíma Heilsugæslu Mos- fellsumdæmis eins og annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Móttaka Læknavaktarinnar er opin utan dagvinnutíma frá 17:00-23:30 allan ársins hring og er mönnuð sérfræð- ingum í heimilislækningum. Herrakvöld Lions haldið 10. febrúar Herrakvöld Lionsklúbbs Mosfells- bæjar verður haldið í Hlégarði föstudaginn 10. febrúar. Húsið opnar kl. 19 og er tekið á móti gestum með hákarli og fordrykk. Veislustjóri er Sólmundur Hólm auk þess sem Björn Bragi úr uppi- standshópi Mið-Íslands mun kitla hláturtaugarnar. Boðið verður upp á glæsilegt fiskihlaðborð að hætti Gunnars Hafsteinssonar í Hlégarði. Þá verður hið árlega málverkaupp- boð og happdrætti á sínum stað og fjöldasöngur undir handleiðslu Ingólfs Sigþórssonar. Herrakvöldið er aðalfjáröflun klúbbsins og rennur ágóði til góðra mála í bæjarfélaginu. Hægt er að tryggja sér miða hjá félögum í Lionsklúbbnum og er takmarkaður fjöldi í boði. O K K A R M O S Ó Í B Ú A K O S N I N G 2 0 1 7 Ert þú með hugmynd að skemmtilegri nýjung eða eitthvað sem betur mætti fara í bænum okkar? Okkar Mosó er samráðsverkefni íbúa og bæjarins um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda- og viðhaldsverkefna í Mosfellsbæ. Óskað er eftir snjöllum hugmyndum og tillögum frá íbúum til að kjósa um í íbúakosningu. Taktu þátt og sendu inn þína hugmynd á mos.is dagana 1.-14. febrúar. Hvernig gerum viD gódan bæ betri? Hugmyndasöfnun H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA / 1 7 -0 1 8 9 Mosfellsbær er með ánægðustu íbúana og með hæstu einkunn samkvæmt árlegri könnun Capacent Gallup. Könnunin mælir viðhorf íbúa til þjónustu í 19 stærstu sveitarfélögum landsins. Þegar íbúar í Mosfellsbæ eru spurðir hversu ánægðir eða óánægðir þeir séu með Mosfellsbæ sem stað til að búa á eru 97% aðspurðra ánægðir eða mjög ánægðir. Þetta kemur fram í frétta- tilkynningu frá Mosfellsbæ. Yfir landsmeðaltali í öllum málaflokkum Alls eru 86% íbúa í Mosfellsbæ ánægðir með aðstöðu til íþrótta- iðkunar og ánægja með þjónustu í leikskólum bæjarins mælist um 82%. Spurðir um þjónustu Mosfellsbæjar í heild eru 84% mjög eða frekar ánægðir. Niðurstöður síðustu ára sýna að ánægja íbúa með þjónustuna í Mosfellsbæ hefur aukist jafnt og þétt og er yfir landsmeðaltali í öll- um málaflokkum sem spurt er um. Athyglisvert er að þátttakendur í könnuninni sem eru á aldrinum 18-34 ára eru allir ánægðir með sveitarfélagið sem stað til að búa á. Ætla má að íbúar á þessum aldri séu að jafnaði að nýta þjónustu sveitarfélagsins þegar kemur að leik- og grunnskólum og íþróttaaðstöðu svo eitthvað sé nefnt. nýtt hverfi og nýr skóli Mikil uppbygging á sér nú stað í Mosfellsbæ. Nýtt hverfi í Helga- fellslandi rís nú á miklum hraða og samhliða hefur verið ráðist í byggingu skóla í hverfinu. Áætlað er að fyrsti áfangi skólans verði tekinn í notkun haustið 2018. Fjárhagsstaða Mosfellsbæjar er traust og reksturinn góður. Bæjarstjórn samþykkti nýverið að lækka bæði útsvar og fasteignaskatt í sveitarfélaginu. stoltur af niðurstöðunni Haraldur Sverrisson bæjarstjóri segist ánægður með útkomuna. „Það er virkilega gaman að Mosfellingar mælist ánægðustu íbúar landsins. Ég er afar stoltur af niðurstöðunni í heild og sérstaklega varðandi þjónustu við eldri borgara sem við höfum lagt áherslu á að bæta síðustu ár. Niðurstöður könnunarinnar benda einnig til þess að íbúar Mos- fellsbæjar vilji huga að umhverfinu og til dæmis auka flokkun á sorpi. Við munum skoða það mál sérstaklega á næstunni. Mosfells- bær á 30 ára kaupstaðarafmæli á þessu ári. Það má því til gamans nefna að á síðustu 30 árum hefur íbúafjöldi sveitarfélagsins rúm- lega tvöfaldast. Miðað við það verkefni hefur okkur gengið vel að bæta þjónustuna ásamt því að viðhalda góðum rekstri.“ Heildarúrtak í könnuninni er yfir 12 þúsund manns, þar af 350 svör úr Mosfellsbæ. Nánari upplýsingar má finna á www.mos.is. 97% íbúa ánægðir með Mosfellsbæ sem stað til að búa á • Árleg þjónustukönnun Gallup Íbúar í Mosfellsbæ ánægðastir Mosfellsbær fær hæstu einkunn M yn d/ Ra gg iÓ la telMa rut og árni bragi heiðruð af Mosfellsbæ en fjöldi viðurkenninga var veittur þetta kvöld ÍþróttaMenn Mosfellsbæjar Útnefning á íþróttakonu og -karli Mosfellsbæjar 2016 fór fram við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu að Varmá 19. janúar. Efst í kjörinu urðu Telma Rut Frímannsdóttir karatekona og Árni Bragi Eyjólfsson handknattleiksmaður.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.