Mosfellingur - 02.02.2017, Blaðsíða 8

Mosfellingur - 02.02.2017, Blaðsíða 8
 - Fréttir úr Mosfellsbæ8 Okkar Mosó er samráðsverkefni íbúa og bæjarins um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda og viðhaldsverkefna í Mosfellsbæ. Hugmyndasöfnunin er hafin og stendur til 14. febrúar. Verkefnið er unnið í gegnum sérstakan vef, Betra Ísland, sem þróaður hefur verið með íslenskum og erlendum sveitarfélögum sérstaklega í þeim tilgangi að efla íbúalýðræði og þátttöku íbúa við að ráðstafa fjármunum. 25 milljónir í pottinum Gert er ráð fyrir því að 25 milljónum verði ráðstafað í verkefnið að þessu sinni og að Mosfellsbær verði allur eitt svæði þegar kemur að kosningu. Hugmyndirnar geta varðað leik- og af- þreyingarsvæði íbúa, vistvænar samgöngur, bætta lýðheilsu eða umhverfið almennt. Hugmyndin verður að falla að stefnu bæj- arins og getur ekki verið háð samráði eða samningaviðræðum við aðrar stofnanir eða sveitarfélög. Nánari upplýsingar um forsendur og leiðbeiningar er hægt að nálgast á síðu Mosfellsbæjar www.mos.is/okkarmoso. Félag aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni Famos auglýsir Sumarferð FaMos Dagana 6 . t il 8 . júní 2017 ( l iggur um norðurland) Gisting á Sigló hóteli á Siglufirði í tvær nætur með morgunmat og þriggja rétta kvöldverði. lagt verður af stað að morgni 6. júní og ekið í Borgar- nes, skoðuð sýningin „Börn í 100 ár.“ Áfram verður haldið og eftir góðan hádegisverð í Sjávarborgum á Hvammstanga verður stefnan tekin á Siglufjörð með viðkomu í Gestastofu sútarans á Sauðárkróki og Vesturfarasetrinu á Hofsósi. næsta dag verður ekið um Héðinsfjarðar- göng til Eyjafjarðar þar sem við skoðum Smámunasafn Sverris Hermannssonar. Síðan haldið að Holtseli en þar er stundaður kúabúskapur og starfrækt víðfræg ísgerð. Einnig er lítil sveitaverslun á staðnum. Kl. 13:00 hádegisverður á Kaffi Kú, hin fræga gúllassúpa þeirra verður í boði. Við heimsækjum bruggverksmiðjuna Kalda og fáum okkur einn kaldan? Eftir komuna til Siglufjarðar skoðum við Síldarminjasafnið og fáum síldar- smakk og brennivínsstaup. Síðasta daginn gefst kostur á að spóka sig á Siglufirði fyrir hádegi en síðan verður haldið áleiðis til Mosfellsbæjar með hæfilegum tæknistoppum. Nánari upplýsingar veitir Margrét í síma 863-3359 eða á margretjako@gmail.com Skráning er einnig í hannyrðastofu Eirhamra milli kl. 13:00 og 16:00 virka daga. Einnig má skrá þátttöku hjá Elvu Björgu í símum 586-8014 / 698-0090. Þeir sem hafa þegar skráð sig eru vinsamlegast beðnir um að staðfesta pantanir sem fyrst, því aðeins eru örfá sæti enn laus. Aðalfundur FaMos Aðalfundur Félags aldraðra í Mosfellsbæ og nágrenni verður haldinn mánudaginn 20. febrúar klukkan 20:00 í Hlégarði. Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Örþorrablót í boði félagsins að loknum aðalfundarstörfum. Stjórnin Heimasíða: www.famos.is - Netfang: famos@famos.is Lýðræðisverkefnið Okkar Mosó • Hugmyndasöfnun hafin Ertu með hugmynd? Bókasafn, Listasalur, Héraðsskjalasafn og Lágafellslaug Mosfellsbær tekur þátt í Vetrarhátíð AðstoðArFólk óskAst Maður með Ms-fötlun sem er með Notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) óskar eftir aðstoðarfólki í tímavinnu til að annast stuðning inn á heimili sínu í Mosfellsbæ. Starfið felst í aðstoð við allar hversdagslegar athafnir svo sem persónulega hirðu, hreinlæti, matreiðslu og húsþrif. Starfið krefst samviskusemi, vandvirkni, stundvísi, áreiðanleika og færni í mannlegum samskiptum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi NPA-miðstöðvarinnar við stéttarfélagið Eflingu. Áhugasömum er bent á að hafa samband í síma 841 2252 eða senda umsókn í netfangið: darlene@simnet.is Fjögurra daga glæsileg Vetrarhátíð hefst í dag og stendur til sunnudagsins 5. febrúar. Höfuðborgarstofa skipuleggur og fram- kvæmir Vetrarhátíð sem nú er haldin í 16 sinn og fer hátíðin fram í öllum sex sveit- arfélögum höfuðborgarsvæðisins. Þessi hátíð ljóss og myrkurs samstendur af fjórum meginstoðum: Safnanótt, Sund- lauganótt, Snjófögnuði og ljósalist ásamt yfir 150 viðburðum þar sem fjöldi listamanna tekur þátt í að skapa einstaka stemningu. Allir þessir viðburðir eru ókeypis. Á þriðja tug bygginga á höfuðborgar- svæðinu verða upplýstar í einkennislitum Vetrarhátíðar, grænum og fjólubláum, þar á meðal Lágafellskirkja og Hlégarður í Mosfellsbæ. Frítt í sund og viðburðir í Kjarna Mosfellsbær tekur þátt í hátíð- inni og má sjá nánari dagskrá á Safnanótt og Sundlauga- nótt annarsstaðar í blaðinu. Safnanóttin fer fram á föstu- dagskvöldið og verður dagskrá í Bókasafninu, Listasalnum og Hér- aðsskjalasafninu í Kjarna. Á laugardagskvöldið fer svo fram Sund- lauganótt í Lágafellslaug þar sem frítt veðr- ur í sund kl. 18-23. Þar verður boðið upp á atriði úr Skilaboðaskjóðunni, Jógvan tekur lagið á sundlaugarbakkanum svo eitthvað sé nefnt. Megintilgangur Vetrarhátíðar er að skemmta fólki á höfuðborgar- svæðinu og gefa því tækifæri til að njóta menningar, lista, íþrótta og útiveru í eigin sveitarfélagi og/ eða heimsækja nágranna sína í nærliggjandi sveitarfélagi. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna á www. vetrarhatid.is og www. mos.is. LágafeLLskirkja verður Lýst upp næstu daga M yn d/ Ra gg iÓ la

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.