Mosfellingur - 23.02.2017, Blaðsíða 14

Mosfellingur - 23.02.2017, Blaðsíða 14
 - Dreift frítt í Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós14 Vegagerðin áformar að gera tvö hringtorg á Þingvallavegi í Mosfellsdal til að draga úr umferðarhraða á veginum og þar með auka umferðaröryggi og draga úr umferðar- hávaða. Engin áform eru uppi um að tvöfalda veginn eða búa til 2+1 veg. Aftur á móti verður hvor akrein breikkuð um 20 sentímetra og vegöxlin breikkuð úr 30 sentímetrum í 1 metra til að auka öryggi hjólandi vegfarenda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Hraðalækkandi „aðkomuhlið” Helstu framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru er gerð tveggja hringtorga á Þingvalla- vegi, annars vegar við gatnamót Helga- dalsvegar og hins vegar við Æsustaðaveg og Mosfellsveg (eða aðeins vestar) og að í kjölfarið verði hægt að fækka tengingum við Þingvallaveg á þessum vegkafla. Auk hringtorganna er gert ráð fyrir hraðalækkandi „aðkomuhliðum“ á þeim stöðum þar sem hraðaviðvaranir hafa verið settar upp undanfarin ár. Þá er gert ráð fyrir undirgöngum vestan við hringtorgið við Helgadalsveg fyrir um- ferð gangandi, ríðandi og hjólandi vegfar- enda. Einnig verður fyllt upp í skurð sem er meðfram Þingvallavegi, sem gerir mögu- legt að færa göngustíginn fjær veginum. Engin áform um stórfelldar framkvæmdir á Þingvallavegi Tvö ný hringtorg áætluð í Dalnum Þingvallavegur í Mosfellsdal MosTV er sjálfstætt starfandi vefsjónvarps- stöð sem starfrækt er á Facebook. Það eru Mosfellingarnir Gestur Valur Svansson og Róbert Ingi Douglas sem standa á bak við MosTV. „Við erum báðir Mosfellingar og þekkjum bæinn okkar eins og handarbakið á okkur og brennum af ástríðu fyrir því að vekja at- hygli á því mikla lífi og fjöri sem er í gangi í Mosó. Við einbeitum okkur að því að segja frá öllu því skemmtilegasta og áhugaverð- asta sem er að gerast í þessu ótrúlega líflega bæjarfélagi okkar. Og þar er sko af nógu að taka,“ segir Gestur. Viljum vekja athygli á bænum okkar „Ég er náttúrlega með sjúklegan áhuga á kvikmyndagerð eins og margir Mosfell- ingar vita. Ég byrjaði með MosTv en svo hefur þetta legið í dvala í um það bil ár. En þegar Róbert Douglas, einn af týndu sonum Mosó, kom heim frá Kína ákváðum við að blása lífi í þetta. Þótt ég sé alveg góður þá munar rosa- lega um að fá mann eins og Róbert inn í þetta. Mann sem hefur gert nokkrar bíómyndir í fullri lengd og kann vel til verka í tökum og klippingum. Við erum „team“ en fyrst og fremst strákar úr Mosó sem elskum bæinn okkar og viljum vekja athygli á honum.“ Segja sögur af fólki „Við reynum að höfða til allra Mosfellinga og þá skiptir engu hvort þeir eru ungir eða gamlir, rótgrónir eða nýbúar. Það er hins vegar okkar trú að Mosó sé svo skemmti- legt bæjarfélag og mikið líf hérna að MosTV höfði í raun til allra. Það er okkar einlæga von að með því að vekja athygli á lífinu í bænum muni fleiri kveikja á því að Mosó er staður sem allir verða að kynnast betur. MosTV er þess vegna fyrir alla. Við segjum sögur af fólki sem er að skapa og skemmta sér,“ segir Gestur að lokum og bætir við að allar ábendingar um áhuga- verð málefni séu vel þegnar. Mosfellingarnir Gestur Valur og Róbert Douglas standa á bakvið MosTV • Af nógu að taka í líflegu bæjarfélagi Starfrækja sjónvarpsstöð á Facebook róbert douglas og gestur valur 586 8080 selja... eign vikunnar www.fastmos.is MOSFELLINGUR 3. tbl. 16. árg. fimmtudagur 23 . febrúar 2017 Dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki í mosf ellsbæ, á kjalarnesi og í kjós R É T T I N G AV E R K S TÆ Ð I Jóns B. ehf Flugumýri 2, Mosfellsbæ Símar: 566 7660 og 697 7685 jonrett @internet.is www.jonb.iS Þjónustuverkstæði Bílaleiga á staðnum cabas tjónaskoðun ný skiptum um framrúður Mosfellingurinn Katrín Sif Jónsdóttir hársnyrtir á Sprey hárstofu Fylgist vel með nýjustu tískustraumunum 24 Sólahringsþjónusta Heilsugæslu Mos fellsumdæmis var lögð af þann 1. febrúar í kjölfar samræminga r á þjónustu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hátt í 3.000 íbúar á svæðinu hafa nú ritað nafn sitt á undir- skriftalista þar sem því er mótmælt að helgar- og næturvakt- irnar leggist af. Á þriðjudaginn var Óttari Proppé h eilbrigðisráðherra af- hentur listinn. Það var Iðunn Dögg Gylfadóttir sem fór fyrir söfnuninni og mætti hún í velferða rráðuneytið ásamt hópi Mosfellinga. Iðunn Dögg segir að þjó nustan minnki og öryggi íbúa á svæðinu skerðist umtalsvert v ið þessar breytingar. Nú þurfi rúmlega 10 þúsund manns í M osfellsbæ, á Kjalarnesi og í Kjós að leita á Læknavaktina í Kópavogi sem þegar er sprungin. Óttarr tók við undirskriftalistanum og sagðist koma upp- lýsingunum á framfæri. Verið væri a ð fara í fyrirkomulag sem er sambærilegt öðrum heilsugæslum á höfuðborgarsvæðinu. Reynslan af þessum breytingum ver ði skoðuð síðar. Afhentu 2.760 undirskriftir Íbúar mótmæla skertri læknaþjónustu •Sólahringsþjónusta Heilsugæslun nar lögð af Mynd/Hilmar vefarastræti 7-13 nýtt 35 íbúða fjölbýlishús í helgafellshver fi iðunn dögg færir heilbrigðisráð herra undirskriftalista sveitunga sinn a Mosfellingur á netinu Hvað er að frétta? Sendu okkur línu... mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.