Mosfellingur - 23.02.2017, Blaðsíða 28

Mosfellingur - 23.02.2017, Blaðsíða 28
 - Íþróttir og aðsendar greinar28 Þjónusta við mosfellinga Rauði krossinn í Mosfellsbæ er ein af 42 deildum eða aðildarfélögum sem sam- an mynda Rauða krossinn á Íslandi. Rauði krossinn á Íslandi er síðan eitt af 190 landsfélögum Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem saman mynda Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Einungis má vera eitt Rauða kross fé- lag í hverju landi og er það víðast hvar staðfest með lögum viðkomandi lands, þar á meðal hér á landi. Einnig eru ákvæði um Rauða krossinn og sérstöðu hans í Genfarsamningunum sem 196 ríki, þar á meðal Ísland, hafa undirritað. Rauði krossinn er frjáls félagasamtök í þeim skilningi að hver sem er sem er sammála mark- miðum félagsins getur gerst félagi. Hins vegar hafa félagar ekki algert frelsi til að ákveða hvern- ig félagið vinnur eða hvaða verkefni það tekur að sér. Hver deild hér á landi er bundin af lög- um og stefnu Rauða krossins á Íslandi sem aftur er bundinn af lögum og stefnu Alþjóða Rauða krossins. Samkvæmt Genfarsamningunum ber Rauða krossinum í hverju landi að vinna með stjórnvöldum en þó þannig að hann heldur sig alltaf við grundvallarmarkmið sín. Uppbygging Rauða kross hreyfingarinnar gerir það að verkum að stuðningur á að vera til staðar þegar áföll verða. Félagið í hverju landi styður deildir sínar og Alþjóðahreyfingin styður landsfélögin. Fyrstu viðbrögð við áföllum eru nánast alltaf staðbundin. Það eru þeir sem búa eða staddir eru á viðkomandi stað sem hjálpa flestum. Þetta er ein af ástæðum þess að Rauði krossinn hefur frá upphafi lagt áherslu á að sem flestir kunni skyndihjálp því ekkert okkar veit hvenær við verðum fyrst á vettvang. Þetta er einnig grundvallaratriðið í uppbygg- ingu neyðarvarna Rauða krossins á Ís- landi en samkvæmt íslenskum lögum er Rauði krossinn hluti af viðbúnaðarkerfi almannavarna. Aðild að alþjóðlegri hreyfingu felur einnig í sér þá skyldu að ef að þrengir að í einu landi þá ber Rauða kross félögum í öðrum löndum að koma til aðstoðar. Sem betur fer búum við Íslendingar svo vel að við erum fær um að aðstoða aðra og Rauði krossinn á Íslandi hefur ekki þurft að leita aðstoðar annars stað- ar. Sá möguleiki er þó alltaf fyrir hendi og einu sinni hefur Rauði krossinn á Íslandi fengið slíka aðstoð frá öðrum löndum þó að ekki hafi verið beðið um hana en það var 1973 þegar eldgosið varð á Heimaey. Þá bárust Rauða krossinum á Íslandi stór framlög til hjálparstarfs sem félagið nýtti í þágu Vestmannaeyinga. Ákvörðunin um hvernig þessir fjármunir voru nýttir var tekin hér á landi og þannig vinnur Rauði krossinn alls staðar, þ.e. að hjálparstarf er alltaf undir stjórn félagsins í viðkomandi landi. Aðstoðin felst því sjaldnast í því að fólk frá öðr- um löndum fari til annars lands heldur í því að senda fjármagn sem fólk á staðnum nýtir á sín- um forsendum til að hjálpa sér sjálft. Við hjá Rauða krossinum í Mosfellsbæ hvetj- um þá sem vilja vinna að grundvallarmarkmið- um Rauða krossins til að koma til liðs við okk- ur með sjálfboðnu starfi eða öðrum stuðningi. Verkefnin geta legið víða, bæði hér heima og að leggja lið í öðrum löndum. Fyrir hönd Rauða krossins í Mosfellsbæ, Hilmar Bergmann, formaður stjórnar Skipulag Rauða krossins Snyrti-, nudd- & fótaaðgerðastofan Líkami og sál Þverholti 11 - s. 566 6307 www.likamiogsal.is Verið hjartanlega velkomin! ÞARF AÐ MÁLA? Öll almenn málningarvinna Fagmennska, vönduð vinnubrögð, góð umgengni og reynsla Einnig smiðir með mikla reynslu af allri smíðavinnu Fast verð eða tímavinna Athugaðu hvað við getum gert fyrir þig Málun og Smíði malunogsmidi@gmail.com S: 860 7896 Traust þjónusta Öll almenn málningarvinna Fagmennska, vönduð vinnubrögð, góð umgengni og reynsla Einnig smiðir með mikla reynslu af allri smíðavinnu Fast verð eða tímavinna - Athugaðu hvað við getum gert fyrir þig Málun og Smíði - malunogsmidi@gmail.com - S: 860-7896 TrausT þjónusTa www.nstf.is Heilsu- og líkamsrækt Einkaþjálfun og kennsla www.malbika.is - sími 864-1220 Almenn lögfræðiráðgjöf Innheimtumál - Slysamál - Skilnaðarmál Erfðamál - Skipti dánarbúa Persónuleg þjónusta Margrét Guðjónsdóttir hdl. Háholti 14 - Sími 588 1400 - mglogmenn@mglogmenn.is - www.mglogmenn.is MG Lögmenn ehf. GLERTÆKNI ehf Völuteigi 21 - gler í alla glugga - s . 5 6 6 - 8 8 8 8 • w w w. g l e r ta e k n i . i s Á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum hittist hópur í fimleikasal Aftureldingar til að stunda líkamsrækt á skemmtilegan hátt. Þá eru stundaðir fullorðinsfimleikar og mætir fólk á öllum aldri og með misjafnan bakgrunn í íþróttinni. Allir æfa saman og eru æfingarnar settar þannig upp að þær henta bæði byrjendum og lengra komnum. Dæmigerð æfing hefst með upphitun og eru æfingarnar fjölbreyttar og skemmtilegar. Þá er farið á stöðvar og æfð tækni. Stöðvarnar eru trampólín, loftdýna og fíber þar sem farið er yfir grunntæknina. Í lokin er svo þrek og teygjur. Hafa tekið þátt í jólasýningu deildarinnar Stemningin er góð í hópnum og hafa nokkr- ir tekið þátt í jólasýningu fimleikadeildarinnar síðastliðin tvö ár. Börnin hafa mjög gaman af þátttöku fullorðinshópsins og þá sérstaklega þar sem eldri börnin eru mörg betri en fullorðna fólkið. Á síðustu jólasýningu tóku fjórir þátt og höfðu allir byrjað á fullorðinsaldri í fimleikum og nýjasti meðlimurinn hafði verið í hópnum í þrjá mánuði. Enda er hugmyndin með hópnum að hafa gaman og stunda skemmtilega líkamsrækt. Opnir tímar í byrjun mars Þjálfararnir eru Ingibjörg Antonsdóttir, yfir- þjálfari fimleikadeildar Aftureldingar og Guðjón Snær Einarsson þjálfari. Frábærir þjálfarar sem eru bæði að æfa með keppnishópum í fimleik- um. Fimleikar geta hljómað eins og fólk þurfi að vera í frábæru formi og hugmyndin um að hoppa á trampólíni getur verið fjarstæðu- kennd. Reyndin er sú að þetta hentar öllum og er skemmtileg hreyfing. Haldnir verða opnir tímar fimmtudaginn 2. mars og þriðjudaginn 7. mars kl. 20:00. Allir 16 ára og eldri eru velkomnir og eru opnir tímar fríir og Mosfellingar hvattir til að prófa. Fyrir byrjendur sem lengra komna • Opnir tímar 2. og 7. mars Boðið upp á fullorðins- fimleika tvisvar í viku frá æfingu í fimleikasalnum

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.