Mosfellingur - 23.02.2017, Blaðsíða 17

Mosfellingur - 23.02.2017, Blaðsíða 17
fjölskylduvæn ísbúð í hjarta mosfellsbæjar Verið hjartanlega velkomin HáHolti 13-15 • s. 564 4500 Opið alla daga kl. 12:00-23:00 AðAlfundur Rauða kRossins í Mosfellsbæ verður haldinn föstudaginn 10. mars kl. 17:30 í húsnæði deildarinnar að Þverholti 7, Mosfellsbæ. Dagskrá fundarins er hefðbundin samkvæmt 20. gr. laga Rauða krossins á Íslandi og er hún eftirfarandi: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Skýrsla um starf deildarinnar. 3. Skoðaður ársreikningur lagður fram til afgreiðslu. 4. Framkvæmda- og fjárhagsáætlun lögð fram. 5. Innsendar tillögur. 6. Kosning deildarstjórnar. 7. Kosning skoðunarmanna reikninga. 8. Önnur mál. Jón Brynjar Birgisson sviðsstjóri neyðarvarnarsviðs Rauða krossins heldur erindi um verkefnið 3 dagar. Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum og sjálfboðaliðum með sjálfboðaliðasamning. Kosningarétt hafa þeir sem greiddu félagsgjaldið fyrir 1. janúar 2017. Stjórnin Aðalmerki | Samsetning | Mosfellsbæ www.mosfellingur.is - 17 Haraldur Sverrisson bæjarstjóri hefur heimsótt stofnanir bæjarins síðustu vikur. Markmiðið með heimsóknunum er að hitta starfsfólk og fylgjast með starfseminni í návígi. „Starfsemi sveitarfélagsins er margþætt og það er mikilvægt að hitta fólk og heyra hvernig því gengur að sinna störfum sínum og heyra sjónarmið þeirra á hinum ýmsu verkefnum,“ segir Haraldur Sverrisson. Til stendur að heimsækja allar starfsstöðvar fyrir vorið en Mosfellsbær rekur um 20 stofnanir. Ungbarnaþjónustan verði þríþætt Haraldur heimsótti ungbarnadeild sem verið er að setja á fót á leikskólanum Huldubergi. Þar er verið að taka inn börn þessa dagana sem eru fædd á árinu 2015. Í haust verður svo hafist handa við að taka inn yngri börn eða þau sem fædd eru á árinu 2016. Þetta er í samræmi við ákvörðun sem bæjarstjórn tók við gerð fjárhagsáætlunar og lýtur að því að ungbarnaþjónustan verði þríþætt. Þannig geta eins til tveggja ára börn verið hjá dagforeldrum, í skilgreind- um plássum hjá einkareknum leikskólum í Reykjavík eða á annarri af tveimur ung- barnadeildum sem reknar verða á Huldu- bergi og Hlíð. Einnig var gjaldskrá fyrir þessa þjónustu samræmd. Bæjarstjóri heimsækir ung- barnadeild á Huldubergi Til stendur að heimsækja allar starfsstöðvar fyrir vorið fylgst með í návígi

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.