Mosfellingur - 21.12.2017, Blaðsíða 6

Mosfellingur - 21.12.2017, Blaðsíða 6
Eldri borgarar Þjónustumiðstöðin Eirhömrum Fram undan í FélagsstarFinu Basarfréttir Þann 18. nóvember síðastliðinn var basar félagsstarfsins haldinn og hafa viðtökur aldrei verið betri og innkoman eftir því. Eins og síðastliðin ár hefur basarfólkið gefið megnið af innkomunni til þeirra sem minna mega sín í bænum okkar. Engin breyting var á því í ár og voru 500 þúsund krónur afhentar við hátíðlega athöfn á Eirhömrum 6. des. síðastliðinn. Þar veittu sóknarprestur og starfsmenn bæjarins gjöfinni viðtöku. Einnig var ákveðið að gefa kvennadeild Lions, Úun- um, peningagjöf til minningar um kæra vinkonu, Svanhildi Þorkelsdóttur. Dóttir hennar Alfa Regína veitti gjöfinni viðtöku. Gaman er að segja frá því að mikið af því sem eftir varð var gefið undir jólatrén í Smáralind og Kringlunni til styrktar mæðrastyrksnefnd og einnig fóru stórir pokar fullir af prjónavörum til Grænlands þar sem skákfélagið Hrókurinn sér um að koma þeim á leiðarenda. Hjúkrunarheimið Hamrar mun einnig njóta góðs af innkomunni og verða góðar gjafir gefnar þangað. Það má því segja að sannar kærleiksgjafir hafi verið gefnar og þökkum við öllum sem tóku þátt í basarnum á einn eða annan hátt, bæði þeim sem komu og styrktu okkur og einnig þeim sem sáu um að framleiða allt efni sem selt var. Hlökkum til að sjá sem flesta að ári á næsta basar. Jólafrí félagsstarfsins Síðasti opni dagurinn í handverks- stofunni er fimmtudagurinn 21. des. og opnum við aftur 3. janúar kl 13:00. Hlökkum til að sjá ykkur öll aftur, óskum ykkur gleðilegra jóla og þökkum frábært samstarf á liðnu ári :) glerbræðslunámskeið Loksins laus pláss Glernámskeið Fríðu byrjar aftur 2. feb og er á föstudögum 10:00-14:00 í 4 skipti, alls 16 klst. Verð er 6.000 kr. Kennari er Fríða Sigurðardóttir sem hefur í mörg ár kennt glervinnslu hjá eldri borgurum. Lágmarksþátttaka 6-8 manns. Fyrstur kemur, fyrstur fær, plássin eru mjög fljót að fara. Endilega skráið ykkur í síma 6980090 eða á elvab@mos.is leikfimi 2018 Leikfimin byrjar aftur eftir áramót fimmtudaginn 11. jan kl 10:45 og 11:15. Allir velkomnir. listmálunarnámskeið Boðið verður upp á 8 skipta námskeið í málun með akríl/olíulitum. Námskeiðið er ætlað byrjendum, en líka þeim sem hafa málað eitthvað. Fólk mætir með sinn striga, liti (olíu- eða akríl) og pensla, en trönur og litir til að bjarga sér eru á staðnum. Námskeiðið hefst þriðjudaginn 23. janúar kl. 12:30-15:30. Leiðbeinandi er Hannes Valgeirsson kennari, mynd- listarmaður og málari. Verð 10.000 kr. Skráningar krafist. Allar upplýsingar eru í síma 586-8014. Aðeins 6-8 í hóp. tréútskurðarnámskeið Hefst miðvikudaginn 10. jan kl 19:00 ef næg þátttaka næst, lágmark 8 manns, í kjallara Eirhamra. Kennari Stefán Haukur. Skráningar krafist á blaði í handverks- stofu eða á elvab@mos.is stundaskrá 2018 kemur út í næsta mosfellingi :) - Fréttir úr bæjarlífinu6 Félag aldraðra í mosfellsbæ og nágrenni famos@famos.is www.famos.is Kristín Ýr býður sig fram í 5.-9. sæti Kristín Ýr Pálmarsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í 5.–9. sæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn í komandi sveitarstjórnakosningum. Kristín Ýr er hársnyrtimeistari og hefur lokið diplómaprófi frá Endurmenntun Háskóla Íslands í rekstrar- og viðskiptanámi. Kristín hefur fylgst með bæjar- málum í Mos- fellsbæ og einnig tekið þátt í mál- efnum tengdum börnunum okkar, atvinnumálum og starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Kristín vill leggja sitt af mörkum til að efla og styrkja það góða starf sem hefur verið unnið í Mosfellsbæ. Kristín hefur búið í bænum í 18 ár. Hún hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu, rekur litla hársnyrti- stofu og rekur einnig verktakafyrir- tækið Afltak ehf. með manni sínum Jónasi Bjarna Árnasyni húsasmíða- og rafvirkjameistara. Saman eiga þau tvö börn, þau Andra Frey 19 ára og Sunnevu Ósk 15 ára. Brennur yfir hátíðar á sínum stað Á gamlárskvöld verður áramóta- brenna haldin neðan Holtahverfis við Leirvoginn þar sem þrettánda- brennan er árlega. Mosfellsbær stendur fyrir brennunni í samstarfi við handknattleiksdeild Aftureld- ingar og Björgunarsveitina Kyndil. Kveikt verður í brennunni kl. 20:30. Hin árlega þrettándabrenna fer fram laugardaginn 6. janúar. Blysför verður frá Miðbæjartorgi kl. 18. Skólahljómsveitin, Stormsveitin, Grýla og Leppalúði og fleiri verða á svæðinu og flugeldasýning Kyndils verður glæsileg að vanda. VEFARASTRÆTI 16-22 270 Mosfellsbær sjá nánar á www.helgafellfasteignasala.is Líklega vönduðustu íbúðir landsins Sýnum samdægurs 33-61 milljón Verð hjá byggingaraðila Möguleiki á viðbótar- fjármögnun TVEGGJA TIL FJÖGURRA HERBERGJA ÍBÚÐIR Vandaðar sérsmíðaðar innréttingar frá Axis, lýsing frá Lumex og góð lofthæð. Húsið er staðsteypt, klætt báruáli frá Áltak, þar sem hönnunin fær að njóta sín til fulls. Innsteypt innfelld lýsing undir svölum. Hiti undir steyptri stétt. Bílageymsluhús í sérflokki með 35 stæðum ásamt 41 bílastæði utandyra. Sameign og lóð eru fullfrágengin. Rafmagnsopnanir í anddyrum, teppa-, og flísalögð sameign. Hljóðplötur í sameign til að dempa hljóð utan íbúðar. Ljósleiðaratenging komin inn í íbúðir. Afhending við kaupsamning Mikill metnaður einkennir alla hönnun og efnisval Gleðilega hátíð. Þökkum fyrir árið sem er að líða. Laxatunga 179 270 Mosfellsbær Gerplustræti 12 270 Mosfellsbær Þrastarhöfði 2 270 Mosfellsbær 203,4 fm Endaraðhús Góð lofthæð 80 fm 3-4 herb. Stæði í bílageymslu98,1 fm 3 herb Bílskýli Löggiltur fasteignasali Löggiltur fasteignasali Rúnar 7755 805 Knútur 7755 800Rúnar 7755 80582.900.000 41.000.00044.500.000 Gleðileg jól Urður Bára og Steinar Ingi, 5 ára, aðstoðuðu bæjarstjórann við að kveikja á jólaljósunum ljósin tEndruð á torginu M yn di r/ Ra gg iÓ la

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.