Mosfellingur - 21.12.2017, Blaðsíða 28

Mosfellingur - 21.12.2017, Blaðsíða 28
 - Íþróttir28 Árið 2017 var einstakt í sögu taekwondo- deildar Aftureldingar. Aldrei hafa fleiri ið- kendur verið skráðir, og er nú svo komið að hún er stærsta deild landsins þegar horft er til iðkenda á grunnskólaaldri. Árangur iðkenda á mótum á sér enga hliðstæðu í sögu deildarinnar, deildin eign- aðist silfurverðlaunahafa á EM í bardaga, Arnar Bragason, og hann vann einnig til gullverðlauna á Opna bandaríska meistara- mótinu. Það má með sanni segja að Arnar hafi átt eitt sitt allra besta ár í greininni og er deildin svo lánsöm að hann er yfirþjálf- ari hennar og hefur leikið lykilhlutverk í uppbyggingu deildarinnar undanfarin ár. Tvö systurfélög í Reykjavík Undanfarin misseri hafa tvö félög í Reykjavík, ÍR og Fram, orðið nokkurs kon- ar systurfélög Aftureldingar í taekwondo. Kennarar deildarinnar hafa tekið að sér alla kennslu hjá þeim félögum og eru ýms- ir viðburðir haldnir sameiginlega, auk þess sem beltaprófskröfur á milli félaganna hafa verið samræmdar. Þetta fyrirkomulag hefur mælst gríðarlega vel fyrir hjá öllum félög- unum og er gaman að sjá hversu vel kepp- endur, þjálfarar og aðstendendur vinna saman og hjálpast að á mótum. Sjálfsvarnarnámskeið kvenna Á haustdögum var haldið 8 vikna sjálfs- varnarnámskeið kvenna undir leiðsögn Maríu Guðrúnar Sveinbjörnsdóttur, kenn- ara við deildina. Námskeiðið var haldið öll fimmtudagskvöld í október og nóvember og var þátttakendum að kostnaðarlausu. Mjög góð þátttaka var á námskeiðinu og urðu margar konur frá að hverfa, en hins vegar hafa kennarar námskeiðsins ákveðið að endurtaka leikinn á vorönn og verður opnað fyrir skráningar nú upp úr áramót- um. Á námskeiðinu lærðu konurnar margs- konar tækni við að losa sig úr ógnandi og erfiðum aðstæðum og eins til hvaða ráða er hægt að grípa til að verja sig þegar slíkt reynist nauðsynlegt. Foreldratímar Bryddað var upp á þeirri nýjung í haust að bjóða upp á sérstaka foreldratíma tvisvar í viku og voru þeir tímar foreldrum iðkenda að kostnaðarlausu. Tilgangur tímanna er að kynna íþróttina fyrir foreldrum, bæði með spjalli og eins með því að spreyta sig í sportinu sjálfu, og auðvelda þeim þannig að styðja við börn sín í íþróttinni. Það hef- ur sýnt sig að börn sem taka þátt í sömu áhugamálum og foreldrarnir eru mun ólíklegri til að flosna upp úr því þegar þau eldast. Þessi nýjung mæltist svo vel fyrir að ráðgert er að þessir tímar verði fastur liður í stundatöflu deildarinnar héðan í frá. Nýir svarbeltingar Í byrjun desember var haldið svartbelt- ispróf þar sem fimm iðkendur deildarinn- ar tóku próf undir vökulum augum lands- liðsþjálfara Íslands í bardaga; hins frábæra Chago Rodriguez Segura. Ásthildur Emma Ingileifardóttir og Wikt- or Sobczynski stóðust próf fyrir 1. poom (sem er svart belti fyrir iðkendur sem ekki hafa náð 15 ára aldri) og Steinunn Selma Jónsdóttir stóðst próf fyrir 1. dan. María Guðrún Sveinbjörnsdóttir stóðst próf fyrir 2. dan og Arnar Bragason 4. dan og er þar með orðinn einn af þeim Íslendingum sem lengst hafa náð í íþróttinni. Öll stóðu þau sig með eindæmum vel á prófinu, sem var bæði langt og strangt, og voru það ansi margar spýtur sem þurftu að sætta sig við mölbrot áður en yfir lauk. Beltapróf í lok annar Síðasta föstudag var haldið beltapróf deildarinnar þar sem stór hópur iðkenda uppskar árangur ástundunar annarinnar og fékk nýtt belti til marks um framfarir sín- ar í íþróttinni. Beltaprófið var sameiginlegt með taekwondodeildum ÍR og Fram, og var svo haldið sameiginlegt lokahóf deildanna þar sem iðkendur fengu margs konar viður- kenningar fyrir árangur á árinu, s.s. ástund- un, hugrekki, framfarir og fleira. Það er engum blöðum um það að fletta að sú aðstaða sem deildin fékk afhenta fyr- ir tæpum fjórum árum hefur gjörbylt starfi deildarinnar og gert henni kleift að verða ein sú stærsta á landinu, og sennilega ein sú öflugasta. Stórt teymi áhugasamra kennara sem fylgjast grannt með iðkendum á æfing- um, öflugt foreldrafélag og áhugasamir aðstandendur hvetja iðkendur til dáða á æfingum og lætur árangurinn ekki á sér standa á mótum þar sem Afturelding sóp- ar til sín miklum fjölda verðlauna á öllum mótum sem haldin eru. taekwondodeild Aftureldingar Frábært ár að baki hjá iðkendur að loknu beltaprófi 15. desember svartbeltispróf 2. desember

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.