Mosfellingur - 23.06.2016, Side 4

Mosfellingur - 23.06.2016, Side 4
www.lagafellskirkja.is kirkjustarfið - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ64 HelgiHald næstu vikna sunnudagur 26. júní Guðsþjónusta í Mosfellskirkju kl. 11:00 Núvitund og hugleiðsla Rut G. Magnúsdóttir, djákni allar upplýsingar um helgihald lágafellssóknar sumarið 2016 er að finna á heimasíðu kirkjunnar www.lagafellskirkja.is Lokun Álafossvegar Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar hefur ákveðið að loka Álafossvegi varan- lega við bílastæði Álafossvegar 33. Breytingin tekur gildi í júlí. Mikill meirihluti íbúa og rekstraraðila óskaði eftir breytingunni en gerð var tilraun með hana síðasta sumar. Þeir sem leið eiga um Álafosskvos- ina þurfa því að hafa það hugfast að ekki verður lengur mögulegt að keyra í gegnum hana. Akstur í neyðartilvikum verður leyfður s.s. akstur sjúkra- og slökkvibíla. Ragnheiður Ríkharðs gefur ekki kost á sér Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þing- flokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu Alþingiskosningar. Ragn- heiður er annar þingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Suðvesturkjör- dæmi, næst á eftir Bjarna Benedikts- syni, formanni flokksins. Hún var fyrst kjörin á þing árið 2007 og var í öðru sæti á lista flokksins í kraganum. Áður hafði Ragnheiður verið bæjarstjóri í Mosfellsbæ á árunum 2002-2007. Ragnheiður tilkynnti um ákvörðun sína á Facebook og bætti við: „Ég hef verið svo lánsöm að kynnast góðu og skemmtilegu fólki í þessu starfi og fyrir það er ég óendanlega þakklát. Bestu þakkir fyrir hvatninguna og stuðninginn.“ NÝ JA R VÖ RU R PAKKAR SKEMMTILEGRI LEGO PLAYMO SUMARVÖRURFÓTBOLTAMYNDIR Við höfum aukið leikfangaúrvalið á pósthúsinu svo nú er það stútfullt af skemmtilegheitum. Þú finnur pakkann hjá okkur. Pósthúsið , . Opið virka daga kl. 9– Leiksvæðið við Víðiteig hefur nú verið endurnýjað með nýjum áherslum. Það hefur tekið á sig nýja mynd og hentar sem leiksvæði fyrir börn og fullorðna á öllum aldri. Umhverfið og leiktæki eru náttúruleg en á svæðinu leynist vina- leg slanga og bústinn froskur. Mikið er um falleg tré og blómstrandi runna og marglit fuglahús. Nýja leiksvæðið að Völuteig er tilvalin staður til að setjast niður með nesti og njóta umhverfisins með allri fjölskyldunni. endurnýjað leiksvæði í Víðiteig Fyrir um ári síðan ákváðu fjórir strákar úr Mosó að reyna að komast inn í BMX sumarbúðir til Bandaríkjanna. Þetta eru þeir Guðgeir, Hlynur, Kristján og Tjörvi. Fóru þeir af stað með söfnun og gengu í hús í Mosfellsbæ. Þeir söfnuðu dósum, seldu klósettpappír og sælgæti. Ferðin varð svo að veruleika strax eftir skólaslitin í vor. Flogið var til New York og þaðan farið til Woodward í Pennsylvaníu. Í Woodward er aðstaða til BMX iðkunar eins og best verður á kosið. Strákarnir fengu góða kennslu, eignuðust fullt af nýjum vin- um og nutu lífsins í botn. Þeir vilja koma á framfæri kærum þökkum til allra Mosfell- inga sem tóku vel á móti þeim í vetur, keyptu af þeim varning eða gáfu dósir. Og auðvitað þeim sem styrktu með öðrum hætti. Um leið vilja þeir skora á bæjarstjórn Mosfellsbæjar að setja upp góða aðstöðu í bænum til BMX iðkunar. Öryggisúrbætur við Tunguveg Þverun fyrir gangandi og hjólandi yfir Tunguveg verður útfærð á næstu dögum/vikum. Úrbæturnar fela í sér upphækkaða gönguþverun með merkingum beggja vegna þar sem ökumenn um Tunguveg eiga að hægja á sér. Gerður verður göngustígur yfir Tunguveg og reiðstíga við hliðina sem tengir saman stíg neðan Laxatungu við nýtt hjólreiðastæði sunnan Tungu- bakka. Úrbæturnar eiga að auka öryggi þeirra barna sem hjóla út á Tungubakka og nýja hjólreiðastæðið á að koma í veg fyrir að börnin þurfi að skilja hjólin eftir á reiðstígnum sem liggur meðfram Tungubökkum. Fjórir forfallnir BMX hjólastrákar úr Mosfellsbæ létu draum sinn rætast söfnuðu sér fyrir sumar- búðum í Bandaríkjunum ungir og efnilegir mosfellingar fjör allan hringinn Strákarnir í Team Cintamani létu sér ekki leiðast á hringferð sinni um landið þegar þeir tóku þátt í WOW Cyclothon. Gítarinn var með í för og tónleikar haldnir við hvert tækifæri. Team Cintamani er fjölþrautahópur sem hjólar, hleypur, syndir og fer á göngu- skíði. Þetta er í fyrsta skipti sem þeir taka þá cyclothoninu og dugði ekkert minna en gamla Spaugstofurútan undir mannskapinn. Fleiri lið úr höfuðstöðvum World Class í Mosfellsbæ tóku þátt í en Team Spinnigal sigraði í kvenna- flokki og Team UMFUS/Skoda lenti í öðru sæti í karlaflokki. Bragi leiðir sönginn í upphafi ferðar

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.