Mosfellingur - 23.06.2016, Blaðsíða 14

Mosfellingur - 23.06.2016, Blaðsíða 14
Grilltímabilið stendur nú sem hæst og eflaust margir farnir að grilla í tíma og ótíma. Ef þig langar í alvöru áskorun ættir þú að prófa að matreiða svínarif. Hér kemur ein skotheld aðferð. Hráefni • Svínarif, ca. 600 – 700 g á mann (það er ekki mikið kjöt á milli rifjanna). • Uppáhalds þurrkryddið/kryddblandan ykkar. • Uppáhalds BBQ sósan ykkar. • Regla númer eitt: Ekki sjóða rifin! Eldun á rifjum er tímafrek því það tekur kjötið langan tíma að meyrna og verða almennilegt. • Regla númer tvö: Hitinn má aldrei fara yfir 110 gráður meðan kjötið er eldað. Aðferð Þurrkryddið rifin með því að nudda kryddinu vel inn í kjötið. Látið standa í nokkra klukkutíma eða jafnvel yfir nótt í ísskáp. Þegar kjötið hefur tekið vel af bragði úr kryddinu eru rifin sett í ofn við ca. 100 – 110°C í 2 – 3 klst. Tíminn fer eftir þykktinni á bitunum, ef rifin eru þykk eru þau elduð lengur. Áður en rifin eru tekin úr ofninum er grillið gert tilbúið. Rifin eru elduð við óbeinan hita sem þýðir að þau mega ekki vera beint yfir hitanum. Ef þið eruð með kolagrill þá er kolunum ýtt til annarrar hliðarinnar og rifin höfð á grindinni hinum megin. Ef þið eruð með gasgrill þá er kveikt á einum brennara yst og rifin höfð hinum megin á grillfletinum. Fyllið eldfast ílát með vatni, skál eða fat, og setjið yfir hitann. Þegar vatnið gufar upp mun það halda raka í kjötinu. Prófið ykkur áfram með hitamæli og náið ca. 100° C inni í grillinu áður en rifin eru sett á. Rifin eiga að grillast við óbeinan hita í ca. klukkustund. Þegar kjötið hefur verið á grillinu í um klukkustund er kynt vel undir því fyrir lokasprettinn. Ef þið eruð með gasgrill þá kveikið þið á brennurunum sem eru undir kjötinu, ef þið eruð með kolagrill þá dreifið þið úr kolunum. Penslið rifin með BBQ sósunni, snúið og penslið hinum megin. Endurtakið þetta 2 – 3 sinnum þannig að falleg áferð komi á rifin af sósunni. Uppskrift sem svínvirkar • Gefðu þér góðan tíma við grillið • Fátt betra á fallegu sumarkvöldi Grilluð svínarif eru lostæti Matarhorn Mosfellings Tilvalið að skola rifjunum niður ísköldu öli. - Kvennahlaupið í Mosfellsbæ14 Svínarif á grillið Svipmyndir úr kvennahlaupinu

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.