Mosfellingur - 10.11.2016, Page 14

Mosfellingur - 10.11.2016, Page 14
 - Dreift frítt í Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós14 Bókasafn Mosfellsbæjar Bókmennta­ hlaðborðið 2016 Nú er orðið ljóst hverjir koma fram á Bókmenntahlaðborði Bókasafnsins sem verður þriðjudaginn 15. nóvember kl. 20-22. Þeir höfundar sem kynna bækur sínar að þessu sinni eru: Ragnar Jónasson með bók sína Drunga, Sigríður Hagalín Björnsdóttir með Eyland, Steinunn Sigurðardóttir með Bæinn þar sem birtan er, Vigdís Grímsdóttir með Elsku Drauma mín og Þórarinn Eldjárn með Þætti af séra Þórarinum og fleiri sögur. Katrín Jakobsdóttir bókmenntafræðingur stýrir umræðum eins og undanfarin ár. Á undan dagskránni kl. 19:30 leika Laufey Sigurðardóttir á fiðlu og Páll Eyjólfsson á gítar. Að vanda verða kertaljós og veitingar að hætti bókasafnsins - sem sagt algjör veisla. Listasalur Mosfellsbæjar NÁTTÚRA Ný sýning var opnuð í Listasal Mosfells- bæjar á laugardaginn var. Sýningin heitir NÁTTÚRA og er það Árni Rúnar Sveinsson sem sýnir okkur olíumálverk sem hann hefur unnið út frá náttúrunni. Um verkin segir í sýningarskrá: ,,Árni er undir sterkum áhrifum frá litbrigðum og formum frumgróðurs jarðar. Á löngum göngum um hálendi Íslands hafa sprottið þessar hugmyndir að svo sérstæðum málverkum Árna... Myndirnar vekja hughrif sem minna á gönguferð um eyðilendur þar sem litir og form raðast í ákveðna hrynjandi í myndrýminu. Áhorfandinn finnur næstum áþreifanlega fyrir því hvert förinni er heitið. Handan við grágrænan ásinn er kannski skær birta, sólgulir blettir í brekku og bergvatn við gljáðan klettavegg.“ Árni lærði myndlist m.a. við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Myndlist- arskóla Reykjavíkur og hélt sína fyrstu einkasýningu 1989. Sýning Árna Rúnars er opin á af- greiðslutíma Bókasafnsins og stendur til 3. desember. árni rúnar úti í náttúrunni sýningaropnun myndaröðin náttúra árni rúnar (t.h.) á spjalli við sýningargest HÁHOLTI 14 SÍMI 586 1210 Eigum til takmarkað magn af vinsælu borðspilunum CATAN og CARCASSONNE. Einnig framhaldsspil fyrir þessi ásamt fjölda annara spila. Verð frá kr. 1.990,- Í tilefni alþingiskosninganna 29. október var kosningaþema hjá nemendum í 5. bekk Varmárskóla. Líkt var sem mest eftir hefðbundnum kosningum. Nemendur skráðu niður hverju þyrfti að breyta í skólanum og nánasta um- hverfi. Svo leituðu þeir að einhverjum sem studdi skoðanir þeirra og fengu þá til að stofna með sér flokk um málefnin. Því næst var farið með lista frambjóð- enda til kjörstjórnar sem skipuð var 8 nem- endum ásamt formanni kjörstjórnar, sem sáu um að skrá flokkinn niður og úthluta flokkunum listabókstaf. Í kjölfarið útbjuggu frambjóðendur ásamt stuðningsmönnum auglýsingar og spjölluðu við aðra nemend- ur í von um að fá þá til að styðja sig. Alvöru stefnumál Þá var gengið til kosninga. Nemendur mynduðu röð að kjördeildinni þar sem þeim var hleypt inn eftir fyrirfram ákveðnu skipulagi. Þar tóku starfsmenn kjörstjórnar á móti þeim og kannað var hvort viðkom- andi væri á kjörskrá. Því næst fékk hann afhentan kjörseðil sem kjörstjórn útbjó og kjósandinn fór í kjörklefa þar sem hann merkti við þann flokk sem honum hugn- aðist best og skilaði svo kjörseðlinum í kjörkassann. Kjörstjórnin skipaði 10 manna hóp taln- ingarmanna sem töldu atkvæðin vel og örugglega. Að lokum voru úrslitin birt. Það var eftirtektarvert hversu áhuga- samir nemendur voru um allt ferlið og hve mikil alvara var í stefnumálunum en þar má nefna að stytta skóladaginn til kl. 13:30, lækka verð, sömu laun fyrir sömu vinnu, útrýma einelti, útrýma fátækt og styðja við velferð dýra. Kosningar hjá 5. bekkingum kosningabaráttan í undirbúningi á kjörstað Skólakór Varmárskóla Jólasveinar koma í heimsókn Komið og syngið með jólasveinunum Skólahljómsveit Mosfellsbæjar spilar, leikskólabörn aðstoða bæjarstjóra við að kveikja á jólatrénu og Skólakór Varmárskóla syngur. Gera má ráð fyrir að einhverjir jólasveinanna muni koma ofan úr Esju þennan dag til að dansa í kringum tréð með börnunum. Eftir að dansað hefur verið í kringum jólatréð verður haldið inn í Kjarna þar sem Kammerkór Mosfellsbæjar mun syngja lög og stýra fjöldasöng ásamt strengjasveit Listaskólans. Félagar úr knattspyrnudeild Aftureldingar sjá um kakó-, kaffi- og vöfflusölu. Skólahljómsve it Mosfellsbæja r Ljósin tendruð á Jólatré MoSfellSbæJar laugardaginn 26. nóvember kl. 16 á Miðbæjartorginu

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.