Mosfellingur - 10.11.2016, Qupperneq 20

Mosfellingur - 10.11.2016, Qupperneq 20
 - Fréttir af fólki20 Daginn eftir Landsmót skáta, sunnudaginn 24. júlí, lögðu 17 dróttskátar og foringjar þeirra úr skátafélaginu Mosverjum og skátafélaginu Stíganda frá Búðardal af stað til Mónakó til að taka þátt í smáþjóðaleik- um skáta, Euro Mini Jam. Euro Mini Jam er skátamót þar sem skátar frá löndum þar sem fólksfjöldi er undir einni milljón, koma saman á. Að þessu sinni tóku Færeyjar, Ísland, Kýpur, Lichtenstein, Mónakó og Svartfjallaland þátt í mótinu. Engin tjaldsvæði í Mónakó Gist var í almenningsgarði á meðan mót- inu stóð því ekki eru til opin svæði í land- inu, né tjaldsvæði, enda óheimilt að gista í tjöldum í landinu. En skátarnir fengu að sjálfsögðu undanþágu frá því, það eru bara engin tjaldsvæði í Mónakó. Ýmsar skáta- þrautir voru unnar í alþjóðlegum hópum sem gaf skátunum tækifæri á að kynnast hver öðrum betur. „Eftir mótið á ég vini alls staðar að úr Evrópu sem ég mun vonandi hitta aftur á skátamótum í framtíðinni,“ segir Hrafnhild- ur Oddný sem var ein þátttakendanna. Selfie með prinsinum í Mónakó Sem dæmi um þá skemmtilegu og fjöl- breyttu dagskrá sem krakkarnir tóku þátt í var að fara í háloftabraut í Ölpunum, gera eldflaugar úr plastflöskum, fara í river- rafting, snorkla í sjónum og skoða Monte Carlo kastalann, borgina Mónakó, sjávar- dýrasafn og margt, margt fleira. „Mér fannst skemmtilegast þegar við fórum í sólarhrings göngu í ítölsku Ölpun- um og sváfum þar eina nótt í tjaldi, ég hef aldrei séð jafn fallegt útsýni,“ segir Ísak. „Það var líka mjög gaman að fá að hitta prinsinn af Mónakó. Ég fékk meira að segja selfie með honum,“ bætir Theódór við. Pokemon-GO vinsælt Þó að lítið hafi verið verslað í ferðinni nýttu krakkarnir tækifærið og gæddu sér á Starbucks og McDonalds. Svo má auðvitað ekki gleyma Pokemon-GO sem var mjög vinsælt meðal þátttakenda á mótinu. Eftir skemmtilega og sólríka dvöl lauk mótinu 30. júlí og héldu krakkarnir heim- leiðis, ánægðir með skemmtilega ferð. Skátafélagið fór í ævintýralega ferð til Mónakó í sumar Mosverjar á Euro Mini Jam 2016 kvöldvaka í húsahverfi river rafting eldflaugarskotsnorklað tjaldað í skrúðgarði hópurinn með prins albert af mónakó Kvenfélagskonur úr Kjósinni komu færandi hendi í Reykjadal um síðustu helgi. Þá af- hentu þær glænýja þvottavél að gjöf sem hefur bráðvantað á staðinn. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra rekur sumar- og helgardvalarstað í Reykjadal fyrir fötluð börn og ungmenni. Árlega dveljast þar um 250 börn á aldrinum 8-21 árs. Konurnar í Kvenfélagi Kjósarhrepps hafa dáðst af starfinu sem fram fer í Reykjadal og ákvaðu því að styrkja starfsemina að þessu sinni. Hjartastuðtæki til Kjósarhrepps Á haustdögum færðu þær einnig Kjós- arhreppi tvö hjartastuðtæki en lengi hefur staðið til að eiga slík tæki í sveitinni. Kjósar- hreppur mun mun festa kaup á þriðja tæk- inu og ákveða í framhaldinu staðsetningu tækjanna í samvinnu við fagaðila. Í kvenfélagi Kjósarhrepps eru 18 öflugar konur sem með krafti sínum hafa stutt við verðug verkefni í samfélaginu. Þær halda árlegt þorrablót, selja kaffi á Kátt í Kjós og á jólamarkaði, standa fyrir kosningakaffi og ýmsum viðburðum sem falla til. Síðasta árið hefur kvenfélagið gefið á aðra milljón til ýmissa góðra málefna og vilja þær koma á framfæri sérstökum þökkum til allra þeirra sem hafa stutt við félagið. Kvenfélag Kjósarhrepps lætur gott af sér leiða • Styðja við verðug verkefni í samfélaginu Komu færandi hendi í Reykjadal kvenfélagskonur afhenda margréti völu forstöðumanni reykjadals gjöfina MOSfellingur ...fylgstu med okkur á facebook

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.