Mosfellingur - 10.11.2016, Page 21

Mosfellingur - 10.11.2016, Page 21
www.mosfellingur.is - 21 „Það fæðist enginn atvinnumaður“ - leiðin að árangri – Miðvikudaginn 16. nóvember kl. 20.00 í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ Loga Geirsson, fyrrverandi handboltakappa og landsliðsmann, þarft vart að kynna. Hann hefur leikið sem atvinnumaður með mörgum af bestu handknattleiksliðum heims og var í landsliði Íslands sem vann silfrið svo eftirminnilega á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Í erindi sínu „Það fæðist enginn atvinnumaður“ fer Logi yfir leiðina að árangri svo sem markmiðasetningu, mataræði, sjálfstraust, hugarfar og margt fleira sem vert er að huga að þegar við stefnum að ákveðnum markmiðum. Aðalfundur heilsuklasans Heilsuvinjar verður einnig á dagskrá þar sem fram fara hefðbundin aðalfundarstörf. Boðið verður upp á léttar veitingar. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir! Heilsueandi Samfélag í Mosfellsbæ Vertu með! www.heilsuvin.is

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.