Mosfellingur - 10.11.2016, Side 36

Mosfellingur - 10.11.2016, Side 36
Agnes Heiða kom í heiminn mánu- daginn 17. október. Hún var 3.150 g og 50 cm á lengd. Foreldrar hennar eru Hafþór Finnbogason og Ólöf Ósk Guðmundsdóttir, Miðdal í Kjós. Tandoori kjúklingur og Naan brauð Í eldhúsinu Björk Ingadóttir og Valgarð Már Jakobsson deila með okkur uppskrift að þessu sinni en þau eru bæði kenn- arar við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. Kryddlögur • 2 kúfaðar matskeiðar af Tandoori Masala • 1 bolli grísk jógúrt • 1 hvítlauksrif pressað • ½ laukur fínsaxaður • safi úr ½ lime ávexti Hrærið kryddlöginn saman og skerið þrjár kjúklingabringur niður í munnbita. Gott er að láta liggja í leginum í fjóra klukkutíma, þótt klukkutími nægi alveg. Kjúklingabitarnir eru svo steiktir á pönnu eða grillaðir, gætið þess að skafa vel af bitunum svo þeir brenni ekki. Naan brauð • 1,5 dl fingurheitt vatn • 2 tsk sykur • 2 tsk þurrger • 4 dl hveiti • 0,5 tsk salt • 2 msk brætt smjör • 2 msk grísk jógúrt Hrærið saman geri, vatni og sykri. Leggið visk- astykki yfir skál- ina og látið standa í 10 mínútur. Bætið hveiti, salti, smjöri og jógúrt saman við og hnoðið saman í deig. Leggið viska- stykki yfir skálina og látið deigið hefast í 30 mínútur. Skiptið deiginu í jafna hluta og mótið flat- brauð með fingurgómunum. Steikið brauðið á miðlungshita í 3-4 mínútur áður en því er snúið við og steikt áfram í 2-3 mínútur. Borið fram með hrísgrjónum, fersku salati og jógúrtsósu. Sumar- minningar Núna svona þegar nóvember er gengin n í garð og dagarnir farnir að styttast all - verulega verður manni stundum hugs að til sumarsins. Sumarsins sem var svo voðalega gott og hlýtt bæði hér á Íslan di og erlendis. Í sumar varði ég rúmum þremur vikum í fjórum mismunandi Evrópulöndum. Það var að vísu í tveim ur ólíkum ferðum, þar sem ég fór fyrst með fimleikahópnum mínum til Ítalíu og síðar með fjölskyldunni til Ungverj a- lands og ferðaðist þaðan til Austurríki s og Slóvakíu. Ég hugsa að ég muni seint gleyma því hvernig móttökurnar voru á Ítalíu , þegar hópur af fimleikastelpum steig út úr rútunni um miðja nótt fyrir utan strandhótelið okkar. Það hafði greinil ega verið einhver hátíð í gangi á ströndinn i því það var fólk alls staðar! Þjálfar- inn sagði okkur að ganga saman í hóp í gegnum mannþröngina svo engin myndi týnast úr hópnum og það var sv o sannarlega þörf á því. Hróp, köll, blíst ur og læti fylgdu okkur alla leiðina upp a ð hóteldyrunum og þótt við hefðum ver ið varaðar við ágengni ítalskra karlmann a var okkur samt brugðið. Vorum við þv í flestar sammála um það að okkur líka ði betur við hegðun íslenskra karlmanna . Sérstaklega eftir að við fórum í vatns- rennibrautagarð og hittum þar ítalska drengi sem báðu okkur margsinnis um að koma með þeim inn á salernið og „fare un bambino“ eða „make a baby“ eins og googlið sagði okkur... Já, móttökurnar voru nú ekki eins í Ungverjalandi, Austurríki eða Slóvakí u þar sem ég var með kærastanum, ömm u minni og bróður. Hefði mér þó þótt þa ð afskaplega fyndið ef ungversku karl- mennirnir hefðu tekið upp á því að fla uta á eftir tæplega sextugri lesbískri ömm u minni. En þetta var náttúrlega alls ekki það sem ég ætlaði að skrifa um í þessum pistli, um móttökur karlmanna í öðru m löndum, já nei nei. Aðalatriðið var nú bara að ræða um þá þáþrá til sumarsin s og hinn yfirvofandi íslenska vetur, en það verður að bíða betri tíma og þakka ég fyrir mig í bili. Þar til næst. Móey pála hjá björk og valla - Heyrst hefur...36 Björk og Valli skora á Björgu Magg og Örn Hennings að deila með okkur næstu uppskrift Sendið okkur myndir af nýjum sveit- ungum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Nýir Kjósverjar Þessa fallegu haustmynd tók Raggi Óla ljósmyndari Mosfellings á dögunum. Úlfarsfellið skartar sínu fegursta og speglast svona fallega í vatninu. Spegilslétt fjallasýn Heyrst Hefur... ...að búið sé að loka Kaffihúsinu á Álafossi. ...að reynir schmidt hafi átt stórafmæli á dögunum. ...að Bryndís Haralds hafi flogið inn á þing og sé þar með eini Mosfell- ingurinn sem sinna mun því starfi á næstunni. ...að Mosfellingurinn Kjartan reinholds sé sestur tímabundið í stól framkvæmdastjóra Aftureldingar. ...að Katrín Jakobs muni stjórna bók- menntahlaðborðinu í Bókasafninu þriðjudaginn 15. nóvember. ...að laun bæjarstjórnar Mosfellsbæjar og nefndarmanna eru reiknuð út frá þingfararkaupi og munu því hækka um góða summu eftir umdeilda ákvörðun kjararáðs. ...að Lúlla á Ökrum hafi fagnað sextugsafmæli sínu um síðustu helgi. ...að Apótekarinn í Kjarna ætli að bjóða viðskiptavinum sínum á leik Aftureldingar og Hauka á sunnu- daginn. ...að hinn vinsæli basar félagsstarfs eldri borgara verði haldinn laugar- daginn 19. nóvember. ...að búið sé að ráða Loga Bergmann sem veislustjóra á Þorrablót Aftur- eldingar sem fram fer 21. janúar. ...að systkinin KK og ellen ætli að vera með jólatónleika í Hlégarði um miðjan desember. ...að skilanefnd Kaupfélagsins sé búin að setja fasteignir félagsins í Háholti á almenna sölu. ...að uppi séu hugmyndir um að stofna hjólreiðadeild innan Aftureldingar. ...að Bjartmar Guðlaugs verði með upplestur og söng á aðventukvöldi samfylkingarinnar 24. nóvember. ...að það verði boðið upp á blóðsykur- smælingu í Krónunni 17. nóv kl. 17-19 á vegum Lionsklúbbanna í Mosó. ...að Andrea Gunnars hafi haldið upp á fimmtugsafmæli sitt um síðust helgi. ...að Alli rúts sé að selja Hótel Laxnes. ...að Gústav og Guðrún séu að byggja við hliðina á Jóni Baldvini og Bryndísi schram. ...að Afturelding hafi dregist gegn Ír í Coca Cola bikarnum í handbolta. ...að eldhúspartý fM957 verði haldið í Hlégarði fimmtudagana 17. og 24. nóvember. ...að Heilsueflandi samfélag sé búið að fá handboltakappann Loga Geirs til að halda fyrirlestur í fMOs næstkomandi miðvikudag. ...að Greta salóme verði þrítug á morgun. ...að stelpurnar í handboltanum séu komnar í 8-liða úrslit í bikarnum. ...að 8villtir haldi sína árlegu hrossakjötsveislu í Harðarbóli á laugardaginn. ...að Davíð Gunnlaugs sé tekinn við sem nýr íþróttastjóri GM mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.