Mosfellingur - 08.01.2015, Qupperneq 6

Mosfellingur - 08.01.2015, Qupperneq 6
Jóhanna Elísa Svendsen Engelhartsdóttir snéri við blaðinu á árinu 2014. Jóhanna skráði sig í raunveruleikaþáttinn The Bigg- est Loser Ísland sem sýndur er á Skjá einum og stóð uppi sem sigurvegari. Hún léttist um rúm 52 kg á meðan á þátt- unum stóð. Mosfellingar sátu límdir fyrir framan sjónvarpsskjáinn og hvöttu sína konu til dáða. Viðburðaríkt ár að baki „Takk kærlega fyrir, ég átti engan veginn von á þessu. Þetta er mjög ánægjulegt og mikill heiður,“ segir Jóhanna þegar henni var tilkynnt um valið á Mosfellingi ársins. „Það hefur orðið kúvending í mínu lífi og árið 2014 var vægast sagt viðburða- ríkt. Ég fór að hugsa um sjálfa mig og setti mig í fyrsta sætið. Ég hugsaði mig ekki tvisvar um þegar ég skráði mig í The Biggest Loser. Þetta var það sem ég var búin að bíða eftir og frá upphafi ætlaði ég mér að vinna þetta. Ég var orðin þreytt á sjálfri mér.“ Jóhanna var frá vinnu og fjölskyldu í 10 vikur meðan á tökum stóð á heilsuhótelinu á Ásbrú. „Ég þurfti virkilega að núllstilla mig og hafði mjög gott af því.“ Verður einkaþjálfari Jóhanna stóð uppi sem sigurvegari og léttist um rúm 52 kg og hafði lést um 12 kg áður en þættirnir hófust. Alls voru þetta því 64 kg sem fuku á þessum tíma. Jóhann hefur haldið sér vel við eftir að þáttunum lauk og hugar vel að heilsunni. Hún stundar nám við Keili og stefnir að því að út- skrifast þaðan sem einkaþjálfari í vor. „Nú er það bara næsta skref, að hjálpa öðrum. Yfirþyngd er stórt vandamál og margir sem þurfa á hjálp að halda. Ég er full af hugmyndum og hlakka til að hefjast handa.“ Hlakkar til að vera áhorfandi Jóhanna er orðin meðvit- aðri um hreyfingu almennt og er skíðaíþróttin orðin nýjasta fjölskylduáhugamálið. „Þetta á ekki að snúast um öfga, þá gefst maður upp. Ég hef náð mestum árangri með því að borða eðli- lega,“ segir Jóhanna að lokum og hlakkar til að vera áhorfandi að næstu þáttaröð af Biggest Loser sem hefst eftir tvær vikur. Eldri borgarar Þjónustumiðstöðin Eirhömrum Framundan janúar námskeið í Grettissögu Eins og áður hefur komið fram er fyrir- hugað námskeið í Grettissögu á vegum Menningar- og skemmtinefndar FaMos. Náist lágmarksþátttaka mun námskeiðið hefjast þriðjudaginn 13. janúar 2015 og standa yfir næstu fimm þriðjudaga kl. 17:00 – 19:00 og lýkur þá þriðjudaginn 10. febrúar. Formleg námskeiðslok felast svo í ferð á söguslóðir í Skagafirði fyrripartinn í júní. Þar sem þetta er nokkuð löng leið er gert ráð fyrir gistingu eina nótt á Sauðárkróki. Námskeiðsgjald verður kr. 8.500 á þátttakanda, en þá er reiknað með 25 þátttakendum að lágmarki. Ef ekki næst sá þátttakendafjöldi er vandséð að af námskeiðinu geti orðið. Innifalið í þátttökugjaldinu er fimm daga námskeið og leiðsögn í tvo daga um söguslóðir Grettissögu og lítillega varðandi aðrar Húnvetningasögur og Sturlungu. Það sem ekki er innifalið er fargjald með rútu, gisting og fæði þessa tvo daga. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku ekki seinna en fimmtudaginn 8. janúar 2015 á netfanginu gretar@heima.is, eða í síma 897 6536. Tiffanys glervinnsla/námskeið Fyrirhugað er að halda námskeið í Tiff- anys glervinnslu ef næg þátttaka næst. Kennt yrði einu sinni í viku, dagsetning ekki alveg komin á hreint. Þeir sem hafa áhuga endilega hafið samband við félagsstarfið í síma 586 -8014/ 698-0090 eða á elvab@mos.is. Einnig er velkomið að koma í handverksstofuna á Eirhömrum 1. hæð hjá matsalnum og láta skrá sig. Þátttökugjaldi yrði stillt í hóf eins og alltaf. myndlistanámskeið/leðurnámskeið Fyrirhugað er að halda myndlistanám- skeið á þessari vorönn ef næg þátttaka fæst. Leitað er nú logandi ljósi að kennara. Einnig er ætlunin að bjóða upp á leðurnámskeið ef þátttaka næst. Námskeiðið myndi byggjast upp á endurnýtingu efnis og gerðar yrðu töskur og annað. Kennt yrði einu sinni í viku á báðum námskeiðum, dagsetningar ekki komnar á hreint. Þeir sem hafa áhuga endilega hafið samband við félagsstarfið í síma 586 -8014/ 698-0090 eða á elvab@ mos.is. Einnig er velkomið að koma í handverksstofuna á Eirhömrum 1. hæð hjá matsalnum og láta skrá sig. Þátttöku- gjaldi yrði stillt í hóf eins og alltaf. Opið hús/menningarkvöld hjá Famos 19. janúar kl. 20:00 í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar. Þar mun Sigurður Hreiðar fjalla um Mosfellssveit og Mosfellsbæ fyrr og nú í máli og myndum. Að því loknu leikur Símon H. Ívarsson spænsk lög á gítarinn og kaffinefndin verður með sitt rómaða kaffihlaðborð. - Fréttir úr bæjarlífinu6 Námskeið í Grettissögu Eins og áður hefur komið fram er fyrirhugað námskeið í Grettissögu á vegum Menningar- og skemmtinefndar FaMos. Náist lágmarks þátttaka mun námskeiðið hefjast þriðjudaginn 13. janúar 2015 og standa yfir næstu fimm þriðjudaga kl. 17:00 – 19:00 og lýkur þá þriðjudaginn 10. febrúar. Formleg námskeiðslok felast svo í ferð á söguslóðir í Skagafirði fyrripartinn í júní. Þar sem þetta er nokkuð löng leið er gert ráð fyrir gistingu eina nótt á Sauðárkróki. Námskeiðsgjald verður kr. 8.500 á þátttakanda, en þá er reiknað með 25 þátttakendum að lágmarki. Ef ekki næst sá þátttakendafjöldi er vandséð að af námskeiðinu geti orðið. Innifalið í þátttökugjaldinu er fimm daga námskeið og leiðsögn í tvo daga um söguslóðir Grettissögu og lítillega varðandi aðrar Húnvetningasögur og Sturlungu. Það sem ekki er innifalið er, fargjald með rútu, gisting og fæði þessa tvo daga. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku ekki seinna en fimmtudaginn 8. janúar 2015 á netfanginu gretar@heima.is, eða í síma: 897 6536. Opið hús/menningarkvöld hjá FaMos, kl. 20:00 þann 19. Janúar í Framhladsskóla Mosfellsbæjar. Þar mun Sigurður Hreiðar fjalla um Mosfellssveit og Mosfellsbæ fyrr og nú í máli og myndum. Að því loknu leikur Símon H. Ívarsson spænsk lög á gítarinn og kaffinefndi verður með sit rómaða kaffihlaðborð. Tiffanys Glervinnsla/námskeið Fyrirhugað er að halda námskeið í Tiffanys glervinnslu ef næg þátttaka næst. Kennt yrði einu sinni í viku, dagsetning ekki alveg komin á hreint, þeir sem hafið áhuga endilega hafið samband við félagsstarfið í síma 586 -8014/ 698-0090 eða á elvab@mos.is. Einnig er Rafræn kosning um íþróttakarl og konu Búið er að útnefna 11 einstaklinga til íþróttakarls og konu Mosfellsbæj- ar 2014. Fjórir karlar eru tilnefndir og sjö konur. Íþróttafólkið er kynnt betur til sögunnar annarsstaðar í blaðinu. Bæjarbúum gefst kostur á, ásamt aðal- og varamönnum í Íþrótta- og tómstundanefnd, að kjósa um tilnefningarnar. Kosningin fer fram á vef Mosfellbæjar www.mos. is dagana 8.-18. janúar. Velja skal einn karl og eina konu. Úrslit verða kynnt fimmtudaginn 22. janúar kl. 19 í íþróttamiðstöðinni að Varmá. Þangað eru allir velkomnir. Á myndinni hér að ofan má sjá íþróttamenn Mosfellsbæjar 2013, þau Telmu Rut Frímannsdóttur karatekonu og Kjartan Gunnarsson akstursíþróttamann. Ráðinn lögmaður Mosfellsbæjar Sigurður Snædal Júlíusson hrl., LLM, hefur verið ráðinn lögmaður Mosfellsbæjar. Sigurður býr yfir víðtækri reynslu í lögmennsku og á að baki farsælan feril sem lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur, Logos lögmanns- þjónustu og hjá Íslögum. Hann hefur einnig sinnt kennslu á hdl. námskeiðum, verið stundakennari við Háskólann í Reykjavík og leiðbeinandi nem- enda við gerð lokaritgerða bæði við Háskólann í Reykjavík og Háskól- ann á Bifröst. Jóhanna valin Mosfellingur ársins 2014 • Í tíunda sinn sem útnefningin fer fram Næsta skref er að hjálpa öðrum í sömu sporum Jóhanna tekur við viðurkenningunni úr höndum hilmars ritstJóra mosfellings Bæjarblaðið Mosfellingur hefur staðið fyrir vali á Mosfellingi ársins síðastliðin ár. Nafnbótina hafa hlotið: 2005 Sigsteinn Pálsson 2006 Hjalti Úrsus Árnason 2007 Jóhann Ingi Guðbergsson 2008 Albert Rútsson 2009 Embla Ágústsdóttir 2010 Steinþór Hróar Steinþórsson 2011 Hanna Símonardóttir 2012 Greta Salóme Stefánsdóttir 2013 Hljómsveitin Kaleo 2014 Jóhanna Elísa Engelhartsd. moSfEllInGuR ÁRSInS Verðlaunagripurinn er eftir Þóru Sigurþórsdóttur á Hvirfli og blómvöndurinn frá Gísla í Dalsgarði. laugardaginn 24. janúar 2015 stundaskrá á bls. 10

x

Mosfellingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.