Mosfellingur - 08.01.2015, Page 13

Mosfellingur - 08.01.2015, Page 13
Íþróttamaður Aftureldingar árið 2014 Örn Ingi er fæddur árið 1990 og hefur æft handknattleik í 16 ár. Örn Ingi er mikill íþróttamaður, fjölhæfur leikmað- ur sem býr yfir öllum þeim hæfileikum sem prýða framúrskarandi leikmann. Örn Ingi stundar íþrótt sína af mikilli samviskusemi og er mikil og góð fyrirmynd innan sem utan vallar. Örn Ingi er gegnheill Aftureldingarmaður. Þrátt fyrir gylliboð margra félaga ákvað hann að spila með sínu uppeldisfélagi í 1. deild karla eftir fall árið á undan og var hann staðráðinn ásamt liðinu að komast beint aftur upp og spila í deild þeirra bestu. Örn Ingi var og er leiðtogi liðsins sem vann 1. deildina örugglega og átti hann frábært tímabil. Á lokahófi Handknattleikssambands Íslands í vor var hann valin besti sóknarmaður og leikmaður ársins í 1. deild karla af þjálfurum og leikmönnum deildarinnar fyrir árið 2014. Árangur Aftureldingar í fyrri hluta Íslandsmóts í efstu deild hefur verið frábær og Örn Ingi þar í lykilhlutverki með félögum sínum. Örn Ingi Bjarkason handknattleiksmaður Akstursíþróttamaður Mosfellsbæjar 2014. Eyþór hefur stundað motocross frá 7 ára aldri og keppti fyrst 12 ára, þegar hann hafði aldur til. Í dag er Eyþór 21 árs og hefur alla tíð keppt fyrir Moto- Mos. Í vetur dvaldi Eyþór erlendis við æfingar sem skilaði sér svo sannarlega þar sem hann vann 17 af 20 mótum sumarsins og landaði Íslandsmeistara- titlum í bæði MXopen og MX2. Eyþór var kjörinn akstursíþróttamaður MSÍ 2014. Eyþór er mikill keppnismaður og flott fyrirmynd. Hann sér einnig um þjálfun. Enduro: • 3. sæti til Íslandsmeistara MX: • Íslandsmeistari í MX open. Það er mikið afrek þar sem hann keppti á 250cc hjóli en í þessum flokki eru leyfð mun kraftmeiri hjól og keppa flestir á 450cc hjólum. • Íslandsmeistari í MX2 Eyþór Reynisson akstursíþróttamaður Hestaíþróttamaður Harðar 2014 Reynir Örn er framúrskarandi afreks- maður í hestaíþróttinni. Hann hefur verið valinn hestaíþróttamaður Harðar sjö sinnum, hefur sinnt félagsstörfum og starfað sem reiðkennari hjá Herði og víðar bæði hérlendis og erlendis um árabil, ásamt því að reka stórt hestabú. Hann hefur oft verið valinn í landslið Íslands og keppt fyrir Ísland á erlendri grundu. Hann er mjög góð fyrirmynd fyrir yngri kynslóðina . Árið 2014 var einkar farsælt keppnisár hjá Reyni: • Tilnefndur sem íþróttaknapi og knapi ársins af Landssambandi hestamanna . • Íslandsmeistari í T2 með hæstu einkunn ársins 8.58 • Feif World ranking 2014 (heimslisti), 3. sæti í T2, 7. sæti í fimmgangi, 5. sæti í 150m skeiði. • Vann 4 greinar í meistaraflokki á Reykjavíkurmeistaramóti, sem er sterkasta hestaíþróttamót Íslands, • Keppti fyrir Íslands hönd á gríðarsterku Norðurlandamóti í Herning og varð þar í 2. sæti í tölti á eftir núverandi heimsmeistara. Reynir Örn Pálmarsson hestaíþróttamaður Íþróttakarl ársins 2014 hjá Golfklúbbnum Kili. Kristján Þór Einarsson er 27 ára gamall kylfingur. Kristján hefur stundað golf hjá golfklúbbnum Kili frá unga aldri og náð miklum og góðum árangri. Kristján er samviskusamur og duglegur við æfingar og leggur sig ávallt allan fram. Árangur Kristjáns Þórs í sumar verður sjaldan eða aldrei leikinn eftir. Hann gerði sér lítið fyrir og sigraði á þremur af sjö mótum á íslensku mótaröðinni. Kristján sigraði á Íslandsmótinu í holukeppni og lagði þar m.a. Birgi Leif Hafþórsson á leið sinni að titlinum. Kristján Þór varð stigameistari Golf- sambands Íslands með yfirburðum. Það má með sanni segja að Kristján hafi borið höfuð og herðar yfir aðra íslenska kylfinga á nýliðnu ári. Kristján er góð fyrirmynd og margir ungir og efnilegir kylfingar líta upp til hans. Kristján Þór Einarsson kylfingur Útnefning á íþróttakarli og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2014 KynnInG á ÍÞRóttAfólKInu sEM tIlnEfnt ER KosnInG fER fRAM á www.Mos.Is ÚRslIt vERðA tIlKynnt 22. jAnÚAR Bæjarbúum gefst kostur á, ásamt aðal- og varamönnum í Íþrótta- og tómstundanefnd, að kjósa íþróttakarl og íþróttakonu Mosfellsbæjar 2014. Kosning fer fram á vef Mosfellbæjar www.mos.is dagana 8. - 18. janúar. velja skal einn karl og eina konu. Úrslit verða kynnt fimmtudaginn 22. janúar kl. 19 í Íþróttamiðstöðinni að Varmá. Allir velkomnir. Hér fyrir neðan er kynning á íþróttakörlum sem tilnefndir eru vegna kjörs til íþróttakarls Mosfellsbæjar 2014, og afrekum þeirra á árinu.

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.