Mosfellingur - 08.01.2015, Síða 20

Mosfellingur - 08.01.2015, Síða 20
 - Völvuspá 201520 Dettum rétt Ég fór á jiu jitsu æfingu í byrjun desember í hinum magnaða bar- dagasal Aftureldingar að Varmá. Við vorum með gestakennara, landsliðs- þjálfara Íslands í júdó, Axel Inga Jóns- son. Hann kenndi okkur júdógrip og köst og mikilvægast af öllu, hvernig maður á að detta. Axel kenndi okkur mjög einfalda aðferð, eitthvað sem allir geta lært. Ég setti þessa einföldu aðferð strax inn í morgunrútínuna mína og hef æft þetta í örfáar mínútur á dag síðan. Ég hef oft velt fyrir mér af hverju þetta er ekki kennt í öllum barnaskólum, að detta. Það gæti ver- ið fastur póstur í leikfimitímum. Það kann enginn að detta í dag og það er synd. Það eru nefnilega ekki bara gamlar konur á sleipum skóm sem fljúga á hausinn og brjóta bein. Fólk á öllum aldri dettur í alls konar að- stæðum, oft með slæmum afleiðing- um fyrir það sjálft og samfélagið. Ég væri til í að sjá rannsókn á því hvað það kostar samfélagið að fólk detti án þess að kunna að lenda. Ég held að sá kostnaður sé miklu hærri en menn gera sér grein fyrir. Ég sannfærðist svo endanlega um mikilvægi þess að kunna að lenda í síðustu viku þegar ég snemma morguns fór út úr húsi á leið í vinnu. Tröppurnar voru lúmsk hálar og ég hreinlega tókst á loft. Ótrúlega skrýtin tilfinning og tíminn stoppaði einhvern veginn. Ég hugsaði á meðan ég var í loftinu, „sæll, ég er að fara að dúndra hnakkanum í tröppurnar“. Og það var ekkert sérlega spennandi tilhugsun að rotast á grjóthörðum tröppunum. En æfingarnar skiluðu sér, ég notaði ósjálfrátt tæknina frá júdóþjálfaranum og náði að lenda mjúklega. Ósjálfrátt. Ótrúlega góð tilfinn- ing að vera kominn með þetta inn í kerfið og fallæf- ingar verða áfram hluti af minni dag- legu rútínu. Kunn- áttan er mikilvæg, en æfingin mikil- vægari. Dettum rétt, lifum heil! Heilsumolar Gaua Guðjón Svansson gudjon@kettlebells.is Þverholti 2 • Mosfellsbæ Fasteignasala Mosfellsbæjar Sími: 586 8080 www.fastmos.ishafðu samband E.BAC K M A N Einar Páll Kjærnested • Löggiltur fasteignasali Viltuselja... E .B A C K M A N www.fastmos.is Sími: 080 Blaðamaður Mosfellings mælti sér mót við völvu á kaffihúsinu í Álafosskvos. Hún hafði eitt og annað að segja um árið framundan hjá Mosfellingum. Hún segir að allar völvuspár einkennist bæði af því góða og því slæma, og að hver og einn muni túlka það eins og hann vill. Hún segir jafnframt að spáin sé til gamans gerð, en það sé þó heilmikið að marka hana. Völvan skynjar strax klofning hjá bæjarbúum varðandi Þrettándagleð- ina. Fólk hefur sterkar skoðanir og bærinn skiptist í fylkingar. Völvan sér eitthvað stórt gerast í íþróttahúsinu að Varmá og mikinn samhug og gleði í bænum í kjölfarið. Það verður mikið fjaðrafok út af nýjum starfslokasamningi sem gerður verður á vegum bæjarins. Upphæðin hleypur á tugum milljóna. Völvan sér fyrir miklar breytingar varðandi flugvöllinn í Leirvogstungu, stækkun eða jafnvel innanlandsflug. Loksins á Helgafellshverfið eftir að rísa. Mikil samkeppni um húsnæði í hverfinu. Mosó verður vinsæll sem aldrei fyrr til búsetu. Dalbúar rísa upp á afturlappirnar og mótmæla umdeildum ákvörðunum sem skerða lífsgæði í Mosfellsdal. Allt virðist þó falla í ljúfa löð að lokum. Hljómsveitin Kaleo á eftir að springa út á árinu. Túrar um heiminn og hljómsveitin Vio hitar upp fyrir þá og mér sýnist ljósmyndari tengdur bænum einnig túra með þeim. Fiskbúðin MOS fer í útrás á árinu og verður líkt við fiskbúðina frægu Pike Place í Seattle. Völvan sér Mosfellsbæ senda mjög öflugt lið í Útsvarið þetta árið. Liðið er nálægt úrslitaviðureign og vekur athygli fyrir vaska og skemmtilega framkomu. Það verður mikill órói í kringum bæjarpólitíkina með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum. Það kemur ýmislegt í ljós sem engan hefði órað fyrir. Bygging fjölnota íþróttahúss verður sett á ís. Völvan sér enga peninga né fjárfesta í spilunum. Það verða einhver leiðindi í kringum Kvennahlaupið, einhver bylta sem endar með kæru. Völvan sér að meðlimur úr hljóm- sveit úr Mosó eigi í vændum glæstan sólaferil sem á eftir að verða farsæll. Fasteignasala Mosfellsbæjar á eftir að gera það gott á árinu þar sem Mosfellsbær verður einhverskonar trend og margir þjóðþekktir íslendingar keppast um að kaupa sér húsnæði í bænum. Íbúafjöldi Mosfellsbæjar nær 10.000. Þorrablótið verður það fjölmennasta hingað til en mikil ölvun setur blett á annars glæsilegt kvöld. Þekktur Mosfellingur mun koma út úr skápnum öllum að óvörum. Ólafur Ragnar og Dorrit munu flytja í Mosfellsbæ á árinu. Þau munu gera sig gildandi menningarlífi Mosfellinga og meðal annars mæta á bókmenntahlað- borð í Bókasafninu. Hlégarður á eftir að fyllast af lífi. Mikil og fjölbreytt menningarstarf- semi á eftir að blómstra þar. Sveitaböllin eins og þau voru í gamla daga eiga eftir að ná athygli á landsvísu og verða vinsæl sem aldrei fyrr. Leikfélag Mosfellssveitar fær tilboð erlendis frá um að setja upp leikritið um Ronju Ræningadóttur. Stjórnmálaöfl sem hafa átt erfitt uppdráttar í bæjarpólítíkinni sameinast og fá öflugan forystumann sem loks fær þau völd sem hann hefur lengi sóst eftir. Golfklúbbur Mosfellsbæjar á eftir að dafna og verða með þeim stærri á landinu og mjög fljótlega mun klúbburinn eignast sinn fyrsta meistara sem jafnvel á eftir að spila talsvert á erlendri grundu. Fyrstu umferðarljósin verða tekin í notkun í Mosfellsbæ sem áður hefur einungis verið þekktur fyrir hringtorg. Annað íþróttafélag sprettur upp í bæjarfélaginu og veldur miklum titringi, einkum í boltaíþróttum. Líf færist í gamla Kaupfélagshúsið. Jafnvel nær þar fótfestu nýr skyndi- bitastaður, kjötbúð eða eitthvað í þeim geira. Skátar kætast á árinu með loforðum um nýtt og glæsilegt félagsheimili. Einn kóranna í Mosfellsbæ mun syngja sitt síðasta á árinu. Völvan sér sól í kortunum á bæjarhá- tíðinni Í túninu heima eftir storma- samar hátíðir síðustu ár. VölVa Mosfellings 2015 völvan sér ýmislegt gerast í mosfellsbæ á árinu M yn d/ Ra gg iÓ la

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.