Mosfellingur - 19.12.2013, Blaðsíða 4

Mosfellingur - 19.12.2013, Blaðsíða 4
www.lagafellskirkja.is Sunnudagur 22. desember Skírnarguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11. Prestur sr. Ragnheiður Jónsdóttir. Aðfangadagur 24. desember Barnaguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl.13. Prestur sr. Skírnir Garðarsson. Aftansöngur í Lágafellskirkju kl. 18. Prestur sr. Skírnir Garðarsson. Miðnæturguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 23.30. Jóladagur 25. desember Lágafellskirkja Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Skírnir Garðarsson. Mosfellskirkja Hátíðarguðsþjónusta kl. 16. Prestur sr. Ragnheiður Jónsdóttir. Sunnudagur 29. desember Skírnarguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11. Prestur sr. Skírnir Garðarsson. Gamlársdagur 31. desember Aftansöngur í Lágafellskirkju kl. 18. Söngvarar: Arnþrúður Ösp Karlsdóttir og Jón Magnús Jónsson frá Reykjum. Valdís Þorkelsdóttir leikur á trompet. Prestur sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn kirkjustarfið - Bæjarblaðið í Mosfellsbæ64 HelGiHAld á Aðventu oG yfir JólAHátíðinA Tilnefningar til Mosfellings ársins Val á Mosfellingi ársins 2013 stend- ur yfir. Lesendum gefst kostur á að tilnefna þá sem þeim þykja verðugir að bera nafnbótina. Allir Mosfell- ingar koma til greina í valinu og er öllum frjálst að senda inn tilnefn- ingar með tölvupósti á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is. Er þetta í níunda sinn sem þetta val fer fram á vegum Mosfellings. Íbúar eru hvattir til að taka virkan þátt og senda inn tilnefningar. Gjarnan má fylgja með stuttur rökstuðn- ingur fyrir tilnefningunni og hvað viðkomandi hefur lagt til samfélags- ins. Áður hafa hlotið nafnbótina: Sigsteinn Pálsson, Hjalti Úrsus Árnason, Jóhann Ingi Guðbergsson, Albert Rútsson, Embla Ágústsdóttir, Steindi Jr., Hanna Símonardóttir og Greta Salóme. Útnefningin verður kunngjörð í fyrsta blaði næsta árs, fimmtudaginn 9. janúar 2014. Jólasveinar á ferðinni í Hamrahlíðarskógi Jólasveinarnir hafa haft í mörgu að snúast í Hamrahlíðinni. Þar hafa þeir verið á sveimi undanfarna daga og verða að sjálfsögðu á ferðinni um helgina. Það hefur færst í aukana að fyrirtæki gefi starfsfólki sínu tré í jólagjöf og hafa þó nokkur fyrirtæki komið í skóginn bæði í Hamrahlíð- ina og í Æsustaðahlíðina og fengið tré. Mikið hefur verið af fallegum trjám sem Skógræktarfélagið hefur ræktað í reitum hér og þar í Mosfellsbænum og fólk notið góðs af því að þar þarf að grisja. Skógræktarfélagið vill þakka öllum þeim fjölmörgu sem lagt hafa leið sína í skóginn og fengið sér íslenskt tré og vonast til að mikil aukning verði á sölu íslenskra jólatrjáa. Mosfellsbær er besta sveitarfélagið til að búa í að mati íbúa. Þetta kemur fram í ár- legri könnun Capacent þar sem mæld var ánægja með þjónustu sveitarfélaga. Mælt er viðhorf íbúa 16 stærstu sveitarfélaga landsins. Síðustu ár hefur Mosfellsbær verið ofarlega í röðinni ásamt Garðabæ, Seltjarnarnesi og fleiri sveitarfélögum en vermir nú fyrsta sætið. Alls eru 94% íbúa í Mosfellsbæ ánægð með Mosfellsbæ sem stað til að búa á en einnig eru íbúar afar ánægðir með gæði umhverfis í kringum heimili sitt. Spurðir um þjónustu Mosfellsbæjar í heild eru yfir 80% mjög eða frekar ánægðir. Niðurstöður sýna að Mosfellsbær er í eða yfir landsmeðaltali í öllum spurning- unum. Einn af helstu styrkleikum Mosfells- bæjar síðustu ár hefur verið ánægja íbúa með skipulagsmál og svo er einnig nú. Á landsvísu eru íbúar Mosfells- bæjar í 2. sæti varðandi ánægju með skipulagsmál en almennt er hlutfall ánægðra í þeim málaflokki fremur lágt, segir í tilkynningu frá Mosfellsbæ. Bætt aðstaða eldri borgara Sveitarfélögin hafa nýverið tekið yfir málefni fatlaðs fólks og er viðhorfið til þeirrar þjónustu nú mælt í annað sinn. Ánægja með þjónustuna í Mosfellsbæ eykst á milli ára. Notendur þjónustunnar í Mosfellsbæ mælast talsvert ánægðari en þeir sem nota ekki þjónustuna og það sendir jákvæð skilaboð til þeirra er vinna að málaflokknum. Ánægja með þjón- ustu við eldri borgara eykst einnig á milli ára. Þar má líklega vísa í bætta aðstöðu í þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara og að Hamrar hjúkrunarheimili var tekið í notkun á árinu. íbúafundir og skólaþing Viðhorf til þjónustu leikskóla og grunnskóla ásamt skoðun á aðstöðu til íþróttaiðkunar mælist aðeins lakara á milli ára. Um þessar mundir fer fram umræða í samfélaginu um forgangsröðun í uppbyggingu íþróttamannvirkja ásamt víðtæku samráði við íbúa í skólamál- um. Haldnir hafa verið íbúafundir og skóla- þing síðustu mánuði og allir áhugasamir kallaðir til. Á næstu mánuðum má því gera ráð fyrir að framtíðaráætlanir bæjarins skýrist í þessum efnum og að teknar verði ákvarðanir í samráði við íbúa sem vonandi skilar sér í aukinni ánægju með þjónustuna þegar fram líða stundir. Mosfellingar ánægðir með bæinn sinn Haraldur Sverrisson bæjarstjóri segist afar ánægður með útkomuna. „Það er gam- an að sjá hvað Mosfellingar eru ánægðir með bæinn sinn. Íbúar eru almennt sam- mála um að hér sé frábært að búa eins og sést á niðurstöðum könnunarinnar. Ég er afar stoltur með niðurstöðuna í heild og sérstaklega varðandi þjónustu við fatlað fólk og eldri borgara. Hins vegar leggjum við metnað okkar í að viðhalda ánægju íbúa með skóla- og íþróttamál og þrátt fyrir að við höldum stöðu okkar meðal annarra sveitarfélaga í skólamálunum er meðalein- kunn okkar lægri en í fyrra og við hjá Mos- fellsbæ munum leggja allt kapp á að hún hækki á ný. Niðurstöður PISA könnunar fyrir skólana í Mosfellsbæ styrkir okkur í þeirri vegferð en þær niðurstöður komu mjög vel út og árangur jókst á milli ára.“ Heildarúrtak í könnuninni er yfir 10 þús- und manns en svarhlutfall er 52,6% og þar af eru 293 úr Mosfellsbæ. Ánægð(ur) Hvorki né Óánægð(ur)Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með... ...þjónustu við fatlað fólk í Mos? 55% 36% 9% ...Mosfellsbæ sem stað til að búa á? 94% 5% ...þjónustu við eldri borgara í Mosfellsbæ? 65% 26% 9% ...skipulagsmál almennt í Mosfellsbæ? 60% 23% 17% ...þjónustu Mosfellsbæjar við barnafjölskyldur? 65% 22% 12% ...þjónustu Mos. á heildina litið, bæði útfrá reynslu þinni og áliti? 81% 13% 6% ...hvernig Mosfellsbær sinnir menningarmálum? 71% 25% 4% ...þjónustu grunnskóla Mosfellsbæjar? 72% 17% 12% ...gæði umhverfisins í nágrenni við heimili þitt? 81% 11% 7% ...þjónustu leikskóla Mosfellsbæjar? 78% 17% 6% ...aðstöðu til íþróttaiðkunar í Mosfellsbæ? 80% 13% 8% Best að búa í Mosfellsbæ Nánari upplýsingar um könnunina má finna á www.mos.is Haraldur Sverris- son bæjarstjóri Árleg þjónustukönnun Capacent Gallup í sextán stærstu sveitarfélögum landsins Gleðilega hátíð landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn M yn d/ Ra gg iÓ la N á N A R i u P P Lý S i N G A R u M H át í ð A R d A G S K R á á B L S . 2 6 Gleðilega hátíð

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.