Mosfellingur - 19.12.2013, Blaðsíða 32

Mosfellingur - 19.12.2013, Blaðsíða 32
 - Rýnt í jólabækurnar32 Frábært starfsfólk á bókasafninu Nafn: Tanja Rasmussen. Aldur: 15 ára. Staða: Ég er í 10. bekk í Varmárskóla. Hvað er það besta við bókasafnið? Það besta við bókasafnið er hvað starfs- fólkið er frábært og alltaf tilbúið að hjálpa manni. Lestu mikið? Já, ég les rosalega mikið og er yfirleitt með bók með mér hvert sem ég fer. Uppáhalds rithöfundur? John Green. Mér finnst hann skrifa alveg ótrúlega skemmtilega, bækurn- ar hans eru bara svo allt öðruvísi en þessar týpísku unglingabækur sem maður les og þótt þær séu margar hverjar sorglegar er húmor- inn aldrei langt undan. Uppáhalds bók? Það er Catching fire eftir Suzanne Coll- ins. Hún er rosalega vel skrifuð og maður sér allt ljóslif- andi fyrir sér rétt eins og maður sé sjálfur á staðnum. Mér finnst líka alveg frábært hvernig Suzanne tekst að koma manni betur inn í hugarheim Katnissar (sem er aðalpers- ónan) Ég hef lesið hana margoft og fæ aldrei leið á henni. Uppáhalds persóna í bók? Colin Singleton úr An abund- ance of Katherines eftir John Green held ég að sé uppá- halds karakterinn minn. Hann er frekar mislukkuð týpa en samt skemmtilegur og fyndinn. Hvaða bækur langar þig að lesa sem koma út nú fyrir jólin? Mér finnst Afbrigði eftir Veronicu Roth hljóma frekar spennandi og svo langar mig líka að lesa Annál eldsins, Óra, Eld og Draumsverð. Mosfellingur kannaði stemninguna í Bókasafninu í jólaösinni • Sex bókaormar deila með okkur helstu leyndarmálum Hvað eru Mosfellingar að lesa? Jón Kalman er snillingur í textagerð Nafn: Einar Halldórsson. Aldur: 68 ára. Staða: Fyrrverandi yfirtoll- vörður á eftirlaunum. Hvað er það besta við bóka- safnið? Það besta við bóka- safn er fólkið sem vinnur þar. Lestu mikið? Nokkuð mikið en að mínu mati en samt ekki nóg. Fyrir kom á árum áður að ég kom illa sofinn til vinnu ef ég hafði dottið í spennandi bók og lesið lengi nætur. Þetta var eins segir í dægurlagatextanum: Það er engin leið að hætta. Uppáhalds rithöfundur? Þessu er erfitt að svara. Margir höfundar koma upp í hugann en sumir oftar en aðrir: Halldór Laxnes, Gunn- ar Gunnarsson og fleiri. En um þessar mundir er án alls vafa Jón Kalman Stefánsson. Maðurinn er bara snillingur í að skrifa fallegan texta. Uppáhalds bók? Þetta er ekki erfitt. Þriggja bóka röð Jóns Kalmans er tær snilld. Þetta eru spennusögur, ástarsögur, þjóðlífslýsingar og margt annað. Uppáhalds persóna í bók? Salka Valka hefur fylgt mér lengi. Ég held að hún hafi orðið til þess að ég varð snemma femínisti og líka smá kommi. Hvaða bækur langar þig að lesa sem koma út nú fyrir jólin? Ég hef nú þegar lesið nokkrar nýútkomnar bækur á þessu hausti: Arnald, Sjón, og er að lesa stúlku með maga eftir Þórunni Valdimars. Og að sjálfsögðu Fiskarnir hafa enga fætur eftir Jón Kalman. Ég er líka að leggja drög að því að fá Sæmd eftir Guðmund Andra og margar aðrar bækur sem ég á eftir að ná í á safninu. Það er smá Bridget Jones í öllum konum Nafn: Sigrún B. Ingvadóttir. Aldur: 44 ára (hvurskonar er þetta). Staða: Einkaþjálfari og hóp- tímakennari hjá World class. Lestu mikið? Já ég les frekar mikið, en tek lesturinn svolítið í skorpum. Sumarið fer í kiljurnar, en aðventan í glænýjar jólabækur. Hvað er það besta við bókasafnið? Öll bókasöfn hafa jú bækur, en það sem gerir safnið í Mosó svo ein- stakt er starfsfólkið. Safnið er líka einstaklega hlýlegt og kaffið toppar bestu kaffihús. Uppáhalds rithöfundur? Ég á mér marga uppáhalds rithöfunda og erfitt að gera upp á milli. Vigdís Gríms á alveg sérstakan stað í sálu minni og eru textarnir hennar eins og konfekt. Af erlendum höfundum er svo Jodi Picoult í miklu upppáhaldi. Uppáhalds bók? Karitas án titils eftir Kristínu Marju er sennilega uppáhalds bókin mín. Hún var algjört uppá- hald hjá Línu móðursystur minni og ég var á tímabili sannfærð um að Karítas væri náskyld okkur. Uppáhalds persóna í bók? Það er sennilega Bridget Jones, því hún er einstaklega seinheppin og fljótfær. Það er smá Bridget í öllum konum, því við erum endalaust að byrja í megrun, hætta að reykja eða eitthvað annað. Hvaða bækur langar þig að lesa sem koma út nú fyrir jólin? Ætli ég sé ekki spenntust fyrir Yrsu af þeim sem ég ætla mér að lesa. Ég hef klætt mig, borðað morgunmat og burstað tennurnar með Yrsubók í höndunum sem ég var að klára, rétt náði í vinnu á réttum tíma. Les mikið og hefur alltaf gert Nafn: Jórunn Helga Árnadóttir. Aldur: 72 ára. Staða: Húsmóðir. Lestu mikið? Já og hef alltaf gert. Hvað er það besta við bókasafnið? Notalegt um- hverfi og gott starfsfólk. Uppáhalds rithöfundur? Það eru þeir Einar Kára- son og Guðmundur Andri Thorsson. Uppáhaldsbók? Ég á marg- ar slíkar en nefni t.d. Fátækt fólk eftir Tryggva Emils- son. Hún er frábær lýsing á lífsbaráttu fólks á fyrri hluta tuttugustu aldar og lýsir m.a. vinnuþrælkun á bæði fullorðnum og börnum. Snilldarvel skrifuð og holl lesning fyrir alla. Sjálfsævisaga rússnesku söngkonunnar Galinu er í miklu uppáhaldi, en hún var eiginkona tónlistarmannsins Rostropovitsj. Hún ólst upp hjá ömmu sinni og háði harða baráttu til að fá að mennta sig. Rússneska kerfið reyndist henni erfitt og endaði með því að þau hjón flúðu til Banda- ríkjanna. Þá vil ég nefna bókina Paula eftir I. Allende. Paula er skrif- uð upp úr dagbókum I. Allende og fjallar um dauðastríð einkadóttur hennar, við óþekktan sjúkdóm í heilt ár en hún komst aldrei til meðvitundar. Á einstaklega fallegan hátt talar hún við dóttur sína allan tímann eins og hún væri vakandi. Frábær þroskasaga! Hvaða bækur langar þig að lesa,sem koma út fyrir jólin 2013? Ferðasaga/Sigrún Pálsdóttir, Dísa/Vigdís Gríms- dóttir, Sæmd/ Guðmundur Andri Thorsson o.fl. og fleiri. Með stafla af bókum á náttborðinu Nafn: Magnús Andri Pálsson Aldur: 29 ára. Staða: Heilsunuddari, þjónn, yogakennari. Hvað er það besta við bókasafnið? Gott andrúms- loft og viðmót frá starfsfólki, bókasafnið er mjög opið og þægilegt að setjast niður og glugga í blað eða bók. Lestu mikið? Já ég les frek- ar mikið. Á náttborðinu er yfirleitt stafli af bókum. Mér finnst voða gott að skipta á milli. Er með bækur um jóga, nokkrar syrpur og bók- ina um hveitigras. Vínfræði er líka heillandi og bókin sem ég er að skoða þessa dagana heitir Kevin Zraly’s Complete Wine Course. Uppáhalds rithöfundur? Jo Nesbø. Hann nær að halda spennunni. Flétturnar finnast mér góðar og karakterarnir eru góðir. Uppáhalds bók? Bækurnar mínar um Yoga Man to Man og The Master’s Touch eftir Yogi Bhajan. Yoga and Kriya, Yoga Nidra, Asana Pranayama Mudra Bandha og Kundalini Tantra eftir Swami Satyananda Saraswati. Uppáhalds persóna í bók? Harry Hole því hann er eitt- hvað svo vonlaus en á sama tíma harður loner, mjúkur inn við beinið og tekst alltaf að fá einhvern háttsettan upp á móti sér. Samkvæmur sjálfum sér og þótt hann sé hálfgerð- ur drullusokkur og fyllibytta fyrir allan peninginn þá er baráttan hans við flöskuna hans stærsti andstæðingur. Hvaða bækur langar þig að lesa sem koma út nú fyrir jólin? Engan þarf að öfunda, Vín frá þrúgu í glas, Ærlegi lærlingurinn eru bækur sem mig langar að lesa. Ungt fólk kynnist bókmenntum betur Nafn: Pétur Gunnarsson. Aldur: 21 árs eins og er. Staða: Ég stunda nám við stjórnmálafræðideildí HÍ. Ef spurt er um hjúskapar- stöðu þá er ég einhleypur. Lestu mikið? Já, nokk- uð mikið. Ég les þó mest skólabækur þessi misserin, en ég reyni að lesa „léttari“ bækur inn á milli. Mér finnst frekar leiðinlegt að fólk á mínum aldri sé ekki nógu duglegt að lesa góðar bækur. Ég tel það mikilvægt fyrir ungt fólk að kynnast bókmenntum. Hvað er það besta við bókasafnið? Allt. Starfs- fólkið, andrúmsloftið og bækurnar. Bara allt bezt. Uppáhalds rithöfundur? George R.R Martin sá sem skrifaði A Song of Fire and Ice seríuna (Game of Thrones). Það er ægilega flott bókasería og ég mæli með henni fyrir alla. Svo er ég mjög hrifin af þríleik Jóns Kalmans Stefáns- sonar. Hann er án efa einn af beztu rithöfundum Íslands. Uppáhalds bók? Til að nefna nokkrar þá væru það líklega bækurnar: 1984 eftir George Orwell, Bjargvætturinn í gras- inu eftir J.D Salinger, öll fyrrnefnd A Song of Ice and Fire serían og svo að lokum Birtíng eftir Voltaire. Uppáhalds persóna í bók? Það eru nokkrar persónur í bókum George R.R Martin sem eru mjög djúpar og vel skapaðar, gott dæmi um það er Tyrion Lannister í A Song of Ice and Fire. Hvaða bækur langar þig að lesa sem koma út fyrir jólin? Ég stefni m.a. að því að lesa Fiskarnir hafa enga fætur eftir Jón Kalman. Gaman saman um áramótin Fjölskyldan saman 18 ár a ábyrgð

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.