Mosfellingur - 19.12.2013, Blaðsíða 30

Mosfellingur - 19.12.2013, Blaðsíða 30
Varmá Fréttarit sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ Varmá Fréttarit SjálFStæðiSManna í MoSFellSbæ 2. tbl. 35. árg. desember 2013 Kæru Mosfellingar» Nú nálgast jólin og aðventan þessi skemmtilegi tími stendur yfir. „Bráðum koma blessuð jólin“ orti Jóhannes úr Kötlum sem börn og fullorðnir hafa sungið í hálfa öld „og börnin fara að hlakka til“ segir svo áfram í kvæðinu. Hjá okkur er aðventan annatími en einnig tími tilhlökkunar og hátíðlegra viðburða sem varpa birtu og létta okkur skammdegið, mörgum finnst þetta einmitt vera skemmtilegasti tími ársins. Bærinn okk- ar Mosfellsbær skartar sínu fegursta nú um stundir með jólaljósum og fallega skreyttum heimilum. Ánægðir íbúar í Mosfellsbæ» Í nóvember var gerð árleg könnun um þjónustu sveitarfélaga á Íslandi. Niðurstaðan er mikið gleði- efni en þar er staðfest að Mosfellingar eru ánægðustu bæjarbúar á landinu. Í könnuninni kemur fram að um 94% bæjarbúa eru ánægðir með bæinn sinn sem stað til að búa á og er Mosfellsbær í fyrsta sæti af öllum sveitar- félögum á landinu. Það er ánægjulegt að hér finnist fólki gott að búa því það er að sjálfsögðu okkar markmið sem störfum hjá bæjarfélaginu. Góð niðurstaða í Pisa könnun» Góðar fréttir berast einnig úr skólaumhverfinu. Þegar rýnt er í niðurstöður Pisa könnunar sem rædd hefur verið mikið síðustu daga kemur í ljós að árang- ur nemenda í Mosfellsbæ batnar frá síðustu mælingu. Samkvæmt niðurstöðunum hefur gengi Mosfellsbæjar verið jafnt og þétt upp á við frá árinu 2006. Nemendur í Mosfellsbæ standa framar í læsi og stærðfræðilæsi en að meðaltali í bæjum og borgum á Norðurlöndum að sam- bærilegri stærð. Einnig stendur Mosfellsbær nú vel að vígi í samanburði við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Enn vantar nokkuð upp á árangur í vísindalæsi á Íslandi miðað við Norðurlönd, en nemendum í grunnskól- um Mosfellsbæjar fer jafnt og þétt fram. Við getum verið þakklát því frábæra starfsfólki sem vinnur í skólunum okkar þar er unnið afar gott og mikilvægt starf. Framhaldskólinn flytur í nýtt húsnæði» Á morgun þann 20. desember verður fyrsti viðburðurinn í nýju skólahúsnæði framhaldsskólans í Mosfellsbæ þegar haldin verður útskriftarhátíð. Þar munu um 25 nemendur verða útskrifaðir frá skólanum. Um leið og ég óska þessum útskriftarnemum til hamingju með áfangann er ástæða til að óska framhaldsskólanum og Mosfellsbæ til hamingju með þetta nýja glæsilega skólahúsnæði en kennsla hefst í nýju húsnæði 8. janúar n.k. Ljóst er að þessi nýja aðstaða verður geysileg lyftistöng fyrir bæjarfélagið og ekki síst mannlífið í miðbænum okkar. Já við Mosfellingar getum öll verið stolt af bænum okkar. En jólin eru ekki síst tími barnanna. Ef til vill er það dýr- mætasta jólagjöfin til barnanna okkar að hlúa að þeim, veita þeim athygli og eiga með þeim góðar stundir. Notum þá daga sem eftir eru af aðventunni til að undirbúa hátíð barnsins með því að vera börnum okkar nær. Kennum þeim að greina gott frá illu og leiðum þau inn í helgi jólanna. Ég óska ykkur öllum gleðilegra og hamingjuríkra jóla. Mosfellsbær í fremstu röð Haraldur Sverrisson bæjarstjóri Myndir úr starfinu Kæri Mosfellingur Okkur langar að þakka ykkur liðið ár og hlökkum til að takast á við það næsta með fjölbreyttu félags­ starfi, en eins og myndirnar hér bera með sér þá er það oft líflegt og alltaf skemmtilegt. Dagskrá félagsins fyrir fyrri hluta ársins 2014 má finna á facebook síðu sjálfstæðisfélagsins og á heimasíðu félagsins mos.xd.is Með jólakveðju, Stjórn Sjálfstæðisfélags Mosfellinga Kennsla hefst í nýju hús- næði Framhaldsskólans í Mosfellsbæ 8. janúar

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.