Mosfellingur - 19.12.2013, Blaðsíða 38

Mosfellingur - 19.12.2013, Blaðsíða 38
 - Íþróttir38 Segja má að mikið hafi gengið á hjá sunddeildinni en undanfarn- ar þrjár helgar hefur deildin tekið þátt í þremur mótum. Helgina 22.-24. nóvember fór fram Íslandsmeistaramót í 25 m. laug í Ás- vallalaug í Hafnafirði. ÍM er eitt af stærri mótum sem haldin eru á Íslandi og er mótið haldið af Sundsambandi Íslands. Til þess að komast inn á mótið þarf að ná krefjandi lágmörkum. Þrír iðkendur Aftureldingar höfðu keppnisrétt á mótinu en það voru þau Bjarkey Jónasdóttir, Bjartur Þórhallsson og Davíð Fannar Ragnarsson, þau tóku öll þátt í mótinu og stóðu sig með prýði. Helgina 29.-30. nóvember fór fram Bikarmót Íslands sem einnig er haldið af SSÍ (Sundsambandi Íslands) í Laugardalslaug. Þar fór fram liðakeppni í 1. og 2. karla og kvenna. Ákveðið var að krafta okkar við Stjörnuna og Breiðablik og keppt var undir merkjum UMSK í 2. deild á mótinu. Karlalið UMSK stóð sig afar vel og sigraði 2. deild og tryggði sér þar með sæti í 1. deild á næsta ári. Kvennalið UMSK stóð sig einnig mjög vel og hafnaði í 3. sæti í 2. deild. Þeir iðkendur sem að kepptu fyrir UMSK frá Aftureldingu voru Bjarkey, Bjartur, Davíð Fannar og Gunnur Mjöll. Helgina 7. og 8. desember fór síðan fram Unglingamót Fjölnis í Laugardalslaug. Þangað mættu 13 iðkendur úr Afreks-, Gull- og Silfurhópum Aftureldingar. Iðkendurnir stóðu sig vel, mikið var um bætingar og lentu nokkrir á palli. Það má því með sanni segja að mikið og gott starf hafi verið unn- ið hjá sunddeildinni í vetur. MOSfellingur ...fylgstu med okkur á facebook Góður árangur hjá Sunddeild Aftureldingar sameiginlegt lið undir merkjum umsk Meistaraflokkur karla í handbolta fer taplaus í jólafrí þetta árið. Liðið hefur unnið alla leiki sína í vetur og nú síðast lögðu þeir Íslands- meistara Fram í Coca Cola-bikarnum. Þeir eru því komnir í 8-liða úrslit og verður spennandi að vita hverjir verða næstu andstæðingar. Það kemur þó ekki í ljós fyrr en á nýju ári. Á myndinni má sjá markahæsta leikmann Aftureldingar gegn Fram, Kristinn Bjarkason. Lögðu Íslandsmeistarana M yn d/ Ra gg iÓ la

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.