Mosfellingur - 19.12.2013, Blaðsíða 10

Mosfellingur - 19.12.2013, Blaðsíða 10
Nemendur í 4. KMH í Varmárskóla hafa verið að vinna í skemmtilegu og áhugaverðu verk- efni, svokölluðu Fánaverkefni. Umræður höfðu verið í bekknum um uppruna nemenda og var því ákveðið að gera úr því sérstakt verkefni. Í bekknum eru m.a. nemendur sem tengjast með einhverjum hætti löndum eins og t.d. Spáni, Filippseyjum, Kína, Palestínu, Noregi, Danmörku og Brasilíu. Hver og einn nemandi gerði fána sem hann tengist, kynnti sér landið og tengsl sín við það. Því næst hélt hver og einn nemandi kynningu í púlti fyrir framan bekkinn. Þeir sem ekki vissu um tengsl sín við annað land gerðu íslenska fánann. Verkefnið er m.a. liður í að kynnast öðrum þjóðum og menningu þeirra. Mosfellingar bæta sig samkvæmt PISA Þegar rýnt er í niðurstöður PISA könnunar sem rædd hefur verið mikið að undanförnu kemur í ljós að árangur nemenda í Mosfellsbæ batnar frá síðustu mælingu. Sam- kvæmt niðurstöðunum hefur gengi Mosfellsbæjar verið jafnt og þétt upp á við frá árinu 2006. Nemendur í Mosfellsbæ standa framar í læsi og stærðfræðilæsi en að meðaltali í bæjum og borgum á Norðurlöndum að sambærilegri stærð. Enn vantar nokkuð upp á árangur í vísindalæsi á Íslandi miðað við Norðurlönd, en nemendum í grunnskólum Mosfellsbæjar fer jafnt og þétt fram. Mikilvægt er að halda því til haga þegar vel gengur og eru skólastjórn- endur í Mosfellsbæ afar stolt af árangri nemenda og kennara í skól- um bæjarins. Mosfellsbær stendur einnig vel að vígi í samanburði við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. stoltir nemendur í 4. kmh í varmárskóla Kynntu sér lönd sem þau tengjast Hringnum lokað á Gljúfrasteini Á sunnudaginn verður síðasti upp- lesturinn á Gljúfrasteini í bili enda fer senn að líða að jólum. Höfund- ana sem slá botninn í lestrarröðina má sjá hér að neðan. Dagskráin er glæsileg og þótt þetta sé síðasti sunnudagurinn verður hann sannar- lega ekki sá sísti. Upplesturinn hefst kl. 16 og er aðgangur ókeypis. Vigdís Grímsdóttir - Dísusaga. Halldór Armand Ásgeirsson - Vince Vaughn í skýjunum. Eva Rún Snorradóttir – Heimsendir fylgir okkur alla ævi. Gerður Sif Ingvarsdóttir – þýddi Drakúla eftir Bram Stoker. RÉTT INGAVERKSTÆÐ I Jóns B. ehf Flugumýri 2, Mosfellsbæ Símar: 566 7660 og 697 7685 jonrett @internet.is Ný heiMaSíða - www.joNb.iS Þjónustuverkstæði útvegum bílaleigubíla cabas tjónaskoðun Ný Laugaból - lögbýli í Mosfellsdal eign vikunnar www.fastmos.is 586 8080 selja... Stefnir á fjögurra ára nám í sirkuslistum Mosfellingurinn Eyrún Ævarsdóttir meðlimur í Sirk us Ísland 16 10. tbL. 11. árg. fimmtudagur 16. ágúst 2012 Dreift frít t inn á öll heiMili og fyrirtæki í Mo sfellsbæ, á k jalarnesi og í k jó s MOSFELLINGUR Gleðileg jól StanSlauSt Stuð Mynd/RaggiÓla Bæjarhátíð Mosfellsbæjar fer fram helgina 24. - 26. ágúst í túninu heima glæsileg dagskrá í miðopnu bæjarhátíð mosfellsbæjar Steindi Jr og Páll Óskar bregða á leik ásamt leikurum úr Gauragangi sem sýndur er í Bæjarleikhúsinu. Mosfellingur á netinu hamborgar hryggur með beini - Fréttir úr Mosfellsbæ10 hamborgar hryggur með beini hamborgarhryggur með beini hamborgar hryggur með beini

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.