Mosfellingur - 19.12.2013, Blaðsíða 6
Eldri borgarar
Þjónustumiðstöðin
Eirhömrum
Dagskrá á næstunni
LitLu jóLin
Á morgun 20. des. verða litlu jólin haldin
í félagsstarfinu kl. 13.30, allir sem vilja
vera með komi með pakka með sér,
viðmiðunarverð 1.000 kr.
Gerum okkur glaðan dag og fögnum
jólunum saman í góðum félagsskap.
Opnunartími
yfir hátíðina
Þjónustumiðstöðin Eirhömrum óskar
öllum Mosfellingum gleðilegra jóla og
farsældar á nýju ári. Um leið þökkum
við kærlega fyrir frábærar móttökur á
nýju aðstöðunni okkar og hlökkum til
að hitta alla á nýju ári. Við förum í jólafrí
föstudaginn 20. des. og opnum aftur á
nýju ári 2. janúar kl. 13.00.
Sjáumst hress og kát.
Minnum á að ný stundaskrá birtist í
næsta Mosfellingi þann 9. janúar nk. og
þá opnast fyrir skráningar á námskeið.
nÝtt!!! LEðurnámskEið
Fyrirhugað er að vera með námskeið í
leðurvinnu sem myndi byrja eftir miðjan
janúar, ef næg þátttaka næst. Kennari er
lærður fatahönnuður með mikla reynslu
í leðurvinnu. Hugmyndin er að einblína
á að endurvinna gamalt leður og er
því tilvalið að fara að taka til og finna
gömlu leðurjakkana og búta þá niður.
Að sjálfsögðu má kaupa nýtt leður og
verður það selt á staðnum eða fólk getur
farið í Hvítlist og keypt sér þar. Áætlað
er að gera fóðraðar töskur og snyrti-
buddur með rennilás. Þetta námskeið
hentar jafnt byrjendum sem og lengra
komnum. Endilega kynnið ykkur þessa
skemmtilegu nýjug.
Áhugasamir hafi samband við forstöðu-
mann þjónustumiðstöðvarinnar í síma
síma 586-8014 eða 698-0090.
Skrifstofa þjónustumiðstöðvarinnar
Eirhömrum er opin alla virka daga
kl.13.00 -16.00. Allar upplýsingar og
skráningar eru hjá forstöðumanni
þjónustumiðstöðvarinnar í síma 586-8014
eða 698-0090.
Skrifstofa FaMos er opin á mánudögum kl.
14.00 -15.00 og 1. og 3. miðvikudag hvers
mánaðar kl. 17.00 -18.00, frá september-
maí.
- Fréttir úr bæjarlífinu6
Leiðsögn um sýningu
í Listasalnum
Sýningin Felumyndir stendur nú
yfir í Listasal Mosfellsbæjar. Þar
sýnir Sigurrós Svava Ólafsdóttir verk
sín. Mánudaginn 30. desember kl.
16:30 mun Sigurrós Svava bjóða upp
á leiðsögn um sýninguna. Sýningin
stendur til 3. desember og er opin á
afgreiðslutíma Bókasafnsins.
Breytt fyrirkomulag
á brennum bæjarins
Á gamlárskvöld verður áramóta-
brenna á vegum Mosfellsbæjar
og handknattleiksdeildar Aftur-
eldingar. Brennan verður neðan
Holtahverfis við Leirvoginn þar
sem þrettándabrennan er árlega.
Kveikt verður í brennunni kl. 20:30.
Athugið að áramótabrennan verður
á sama stað og þrettándabrennan.
Hin árlega þrettándabrenna fer
fram að þessu sinni laugardaginn
4. janúar. Blysför verður frá Mið-
bæjartorgi kl. 18. Skólahljómsveit
Mosfellsbæjar leikur auk þess sem
Grýla og Leppalúði verða á svæðinu
með sitt hyski. Þá verður Biggi Har-
alds og Stormsveitin einnig í miklu
stuði. Kyndill verður með glæsilega
flugeldasýningu að vanda.
Samvera
er besta
jólagjöfin
Fjölskyldan
saman um jólin
Erlingur Kristjánsson sem verið hefur verið
álfakóngur á þrettándagleði Mosfellinga í
25 ár leggur nú kórónuna á hilluna. „Það
var árið 1988 að að góðvinur minn Davíð
Guðmundsson oftast kenndur við Belta-
smiðjuna kom til mín og tjáði mér að end-
urvekja ætti gamla hefð Mosfellinga með
útiskemmtun á þrettándanum og bað mig
um að leiða söng í gervi álfakóngs.
Við áttum að koma út úr myrkrinu á
hvítum hestum undir lúðrablæstri og log-
andi kyndlum,“ segir Erlingur sem varð við
þessari bón og hefur gegnt þessu hlutverki
með sóma í 25 ár.
„Ég hef haft gaman af þessu, það hafa
hinar ýmsu álfadrottningar verið með mér
í gegnum tíðina en ég hlakka til að mæta
á næstu þrettándagleði með börnum
og barnabörnum og njóta þess að vera
áhorfandi,“ segir Erlingur og kveður sem
álfakóngur okkar Mosfellinga.
Þrettándabrennan í ár verður haldin
laugardaginn 4. janúar og fer skrúðganga
frá Miðbæjartorgi kl. 18.
Álfa-
kóngur
í 25 ár
Erlingur leggur kórónuna á hilluna
Ásgarður tilnefndur
til verðlauna
Handverkstæðið Ásgarður var
tilnefnt til Hvatningarverðlauna ÖBÍ
2013 í flokki fyrirtækja/stofnana.
Verðlaunin fengu: Margrét M.
Norðdahl í flokki einstaklinga fyrir
að tengja saman listsköpun fatlaðra
og ófatlaðra með listahátíðinni List
án landamæra. GÆS kaffihús í flokki
fyrirtækja/stofnana fyrir að koma á
fót og standa fyrir rekstri eigin kaffi-
húss og brjóta múra í vinnumálum
þroskahamlaðra. Sendiherraverk-
efni í flokki umfjöllunar/kynningar
fyrir markvissa kynningu á sáttmála
Sameinuðu þjóðanna um réttindi
fatlaðs fólks á vernduðum vinnu-
stöðum, í framhaldsskólum og í fé-
lagsþjónustu um allt land. Verndari
verðlaunanna er forseti Íslands, hr.
Ólafur Ragnar Grímsson.
Hreiðar Örn í prófkjör
Hreiðar Örn Zoëga Stefánsson hefur
ákveðið að gefa kost á sér í prófkjöri
Sjálfstæðisflokks-
ins sem fer fram í
febrúar næstkom-
andi. Hreiðar Örn
er varabæjarfull-
trúi og formaður
menningar-
málanefndar
Mosfellsbæjar.
Hreiðar Örn er giftur Sólveigu
Ragnarsdóttur, flugsálfræðing og
eiga þau 3 börn.
MOSFELLINGUR
kEmur næst út
9. janúar 2014
mosfellingur@mosfellingur.is