Mosfellingur - 19.12.2013, Blaðsíða 14
- Hvað er að frétta úr Mosó?14
Leikskólinn Hulduberg
í Mosfellsbæ auglýsir
lausar stöður
VirÐing jákVæÐni framsækni umhyggja
Hulduberg er sex deilda leikskóli. Þar eru um 140 börn á
aldrinum 2-5 ára og er aldursblöndun á öllum deildum.
Áherslur í starfi leikskólans er umhverfismennt og að njóta
og nýta náttúruleg gæði. Leikskólinn Hulduberg er staðsettur
við Lágafellsskóla og íþróttamiðstöðina Lágafell.
Auglýst eru laus eftrfarandi störf:
Staða leikskólakennara í deildastjórn
Hæfnikröfur:
• Leikskólakennaramenntun
• Góð hæfni í mannlegum samskiptum
• Jákvæðni og metnaður
• Lausnamiðuð hugsun og færni til að koma hugmyndum í framkvæmd
Staða matráðs í eldhús (um 75% - 100% starf er að ræða)
Hæfnikröfur:
• Þekking á gerð matseðla og samsetningu fæðis fyrir börn frá
18 mánaða aldri til 6 ára samkvæmt viðmiðum Manneldisráðs.
• Frumkvæðni og skipulagshæfni við innkaup og vörustjórnun.
• Færni sem nýtist í starfi og reynsla af störfum í mötuneyti
Laun eru greidd í samræmi við kjarasamning Sambands
íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga.
Umsóknarfrestur er til 4. janúar 2014. Umsóknir ásamt
upplýsingum um menntun og/eða fyrri störf skulu berast
á netfangið hulduberg@mos.is.
Upplýsingar um leikskólann má finna á heimasíðu skólans
www.hulduberg.is. Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri
Þuríður Stefánsdóttir og aðstoðarleikskólastjóri Guðrún
Viktorsdóttir í síma 586 8170 og 867 0727.
Fólk af báðum kynjum er hvatt
til að sækja um störfin.
Strengir á tímaflakki er nýtt
íslenskt tónlistarævintýri um
strengjakvartett, skipaðan
kóngulóm, sem lendir í við-
burðaríku ferðalagi. Sagan er
eftir Pamelu De Sensi, en frum-
saminni tónlist eftir Steingrím
Þórhallsson er fléttað saman við
tónlist meistaranna Vivaldis og
Mozarts. Sagan er tilvalin fyrir
alla þá ungu tónsnillinga sem
vilja kynnast klassískri tónlist á
léttan og skemmtilegan hátt.
Myndir í bókinni eru teiknaðar af Mosfellingn-
um Kristínu Maríu Ingimarsdóttur. Henni fylgir
geisladiskur þar sem Sigurþór Heimisson les
söguna og strengjakvartett leikur. Bókin hef-
ur fengið góðar viðtökur og eru teikningar úr
bókinni nú til sýnis í Kaffihúsinu Álafossi út
desember. Kristín María myndlistarkona og
Pamela de Sensi flautuleikari hafa áður unn-
ið saman að bók. Fyrir þremur árum kom út
bókin Karnival dýranna. Kristín María teikn-
aði myndir og hannaði bókina en textinn var
í höndum Þórarins Eldjárns, Pamela de Sensi
var umsjónarmaður og hugmyndasmiður að
útgáfu þeirrar bókar.
Önnur bók Kristínar Maríu á þessu ári
Þetta er önnur bók Kristínar Maríu sem kemur út á þessu
ári, en fyrr á árinu kom út bókin Gilitrutt og hrafninn sem
er samstarfsverkefni Kristínar Maríu og Bernds Ogrodnik.
Áður gáfu þau saman út barnabók byggða á brúðuleikverki
Bernds, Pétur og úlfurinn, saga Sergeis Prokofievs um
hugrakka drenginn Pétur, afa hans og dýrin í skóginum.
Hugmyndin að gerð þeirrar bókar varð til þegar Bernd kom
með samnefnda sýningu í Leikskólann Reykjakot í Mos-
fellsbæ árið 2006 og Kristín María fór með sonum sínum
tveimur á þá sýningu.
Börnin miklir áhrifavaldar
Það má segja að börnin séu áhrifavaldar að
gerð þessara tónlistarbóka því að Andri Eyfjörð
9 ára sonur Kristínar Maríu spilar á selló og hefur
hún fylgt honum í selló- og fiðlunámi frá því hann
var 4 ára. Eldri systir hans Guðrún Ýr spilar líka
á fiðlu og lærði með Suzuki-aðferðinni þar sem
foreldrar taka mikinn þátt í náminu. Kristín
María kynntist þannig hvernig krakkar
læra að halda á og beita strengjahljóð-
færunum.
Matthías sonur Kristínar Maríu
er mikill teiknari og hjálpaði
henni bæði við að teikna og vinna
myndirnar í bókina Strengir á
tímaflakki. Við útgáfu bókarinnar voru haldnir tónleikar í
Salnum í Kópavogi og þar komu krakkar úr Mosfellsbæ við
sögu. Hljómsveit úr Listaskóla Mosfellsbæjar undir stjórn
Írisar Daggar Gísladóttur og Kristínar Lárusdóttur spilaði
á undan tónleikunum í anddyri Salsins.
Kristín María Ingimarsdóttir myndskreytir nýja bók, Strengir á tímaflakki
Nýtt tónlistarævintýri
Kristín María uMvafin
fjölsKyldu og frænduM
á útgáfutónleiKuM