Mosfellingur - 19.12.2013, Blaðsíða 42
- Aðsendar greinar42
Skólahljómsveit Mosfellsbæjar
heldur upp á 50 ára afmæli um
þessar mundir. Frá því að nýtt
starfsár hófst í haust hafa krakk-
arnir í skólahljómsveitinni staðið
í ströngum æfingum fyrir stóra og
fjölbreytta afmælistónleika.
Þann 3. nóvember sl. voru
haldnir stórkostlegir tónleikar í
íþróttahúsinu þar sem einsöngvarar og 250
manns úr kórum Mosfellsbæjar sungu með
skólahljómsveitinni. Þegar þessu verkefni
var lokið tóku krakkarnir þátt í kveðjutón-
leikum Reykjalundarkórsins sem fór fram
13. desember sl. í Langholtskirkju. Þar
komu fram Reykjalundarkórinn, Álafoss-
kórinn og Karlakórinn Stefnir ásamt Páli
Rósinkranz sem var einsöngvari á þessum
tónleikum. Krakkarnir eiga allt það besta
hrós skilið fyrir leik sinn og framkomu á
þessum báðum tónleikum. Þau voru skól-
anum okkar og bæjarfélaginu til mikillar
fyrirmyndar.
Það hefur verið fyrir mig sem foreldri
og fyrrverandi meðlimur skólahljómsveit-
arinnar gríðarlega gaman og forréttindi
að fá að fylgjast með börnunum mínum
vaxa upp og þroskast sem einstaklingar og
hljóðfæraleikarar með hljómsveitinni. Það
er vel haldið utan um alla krakkana sem
æfa á hljóðfæri sama á hvaða aldri þau eru
og við höfum úrvals kennara sem kenna
börnunum okkar.
Mér finnst flott að sjá og heyra hvað
stjórnendur eru jafn örlátir á hrós þegar
vel gengur hjá krökkunum í spilamennsk-
unni og þeir geta verið gagnrýnandi þegar
það þarf að gera betur. Það er áhugavert og
gaman að sjá hvað hljóðfæraflóran hefur
einnig farið vaxandi frá því ég spilaði með
skólahljómsveitinni. Það er enginn aldurs-
munur þegar krakkarnir koma saman, þar
eru allir jafnir og allir passa alla, ja alla veg-
anna allt frá því að ég var í hljóm-
sveitinni. Þetta er meiriháttar sam-
félag sem við höfum haft í öll þessi
ár og mikill vinskapur skapast inn-
an þess og samkennd.
Elsti hópurinn, eða C-sveitin
eins og hún kallast, hefur séð að
mestu um opinbera spilamennsku
þar sem þau hafa mestu reynsluna
en B-sveitin er líka stundum kölluð til. Það
er alltaf reglulega reynt, hjá öllum hópum,
að gera eitthvað skemmtilegt með krökkun-
um til að styrkja samheldnina innan hóps-
ins. Það eru æfingabúðir, samkoma eina
kvöldstund í kjallara Varmárskóla þar sem
þau gera eitthvað saman, stundum er gist
yfir nótt og margt fleira.
Allar þrjár sveitirnar, A-B og C, fara á
landsmót lúðrasveita þegar þau eru haldin
og er það gríðarlega skemmtileg upplifun
og mikil áskorun fyrir alla sem þangað fara.
Skemmtilegast er þó þegar skólahljóm-
sveitin fer í tónleikaferðirnar sínar. Það
er jafnt ferðast innanlands sem utan og
er það gríðarmikil vinna sem felst að baki
skipulagningu og fjáröflun þessara ferða-
laga sem krakkarnir í sveitinni og foreldrar
þeirra taka þátt í. Þetta starf sem fer fram í
kjallara Varmárskóla er stórt fyrirtæki sem
er vel rekið og vel haldið utan um og hefur
það farið vaxandi með árunum og fer enn
vaxandi.
Ég vil enda þessa grein á setningu sem
góður vinur minn úr menntaskóla sagði eitt
sinn við mig og segir nokkuð til um mikil-
vægi skólahljómsveitarinnar í bæjarfélag-
inu okkar. „Hvað er þetta eiginlega með
ykkur krakkana úr Mosó og þessa lúðra-
sveit? Það skiptir engu máli hverjum ég
kynnist úr Mosó eða tala við það hafa allir
verið í þessari lúðrasveit!“
Gunnhildur Kristinsdóttir
Skólahljómsveit
Mosfellsbæjar
Snjór og frost. Vetur konungur far-
inn að eflast. Strákurinn minn sem
æfir með sjötta flokki Afturelding-
ar í fótbolta fær þær fréttir að æf-
ingin muni falla niður sökum veð-
urs. Vallaraðstæður á gervigrasinu
ekki boðlegar. Engin æfing í dag,
bömmer!
Þetta minnir mig enn og aftur á
fremur dapra aðstöðu til knattspyrnuiðkun-
ar í Mosfellsbæ. Reyndar er það ekki bara
knattspyrnan sem er eftirbátur. Veit það
fyrir víst að aðstaða til frjálsíþróttaiðkun-
ar gæti einnig verið mun betri, og sjálfsagt
fleiri greina líka. Síðastliðin vetur féllu nið-
ur æfingar hjá syni mínum vegna aðstöðu-
leysis er nam næstum heilum mánuði. Ég
gef mér að æfinga- og keppnistímabilið sé
almennt um 10 mánuðir á ári og flest fé-
lög landsins bjóði upp á svipaðan æfinga-
fjölda. Þetta er þá nokkuð einfalt reiknings-
dæmi. Ef allir leggja af stað með jafnan leik
þá eru möguleikar krakka í Mosfellsbæ að
ná árangri minni. Þau njóta færri æfinga ef
miðað er við öll helstu bæjarfélög landsins,
sem við berum okkur gjarnan saman við.
Neikvæðir fylgifiskar þessarar stöðu eru
því miður nokkrir. Meðal annars að ekki
eru allir sem senda krakkana sína á æfing-
ar, jafnvel þó þær séu haldnar. Rok, rign-
ing og kuldi getur verið fráhrindandi fyrir
suma, ekki síst yngstu krakkana sem þurfa
hvað mestan stuðninginn. Gæði æfinga eru
minni við slæm veðurskilyrði. Stuðningur
foreldra minni en ella (mæta síður til að
fylgjast með sínum börnum).
Það er engin tilviljun að félög eins og
Breiðablik, HK, Keflavík og FH hafa ver-
ið að ná frábærum árangri í yngri og eldri
flokkum síðustu árin. Aðstaðan til
fyrirmyndar og laðar til sín efni-
lega leikmenn og þjálfara. Við
horfum einnig á minni bæjarfélög
sem hafa komið sér upp mun betri
aðstöðu og hugsa greinilega til
framtíðar. Má þar nefna Akranes,
Vestmannaeyjar, Grindavík og nú
síðast Hveragerði. Mosfellsbær ku
nú vera fjölmennasta bæjarfélag landsins
án yfirbyggðs knattspyrnuhúss.
Þessi mál eru mér mjög hugleikin,
og rétt að benda á nokkrar viðbótar-
staðreyndir:
• Íþróttaiðkun byggir upp líkama og sál
• Íþróttir eru mikilvæg forvörn (tefur eða
kemur alfarið í veg fyrir tóbaks- og vímu-
efnaneyslu, spyrnir á móti ýmsum lífstíls-
sjúkdómum og fl.)
• Krakkar sem stunda íþróttir, standa sig
almennt betur í námi en aðrir
Það er klárt að ef við viljum okkar fólki
vel í þessu, þá þarf einfaldlega að gera
mun betur. Lausnin er augljós og svo sem
margumrædd hér og hvar síðustu misser-
in og árin. Byggja þarf yfirbyggt fjölnota
íþróttahús og það sem allra fyrst. Góð og
jöfn aðstaða til íþróttaiðkunar er samfé-
lagslegt grunnatriði - ávinningurinn mikill
og margþættur. Skora ég hér með á bæj-
aryfirvöld að gera eitthvað í málinu, sama
hver er eða verður við stjórnvölinn. Þetta
á að vera eitt af forgangsverkefnum okkar
annars ágæta bæjarsamfélags.
Með jóla- og íþróttakveðju,
Hugi Sævarsson
framkvæmdastjóri
Betri íþróttaaðstaða
= betri börn og fullorðnir!
Nýr framhaldsskóli er risinn við
Bjarkarholtið og verður tekinn í
notkun núna um áramótin. Með
tilkomu skólans í miðbæ Mos-
fellsbæjar hefur götumynd Bjark-
arholtsins gjörbreyst og þar með
ásýnd miðbæjarins.
Fallegt hús er risið og allt um-
hverfi þess er að taka miklum
breytingum með vönduðum frágangi lóðar
skólans. Þegar skólastarfið hefst mun mið-
bæjarbragurinn væntanlega taka stakka-
skiptum þegar nemendur og starfsfólk
skólans eiga sinn vinnustað í miðbænum.
Spennandi verður að sjá áhrifin af starfi
skólans á bæjarbraginn til framtíðar litið.
Einnig verður fróðlegt að sjá hvort eftir-
spurn verði meiri eftir húsnæði í nágrenni
skólans og þá jafnt til búsetu sem fyrir at-
vinnustarfsemi. Vonandi verður þess ekki
langt að bíða að fleiri byggingar rísi í ná-
grenni skólans og við sjáum miðbæ Mos-
fellsbæjar eflast enn frekar.
Merkur áfangi í skólasögu Mosfellsbæjar
hefur náðst. Glæsilegt hús skólans er tekið í
notkun rúmlega fjórum árum eftir stofnun
hans. Mosfellingar fögnuðu stofnun skól-
ans í Brúarlandi 2009 og væntu þess þá að
fljótlega yrði byggt framtíðarhúsnæði fyrir
skólann. Draumur rættist 2009 og hefur aft-
ur ræst nú. Þakka ber öllum sem þar eiga
hlut að máli. Spennandi tímar eru fram-
undan fyrir starfsfólk og nemendur í nýju
húsnæði. Tækifæri til nýrra afreka. Ham-
ingjuóskir til ykkar allra á þessum
tímamótum. Megi skólastarf Fram-
haldsskólans í Mosfellsbæ sem og
allt skólastarf í bænum okkar vaxa
og dafna um ókomna tíð.
Við Langatangann opnaði nú í
haust í glæsilegu húsnæði hjúkr-
unarheimilið Hamrar. Nýja bygg-
ingin styrkir verulega götumyndina þar og
allur frágangur umhverfis er til fyrirmynd-
ar. Þetta er vissulega mikill áfangi þar sem
hjúkrunarheimili er nú til staðar fyrir Mos-
fellinga í sínum heimabæ. Hér hefur einn-
ig langþráður draumur ræst og það ber að
þakka.
Framkvæmdir standa yfir við byggingu
nýrrar slökkvistöðvar við Skarhólabraut.
Byggingin mun blasa við frá Vesturlands-
veginum þegar komið er frá Reykjavík. Þar
kemur til með að opna nýr vinnustaður
sem styrkir atvinnustarfsemina í bænum
og eykur allt öryggi bæjarbúa.
Framkvæmdir við nýtt íþróttahús að
Varmá standa yfir og mun það hýsa fim-
leika og bardagaíþróttir. Það verður mik-
ið fagnaðarefni þegar nýja húsið er komið
í notkun og verður án efa mikil lyftistöng
fyrir starfsemi Aftureldingar.
Gleðilega jólahátíð.
Hafsteinn Pálsson
bæjarfulltrúi
Uppbygging í Mosfellsbæ
- breytt götumynd Bjarkarholts og Langatanga
Sendið okkur myndir af nýjum Mosfellingum ásamt
helstu upplýsingum á mosfellingur@mosfellingur.isKJARNA MOSFELLSBÆ
ERUM KOMIN MEÐ
RIZZO PIZZUR (SNEIÐAR OG HEILAR),
SAMLOKUR OG VEFJUR (RISTAÐAR)
50% AFSLÁTTUR
AF NAMMIBAR Á FÖSTUDÖGUM OG LAUGARDÖGUM
ÓSKUM VIÐSKIPTAVINUM OKKAR
GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLDAR Á NÝJU ÁRI