Mosfellingur - 13.01.2011, Blaðsíða 6
„Þetta er einn mesti heiður sem ég hef
hlotið,“ sagði Steinþór Hróar Steinþórsson
þegar hann tók við viðurkenningunni
Mosfellingur ársins 2010. Steinþór er betur
þekktur sem Steindi Jr. og hefur skotist
upp á stjörnuhimininn í íslensku gríni
síðastliðið ár. Þættirnir hans, Steindinn
okkar, voru sýndir á Stöð 2 sumarið 2010
við góðar undirtektir. Í kjölfarið er hann
farinn að skapa sér nafn á meðal íslenskra
grínista.
Gullplata á næstu grösum
Árið 2010 hefur verið annasamt hjá
Steinþóri þar sem hann hefur skrifað
handrit og tekið upp tvær seríur af
gamanþáttum. Framhald af Steindanum
okkar fer í sýningu í byrjun mars. Fyrir jólin
kom fyrsta þáttaröðin út á DVD og seldist
vel. „Okkur vantar einhver nokkur stykki
uppí 5.000 eintök. Þannig að það vonandi
skilar okkur gullplötu eftir útsölurnar,“ segir
Steindi glaðhlakkalegur.
Í kjölfar þáttanna fór lagið Geðveikt
fínn gaur á topp vinsældarlistanna og varð
sumarsmellur. Steindi lék í einni bíómynd
á árinu, Okkar eigin Osló, sem verður
sýnd á næstunni. Auk þess fór hann fyrir
auglýsingaherferðum á vegum Ring og
Arion banka. Steindi leikur einnig eitt af
aðalhlutverkum í Mannasiðum Gillz.
Langt frá því að vera saddur
Með Steinda í allri þessari þátta- og aug-
lýsingagerð er rapparinn góðkunni Ágúst
Bent Sigbertsson og hafa þeir myndað
öflugt teymi í grínþáttagerðinni.
„Þetta er það sem ég hef alltaf stefnt
að, skrifa handrit og leika. Nú á tímum er
frábært að fá fólk til að brosa, það þurfa
allir á því að halda. Við erum með margar
hugmyndir og langt frá því að vera saddir.
Þetta er komið til að vera. Við höfum verið
í góðu samstarfi við Stöð 2 og eigum eflaust
eftir að vera það áfram,“ segir Steinþór.
Stoltur Mosfellingur
Mikið hefur borið á að Mosfellingum
bregði fyrir í efni frá Steinda. „Ég reyni
að taka sem mest upp í Mosó og nota
Mosfellinga mikið á skjánum. Leikfélagið
hefur einnig verið mér mjög hjálplegt.“
segir Steindi. Í síðustu viku var Steindi til að
mynd með hóp 9. bekkinga úr Varmárskóla
með sér í liði við upptökur á nýju efni.
Steindi segir gott að finna stuðning frá
bæjarbúum og segist stoltur Mosfellingur.
Kaffi Kidda Rót lokað
Veitingastaðnum Kaffi Kidda
Rót í Háholti hefur verið lokað.
Reksturinn hófst með látum í
apríl 2010 og endaði með vel
sóttu gamlárspartíi um áramótin.
Kiddi Rót segist þakklátur þeim
Mosfellingum sem sóttu staðinn og
þau ánægjulegu kynni sem hann
hefur átt við Mosfellinga. „En það er
því miður ekki nóg að þjónustan sé
til staðar í bæjarfélaginu, fólk þarf
að nýta sér hana ef það vill halda
henni“, segir Kiddi. „Ég veðjaði á
vitlausan hest og maður verður bara
að taka því. Annars skiljum við í
góðu við Mosfellinga enda höfum
við kynnst góðu fólki á þessum
stutta tíma sem við stöldruðum hér
við. Það þurfti bara meira til svo
reksturinn gæti gengið áfram.“
Eldri borgarar
Upplýsingar og skráningar í ferðir og námskeið eru á skrifstofu félagsstarfsins Eirhömrum kl. 13-16, símar 586-8014 og í gsm. 692-0814
- Fréttir úr bæjarlífinu6
Yfirfærsla á þjónustu
við fólk með fötlun
Um áramót tóku sveitarfélögin
við umsjón með málefnum fólks
með fötlun frá ríkinu. Vinna við
undirbúning yfirfærslunnar hófst
fyrir nokkru síðan. Mosfellsbær
hefur að leiðarljósi við þessi
tímamót að sem minnst röskun
verði á þjónustunni frá því sem
verið hefur og að hún verði felld
að annarri almennri þjónustu við
íbúa Mosfellsbæjar. Sveitarfélögin á
höfuðborgarsvæðinu hafa gert með
sér samkomulag sem meðal annars
hefur í för með sér að notendur
sem sækja þjónustu utan síns
sveitarfélags halda því áfram.
Málefni fólks með fötlun munu að
mestu heyra undir fjölskyldusvið.
Framkvæmdastjóri fjölskyldusviðs
er Unnur V. Ingólfsdóttir en auk
hennar starfa í þágu fólks með
fötlun, Vibeke Þ. Þorbjörnsdóttir
þroskaþjálfi, Ólafur Þór Jóhann-
esson félagsráðgjafi auk annarra
starfsmanna sviðsins. Mosfellsbær
fær til liðs við sig 25 nýja starfsmenn
í um 19 stöðugildum sem starfa í
búsetukjörnum fyrir fólk með fötlun
og að auki hafa þrír nýir starfsmenn
verið ráðnir til starfa.
Mosfellingur ársins Steindi Jr.
tekur við viðurkenningu úr
höndum Hilmars Gunnars
sonar ritstjóra Mosfellings.
Mosfellingur ársins 2010
gott að
fá fólk til
að brosa
Leikfimi 20. jan. kl. 11.15 og verður í 14 skipti
þ.e. til 28. apríl. Þátttökugjald er kr. 2.688
og greiðist á skrifstofu félagsstarfsins.
Tréskurður hefst 13. jan. kl. 12.30.
Línudans 1. febrúar kl. 17 ef næg þátttaka verður
og er nauðsynlegt að tilkynna þátttöku
á skrifstofu félagsstarfsins fyrir 28. janúar.
Bókband hefst 25. janúar kl. 13.
Glervinna hefst 13.1. kl. 10.
Eftirtalin námskeið á Eirhömrum eru að byrja
Námskeiðin eru haldin í kjallara Eirhamra. Skrifstofa
félagsstarfsins er opin kl. 13-16. sími 5868014.
Handverksstofan er opin kl. 13-16 alla virka daga.
Sparidagar á Hótel Örk. Vikuna 6.-11. febrúar verða
sparidagar fyrir Mosfellinga á Hótel Örk. Skráning
stendur yfir til 25. janúar í síma 6974115 hjá Eyvindi.
Nýja reiðhöll hestamannafélagsins hefur komið
að góðum notum í allri þjálfun yfir vetrartímann.
Hestamannafélagið Hörður
hlaut í ár styrk frá Góða hirðinum,
nytjamarkaði Sorpu og líknarfélaga.
Góði hirðirinn er góðgerðarstarfsemi
á vegum Sorpu þar sem nýtanlegum
hlutum sem hefur verið hent er
haldið til haga og seldir. Ágóðanum
af þessu er síðan deilt út til
góðgerðarmála einu sinni til tvisvar
á ári. Í ár voru það Hjálparstarf kirkjunnar,
Hjálpræðisherinn, Mæðrastyrksnefnd,
Rauði krossinn, Bandalag kvenna, Hringsjá,
Umhyggja, Stígamót og Hestamannafélagið
Hörður sem hlutu styrki.
Að sögn Guðjóns Magnússonar,
formanns Hestamannafélagsins Harðar,
var styrkurinn veittur svo hægt sé að láta
sérsmíða tvo hnakka fyrir fatlaða, en
hestamannafélagið stofnaði fræðslunefnd
fatlaðra á haustdögum. „Við erum,
skiljanlega, stoltari en orð fá lýst
að vera í þessum hópi. Verið er að
sérvelja hesta í verkefnið og verða
þeir væntanlega komnir á hús í
janúar,“ segir Guðjón.
Langþráðu markmiði náð
Hugmyndin er sú að fá fyrirtæki
eða einstaklinga til að taka að sér
uppihaldið á einum hesti hvert.
Fyrirtækið Hestmennt ehf, sem er í eigu
þeirra Beggu og Tótu leggur til þrjá hesta
sem henta í starfið auk þess leggja þær til
húsnæðið fyrir þá fram á vor. Hestalist ehf.
gefur spón undir hestana og Bessi heysali
gefur hey fyrir hestana fram á vor.
„Því langþráða markmiði okkar, að
þjálfun fatlaðra geti hafist hér í Herði,
er náð og fer í gang af fullum krafti eftir
áramótin,“ segir Guðjón.
Hörður hlýtur 700 þúsund króna styrk frá Góða hirðinum
láta sérsmíða tvo
hnakka fyrir fatlaða